„Ekki jákvætt fyrir Keflavík ef hann ætlar að láta einhvern pjakk æsa sig upp“ Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 14. mars 2024 21:39 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink Það varð formlega ljóst í kvöld að Breiðablik á ekki lengur möguleika á að halda sæti sínu í Subway-deild karla þegar liðið tapaði gegn Keflavík. Liðið er sex stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eftir og með verri stöðu í innbyrðis viðureignum gegn Haukum sem sitja í síðasta örugga sætinu. Vísir og Stöð 2 Sport ræddi við Ívar Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta hafi legið nokkuð ljóst fyrir [að við myndum falla] þegar við töpuðum leikjum sem við hefðum getað tekið í byrjun árs. Í þeim leikjum vorum við þó að sýna baráttu. Við þurfum að fara finna orku hjá okkur, þetta var frekar máttlaust hjá okkur núna. Við þurfum að finna smá gleði, reyna ljúka tímabilinu á jákvæðum nótum. Þetta var ekkert skemmtilegur leikur í kvöld.“ Ívar tekur lítið úr leiknum í kvöld. „Mér fannst við máttlausir, við ræddum um það inni í klefa að reyna ná smá gleði í þetta núna í lokin, ná smá baráttu og hafa smá gaman af þessu. Það er eins og þetta sé orðið þannig að menn vilji fara að ljúka þessu. Við þurfum að rífa okkur upp og sýna smá metnað. Það eru allir sammála því og vonandi skilar það sér inn á völlinn.“ „Við erum að spila á móti mjög vel mönnuðum liðum, atvinnumannaliðum, á meðan við spilum mikið á unglingum og strákum. Við vissum það fyrir og það er engin afsökun, bara staðreynd.“ Ein stærsta sögulína leiksins var glíma Sölva Ólasonar og Remy Martin. Sölvi virtist komast undir skinnið á bandaríska leikmanninum. „Remy byrjaði að vera eitthvað fúll og Sölvi náttúrulega hélt áfram að atast í honum, skiljanlega. Ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann nú verið frekar metnaðarlaus. Ef Remy ætlar að væla svona í úrslitakeppninni þá verður það ekki jákvætt fyrir þá, að láta einhvern pjakk æsa sig upp.“ „Keflavík er með gott lið, þeir eru með margfalt betur mannað lið heldur en við, og flest liðin. En það er ekki afsökun fyrir því að við séum ekki að hafa gaman af hlutunum og leggja okkur fram eins og raunin var í kvöld. Það er alveg ljóst að þetta „budget“ sem við erum með er ekki nóg til að vera í þessari deild. Til þess að vera með fínt lið þá þarftu örugglega tvöfalt eða þrefalt það sem við erum að setja í þetta. Við höfum bara því miður ekki peningana í þetta.“ Breiðablik á þrjá leiki eftir á tímabilinu. Ívar staðfesti í viðtalinu að hann verður ekki hjá Breiðabliki á næsta tímabili. „Þetta verður mitt síðasta ár hér, það er líka ein af ástæðunum fyrir því að við erum að reyna ljúka þessu almennilega. Við erum með ungmennaflokkinn í efsta sæti, við þurfum að klára hann, klára titilinn saman. Við höfum nóg til að keppa að í augnablikinu, ætlum að reyna ljúka þessu tímabili á léttari nótum,“ sagði Ívar að lokum. Subway-deild karla Breiðablik Keflavík ÍF Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
Vísir og Stöð 2 Sport ræddi við Ívar Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta hafi legið nokkuð ljóst fyrir [að við myndum falla] þegar við töpuðum leikjum sem við hefðum getað tekið í byrjun árs. Í þeim leikjum vorum við þó að sýna baráttu. Við þurfum að fara finna orku hjá okkur, þetta var frekar máttlaust hjá okkur núna. Við þurfum að finna smá gleði, reyna ljúka tímabilinu á jákvæðum nótum. Þetta var ekkert skemmtilegur leikur í kvöld.“ Ívar tekur lítið úr leiknum í kvöld. „Mér fannst við máttlausir, við ræddum um það inni í klefa að reyna ná smá gleði í þetta núna í lokin, ná smá baráttu og hafa smá gaman af þessu. Það er eins og þetta sé orðið þannig að menn vilji fara að ljúka þessu. Við þurfum að rífa okkur upp og sýna smá metnað. Það eru allir sammála því og vonandi skilar það sér inn á völlinn.“ „Við erum að spila á móti mjög vel mönnuðum liðum, atvinnumannaliðum, á meðan við spilum mikið á unglingum og strákum. Við vissum það fyrir og það er engin afsökun, bara staðreynd.“ Ein stærsta sögulína leiksins var glíma Sölva Ólasonar og Remy Martin. Sölvi virtist komast undir skinnið á bandaríska leikmanninum. „Remy byrjaði að vera eitthvað fúll og Sölvi náttúrulega hélt áfram að atast í honum, skiljanlega. Ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann nú verið frekar metnaðarlaus. Ef Remy ætlar að væla svona í úrslitakeppninni þá verður það ekki jákvætt fyrir þá, að láta einhvern pjakk æsa sig upp.“ „Keflavík er með gott lið, þeir eru með margfalt betur mannað lið heldur en við, og flest liðin. En það er ekki afsökun fyrir því að við séum ekki að hafa gaman af hlutunum og leggja okkur fram eins og raunin var í kvöld. Það er alveg ljóst að þetta „budget“ sem við erum með er ekki nóg til að vera í þessari deild. Til þess að vera með fínt lið þá þarftu örugglega tvöfalt eða þrefalt það sem við erum að setja í þetta. Við höfum bara því miður ekki peningana í þetta.“ Breiðablik á þrjá leiki eftir á tímabilinu. Ívar staðfesti í viðtalinu að hann verður ekki hjá Breiðabliki á næsta tímabili. „Þetta verður mitt síðasta ár hér, það er líka ein af ástæðunum fyrir því að við erum að reyna ljúka þessu almennilega. Við erum með ungmennaflokkinn í efsta sæti, við þurfum að klára hann, klára titilinn saman. Við höfum nóg til að keppa að í augnablikinu, ætlum að reyna ljúka þessu tímabili á léttari nótum,“ sagði Ívar að lokum.
Subway-deild karla Breiðablik Keflavík ÍF Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira