Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. mars 2024 20:24 Kristján Már fór yfir spá tveggja jarðvísindamanna sem hafa reiknað út að ef kvikuinnflæði fylgir línulegri þróun þá ljúki umbrotunum við Grindavík síðsumars. Stöð 2 Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, fór yfir stöðuna á kvikuflæðinu undir Svartsengi með Sindra Sindrason fréttaþuli í kvöldfréttum í kvöld. Kristján byrjaði á að ræða spár vísindamannanna Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um kvikusöfnunina undir Svartsengi. „Þeir spá því að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars, það er að segja eftir fjóra til fimm mánuði. Og það má rifja upp að í holuhraunsgosinu sem hófst í ágústlok 2014 þá var Haraldur svo djarfur að hann spáði því um haustið að því gosi myndi ljúka í lok febrúar eða byrjun mars. Hann gat vart verið nákvæmari því goslokum var lýst yfir 28. febrúar. Það er því ástæða til að hlusta á spárnar frá honum Haraldi,“ sagði Kristján. Kristján segir vísindamennina tvo byggja á gögnum Veðurstofunnar, þar á meðal á línuriti sem sýni atburðina fimm frá því í nóvember, þrjú eldgos og tvö kvikuhlaup sem enduðu ekki með gosi. Það línurit má sjá hér að neðan. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Út frá þeim gögnum hafa vísindamennirnir tveir gert sitt eigið línurit til að spá fyrir um endalok umbrotanna. „Það sýnir hvernig það hefur jafnt og þétt verið að hægja á kvikuinnstreyminu innan undir Svartsengi. Í látunum í nóvember þegar allt hristist og skalf þá mældist kvikuinnnstreymið yfir 700 þúsund rúmmetra á dag. Síðan hefur jafnt og þétt dregist úr innstreyminu Myndin frumgerð spár Haraldar og Gríms um lok umbrota í Grindavík. Hraði innstreymis í kvikuhólfið undir Svartsengi er teiknaður á móti tíma, með bláum punktum og línu. Gert er ráð fyrir línulegri hegðun og tvær spálínur sýndar. Þessi aðferð spáir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi ljúki síðsumars árið 2024, á tímabilinu frá júlíbyrjun og fram undir miðjan ágúst.vulkan.blog.is Kristján segir vísindamennina telja þetta innstreymi kvikunnar fylgja línulegri þróun. Út frá þeirri þróun spái þeir að þessum atburði verði lokið einhvern tímann á tímabilinu frá 1. júlí og fram til 15. ágúst. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, fór yfir stöðuna á kvikuflæðinu undir Svartsengi með Sindra Sindrason fréttaþuli í kvöldfréttum í kvöld. Kristján byrjaði á að ræða spár vísindamannanna Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um kvikusöfnunina undir Svartsengi. „Þeir spá því að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars, það er að segja eftir fjóra til fimm mánuði. Og það má rifja upp að í holuhraunsgosinu sem hófst í ágústlok 2014 þá var Haraldur svo djarfur að hann spáði því um haustið að því gosi myndi ljúka í lok febrúar eða byrjun mars. Hann gat vart verið nákvæmari því goslokum var lýst yfir 28. febrúar. Það er því ástæða til að hlusta á spárnar frá honum Haraldi,“ sagði Kristján. Kristján segir vísindamennina tvo byggja á gögnum Veðurstofunnar, þar á meðal á línuriti sem sýni atburðina fimm frá því í nóvember, þrjú eldgos og tvö kvikuhlaup sem enduðu ekki með gosi. Það línurit má sjá hér að neðan. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Út frá þeim gögnum hafa vísindamennirnir tveir gert sitt eigið línurit til að spá fyrir um endalok umbrotanna. „Það sýnir hvernig það hefur jafnt og þétt verið að hægja á kvikuinnstreyminu innan undir Svartsengi. Í látunum í nóvember þegar allt hristist og skalf þá mældist kvikuinnnstreymið yfir 700 þúsund rúmmetra á dag. Síðan hefur jafnt og þétt dregist úr innstreyminu Myndin frumgerð spár Haraldar og Gríms um lok umbrota í Grindavík. Hraði innstreymis í kvikuhólfið undir Svartsengi er teiknaður á móti tíma, með bláum punktum og línu. Gert er ráð fyrir línulegri hegðun og tvær spálínur sýndar. Þessi aðferð spáir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi ljúki síðsumars árið 2024, á tímabilinu frá júlíbyrjun og fram undir miðjan ágúst.vulkan.blog.is Kristján segir vísindamennina telja þetta innstreymi kvikunnar fylgja línulegri þróun. Út frá þeirri þróun spái þeir að þessum atburði verði lokið einhvern tímann á tímabilinu frá 1. júlí og fram til 15. ágúst.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira