„Fullt af fólki sem ber hlýjar tilfinningar til þessarar björgunarþyrlu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. mars 2024 21:01 Benóný Ægisson fyrrverandi flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni segir þyrluna hafa reynst einstaklega vel. Vísir/Arnar Það var mikið um að vera í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar flutningur fyrstu stóru björungarþyrlu Íslendinga á Flugsafn Íslands á Akureyri var undirbúinn. Benóný Ásgrímsson fyrrverandi flugstjóri Landhelgisgæslunnar segir komu þyrlunnar til landsins, fyrir nærri þremur áratugum, hafa verið gríðarlegt framfaraskref. Benóný var ásamt fleiri fyrrverandi flugstjórum Landhelgisgæslunnar mættur í flugskýlið í dag til að fylgjast með. „Þetta er svona fyrsta fullkomna björgunarþyrlan sem að kemur til Íslands og það er árið 1995 og þá flugum við henni fjórir fyrrverandi starfsmenn frá Marseille í Frakklandi, þar sem eru verksmiðjurnar, til Íslands. Það var gríðarlegt framfararskref. Að okkar mati þá var þetta ein fullkomnasta björgunarþyrla í Norður-Atlantshafi á þeim tíma.“ Sjálfur hefur hann ekki tölu á hversu oft hann flaug þyrlunni en segir hana hafa reynst vel við erfiðar aðstæður „Hún var notuð í mörgum erfiðum björgunarflugum þessi vél á þessum tuttugu og fimm árum sem hún var í þjónustu.“ Fjöldi fólks kom að flutningum þyrlunnar í dag. Vísir/Vilhelm Nokkur ár eru síðan hætt var að fljúga þyrlunni en það var öldungaráð Landhelgisgæslunnar sem hafði frumkvæðið að því að þyrlan yrði varðveitt og flutt á safn. „Ég veit að það er fullt af fólki sem ber hlýjar tilfinningar til þessarar björgunarþyrlu og ég er líka sannfærður um það að það fólk er líka mjög þakklátt fyrir að vita af því að hún fái hvíldina sína á flugsafninu á Akureyri hjá litlu systur sinni.“ Landhelgisgæslan Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Akureyri Söfn Tengdar fréttir Ekið með björgunarþyrlu til Akureyrar Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 14. mars 2024 11:33 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Benóný var ásamt fleiri fyrrverandi flugstjórum Landhelgisgæslunnar mættur í flugskýlið í dag til að fylgjast með. „Þetta er svona fyrsta fullkomna björgunarþyrlan sem að kemur til Íslands og það er árið 1995 og þá flugum við henni fjórir fyrrverandi starfsmenn frá Marseille í Frakklandi, þar sem eru verksmiðjurnar, til Íslands. Það var gríðarlegt framfararskref. Að okkar mati þá var þetta ein fullkomnasta björgunarþyrla í Norður-Atlantshafi á þeim tíma.“ Sjálfur hefur hann ekki tölu á hversu oft hann flaug þyrlunni en segir hana hafa reynst vel við erfiðar aðstæður „Hún var notuð í mörgum erfiðum björgunarflugum þessi vél á þessum tuttugu og fimm árum sem hún var í þjónustu.“ Fjöldi fólks kom að flutningum þyrlunnar í dag. Vísir/Vilhelm Nokkur ár eru síðan hætt var að fljúga þyrlunni en það var öldungaráð Landhelgisgæslunnar sem hafði frumkvæðið að því að þyrlan yrði varðveitt og flutt á safn. „Ég veit að það er fullt af fólki sem ber hlýjar tilfinningar til þessarar björgunarþyrlu og ég er líka sannfærður um það að það fólk er líka mjög þakklátt fyrir að vita af því að hún fái hvíldina sína á flugsafninu á Akureyri hjá litlu systur sinni.“
Landhelgisgæslan Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Akureyri Söfn Tengdar fréttir Ekið með björgunarþyrlu til Akureyrar Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 14. mars 2024 11:33 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Ekið með björgunarþyrlu til Akureyrar Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 14. mars 2024 11:33