Stefán Ingimar með lögregluna á hælunum áratugum saman Jón Þór Stefánsson skrifar 13. mars 2024 18:08 Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, er eftirlýstur grunaður um fíkniefnabrot. Interpol Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, maður sem er eftirlýstur á vef alþjóðalögreglunnar Interpol að beiðni lögreglu á Íslandi, hlaut þungan fangelsisdóm hér á landi í kringum síðustu aldamót. Þá hefur hann hlotið dóm í Þýskalandi og verið handtekinn í Mexíkó. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vakti athygli á eftirlýsingunni í dag. Fram kemur að málið tengist rannsókn á innflutningi og dreifingu fíkniefna. Um er að ræða annað skipti sem Interpol lýsir eftir Íslendingi á þessu ári. Hitt var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, en samkvæmt heimildum fréttastofa tengist leitin að Stefáni öðru máli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar. Þungur fíkniefnadómur Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson er fæddur árið 1975. Árið 2003 hlaut hann átta ára fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir fíkniefnalagabrot, sem er með þyngstu dómum sem hafa fallið í fíkniefnamálum hér á landi. Stefán var einn þriggja sakborninga en hinir tveir hlutu talsvert vægari dóma. Í málinu þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi. Stefán var sakfelldur fyrir að hafa staðið í stórfelldum innflutningi fíknefna hingað til lands. Það var annars vegar árið 1998 og hins vegar 2001. Hinir sakborningarnir voru dæmdir fyrir milligöngu í því, meðal annars með því að taka við umtalsverðu magni fíkniefna frá Stefáni og selja þau eða ætla að gera það. Hann var fundinn sekur um innflutning á samtals 5,6 kílóum af amfetamíni og 930 grömmum af kókaíni. Jafnframt var hann dæmdur fyrir að hafa í vörslum sínum samtals 312 grömm af kókaíni. Í dómi Hæstaréttar segir að Stefán hafi verið „aðalmaðurinn“ í þessari skipulögðu brotastarfsemi. Brot hans hefðu verið ítrekuð, ásetningur hans einarður og að hann ætti sér engar málsbætur. Flúði til Þýskalands Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Stefán, sem hafði íslenskt og þýskt ríkisfang, hafi farið af landi brott til Þýskalands árið 2000 áður en hinum voru birtar ákærur fyrir brotin sem áttu sér stað 1998. „Hann lét sér samt ekki segjast og hélt áfram brotastarfsemi sinni og sendi hingað frá Þýskalandi mikið magn af fíkniefnum,“ segir í dómi Hæstaréttar. Snemma árs 2002 var Stefán handtekinn í Hollandi og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var í kjölfarið framseldur til Íslands, en Hæstiréttur Hollands heimilaði framsalið með ákveðnum skilyrðum á saksókninni. Komist í kast við lögin víðar Stefán hafði áður hlotið dóm. Hæstiréttur reifar brotaferil hans í dómi sínum, en þar kemur fram að hann hafi árið 1998 verið dæmdur fyrir fíkniefnainnflutning. Þá hlaut hann tveggja ára dóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þýski dómurinn hafði ítrekunaráhrif á refsingu hans í Hæstarétti, en líkt og áður segir hlaut hann átta ára dóm þar. DV greindi frá því árið 2017 að Stefán hefði verið handtekinn í Cancún í Mexíkó, grunaður um fíkniefnasmygl. Í umfjölluninni kom fram að handtaka Stefáns tengdist annarri handtöku á Íslendingi í Norður-Ameríku. Það er þegar kona var handtekinn í Kanada árið 2016 með tæpt kíló af kókaíni í golfsetti sem fannst í farangri hennar. Samkvæmt DV hafði Stefán verið búsettur í Mexíkó um árabil. Þá sagði að eftir handtökuna hefði hann verið fluttur í Cefereso-fangelsið, sem er í borginni Perote. Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vakti athygli á eftirlýsingunni í dag. Fram kemur að málið tengist rannsókn á innflutningi og dreifingu fíkniefna. Um er að ræða annað skipti sem Interpol lýsir eftir Íslendingi á þessu ári. Hitt var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, en samkvæmt heimildum fréttastofa tengist leitin að Stefáni öðru máli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar. Þungur fíkniefnadómur Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson er fæddur árið 1975. Árið 2003 hlaut hann átta ára fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir fíkniefnalagabrot, sem er með þyngstu dómum sem hafa fallið í fíkniefnamálum hér á landi. Stefán var einn þriggja sakborninga en hinir tveir hlutu talsvert vægari dóma. Í málinu þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi. Stefán var sakfelldur fyrir að hafa staðið í stórfelldum innflutningi fíknefna hingað til lands. Það var annars vegar árið 1998 og hins vegar 2001. Hinir sakborningarnir voru dæmdir fyrir milligöngu í því, meðal annars með því að taka við umtalsverðu magni fíkniefna frá Stefáni og selja þau eða ætla að gera það. Hann var fundinn sekur um innflutning á samtals 5,6 kílóum af amfetamíni og 930 grömmum af kókaíni. Jafnframt var hann dæmdur fyrir að hafa í vörslum sínum samtals 312 grömm af kókaíni. Í dómi Hæstaréttar segir að Stefán hafi verið „aðalmaðurinn“ í þessari skipulögðu brotastarfsemi. Brot hans hefðu verið ítrekuð, ásetningur hans einarður og að hann ætti sér engar málsbætur. Flúði til Þýskalands Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Stefán, sem hafði íslenskt og þýskt ríkisfang, hafi farið af landi brott til Þýskalands árið 2000 áður en hinum voru birtar ákærur fyrir brotin sem áttu sér stað 1998. „Hann lét sér samt ekki segjast og hélt áfram brotastarfsemi sinni og sendi hingað frá Þýskalandi mikið magn af fíkniefnum,“ segir í dómi Hæstaréttar. Snemma árs 2002 var Stefán handtekinn í Hollandi og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var í kjölfarið framseldur til Íslands, en Hæstiréttur Hollands heimilaði framsalið með ákveðnum skilyrðum á saksókninni. Komist í kast við lögin víðar Stefán hafði áður hlotið dóm. Hæstiréttur reifar brotaferil hans í dómi sínum, en þar kemur fram að hann hafi árið 1998 verið dæmdur fyrir fíkniefnainnflutning. Þá hlaut hann tveggja ára dóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þýski dómurinn hafði ítrekunaráhrif á refsingu hans í Hæstarétti, en líkt og áður segir hlaut hann átta ára dóm þar. DV greindi frá því árið 2017 að Stefán hefði verið handtekinn í Cancún í Mexíkó, grunaður um fíkniefnasmygl. Í umfjölluninni kom fram að handtaka Stefáns tengdist annarri handtöku á Íslendingi í Norður-Ameríku. Það er þegar kona var handtekinn í Kanada árið 2016 með tæpt kíló af kókaíni í golfsetti sem fannst í farangri hennar. Samkvæmt DV hafði Stefán verið búsettur í Mexíkó um árabil. Þá sagði að eftir handtökuna hefði hann verið fluttur í Cefereso-fangelsið, sem er í borginni Perote.
Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira