Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Valur Páll Eiríksson skrifar 13. mars 2024 13:25 Albert í leik íslenska landsliðsins gegn Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. Í samtali við RÚV segir Þorvaldur að Knattspyrnusambandið líti á mál Albert sem svo að það sé niður fallið. Vegna þess sé Hareide heimilt að velja Albert eins og sakir standa. Héraðssaksóknari felldi málið niður þann 22. febrúar síðastliðinn en kærandi í málinu getur enn kært þá niðurstöðu. Áfrýjunarfresturinn rennur út þann 22. mars, degi eftir leik Íslands og Ísrael. Samkvæmt frétt RÚV gat Þorvaldur ekki sagt til um hvaða áhrif slík kæra myndi hafa á stöðu Alberts í hópnum. Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert fyrir kynferðisbrot, sagði við Vísi í gær það til alvarlegrar skoðunar að kæra ákvörðun Héraðssaksóknara. Landsliðshópur Íslands verður valinn eftir tvo daga, á föstudaginn 15. mars. Ef marka má orð Þorvaldar virðist ekki enn liggja fyrir hvort Albert verði gjaldgengur ef niðurstaða Héraðssaksóknara verður kærð. Yrði niðurstaðan kærð í dag eða á morgun er þá ekki víst hvort Hareide sé heimilt að velja hann í hópinn. Þá er spurningin hvort Albert verði vísað úr hópnum sé niðurstaðan kærð eftir helgi. Samkvæmt samþykkt KSÍ frá árinu 2022 skal haft að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Áður hefur Aron Einar Gunnarsson verið útilokaður frá vali í landsliðið vegna þeirrar samþykktar. Hann var kærður fyrir kynferðisbrot í september 2021 og var utan hóps frá þeim tíma þar til málið var látið niður falla tæpu ári síðar. KSÍ Landslið karla í fótbolta Lögreglumál Kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira
Í samtali við RÚV segir Þorvaldur að Knattspyrnusambandið líti á mál Albert sem svo að það sé niður fallið. Vegna þess sé Hareide heimilt að velja Albert eins og sakir standa. Héraðssaksóknari felldi málið niður þann 22. febrúar síðastliðinn en kærandi í málinu getur enn kært þá niðurstöðu. Áfrýjunarfresturinn rennur út þann 22. mars, degi eftir leik Íslands og Ísrael. Samkvæmt frétt RÚV gat Þorvaldur ekki sagt til um hvaða áhrif slík kæra myndi hafa á stöðu Alberts í hópnum. Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert fyrir kynferðisbrot, sagði við Vísi í gær það til alvarlegrar skoðunar að kæra ákvörðun Héraðssaksóknara. Landsliðshópur Íslands verður valinn eftir tvo daga, á föstudaginn 15. mars. Ef marka má orð Þorvaldar virðist ekki enn liggja fyrir hvort Albert verði gjaldgengur ef niðurstaða Héraðssaksóknara verður kærð. Yrði niðurstaðan kærð í dag eða á morgun er þá ekki víst hvort Hareide sé heimilt að velja hann í hópinn. Þá er spurningin hvort Albert verði vísað úr hópnum sé niðurstaðan kærð eftir helgi. Samkvæmt samþykkt KSÍ frá árinu 2022 skal haft að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Áður hefur Aron Einar Gunnarsson verið útilokaður frá vali í landsliðið vegna þeirrar samþykktar. Hann var kærður fyrir kynferðisbrot í september 2021 og var utan hóps frá þeim tíma þar til málið var látið niður falla tæpu ári síðar.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Lögreglumál Kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira