Vorboði Austurlands óvenju snemma í ár Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. mars 2024 10:24 Snjóblásari að störfum á Öxi. Vegagerðin Vegurinn um Öxi var opnaður þann 8. mars og umferð hleypt um veginn. Óvenju lítill snjór var á veginum, en vegurinn hefur ekki verið opnaður svona snemma síðan 2012. Sveinn Sveinsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar sagði við Austurfrétt að snjólétt hefði verið á Öxi og því hafi verið hægt að opna um mánuði fyrr en í meðalári. Næst hafi þurft að rífa svellin af honum og hálkuverja, sem lauk á föstudaginn og vegurinn hafi verið opinn um helgina. Svo byrjaði að rigna og veita þurfti vatni í burtu. Ánægð en vilja meiri mokstur Björn Ingimarsson sveitastjóri Múlaþings er vitaskuld ánægður að Öxi skuli hafa opnast fyrr en venjulega, það sé vorboði á Austurlandi. Hann vilji þó fá meiri mokstur yfir veturinn, en vetrarþjónusta á Öxi fellur eins og er undir G-snjómokstursreglu, sem þýðir að heimilt sé að moka tvo daga í viku vor og haust meðan snjólétt er. Björn vill að viðmiðunarstigið verði hækkað, enda mikil lífsbót fyrir Austurlandsbúa að stytta leið sína um Öxi, frekar en að keyra firðina. Ferðalagið til Egilsstaða styttist um 70 km. Breiðdalsheiði hefur ekki verið opnuð enn, og ekki Mjóafjarðarheiði heldur. Björn telur að Breiðdalsheiðin opnist fyrr, en Mjóifjörður sé klárlega ekki klár. Það verði vonandi bara sem fyrst. Hér má sjá opnunardaga á Öxi síðastliðin ár.2012 28. febrúar2013 10. apríl2014 23. apríl2015 17. apríl2016 20. apríl2017 29. mars2018 23. mars2019 7. apríl2020 8. maí2021 19.3 (lokaði aftur 26. mars og opnaði aftur 31. mars)2022 25. mars2023 8. apríl2024 8. mars Samgöngur Múlaþing Snjómokstur Tengdar fréttir Axarvegi frestað um óákveðinn tíma vegna þensluniðurskurðar Uppbygging heilsársvegar um Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, sem til stóð að hefja í vor, er komin í salt vegna niðurskurðar í vegagerð. Hvenær ráðist verður í verkið skýrist væntanlega í vor við gerð næstu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. 4. janúar 2023 22:33 Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sveinn Sveinsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar sagði við Austurfrétt að snjólétt hefði verið á Öxi og því hafi verið hægt að opna um mánuði fyrr en í meðalári. Næst hafi þurft að rífa svellin af honum og hálkuverja, sem lauk á föstudaginn og vegurinn hafi verið opinn um helgina. Svo byrjaði að rigna og veita þurfti vatni í burtu. Ánægð en vilja meiri mokstur Björn Ingimarsson sveitastjóri Múlaþings er vitaskuld ánægður að Öxi skuli hafa opnast fyrr en venjulega, það sé vorboði á Austurlandi. Hann vilji þó fá meiri mokstur yfir veturinn, en vetrarþjónusta á Öxi fellur eins og er undir G-snjómokstursreglu, sem þýðir að heimilt sé að moka tvo daga í viku vor og haust meðan snjólétt er. Björn vill að viðmiðunarstigið verði hækkað, enda mikil lífsbót fyrir Austurlandsbúa að stytta leið sína um Öxi, frekar en að keyra firðina. Ferðalagið til Egilsstaða styttist um 70 km. Breiðdalsheiði hefur ekki verið opnuð enn, og ekki Mjóafjarðarheiði heldur. Björn telur að Breiðdalsheiðin opnist fyrr, en Mjóifjörður sé klárlega ekki klár. Það verði vonandi bara sem fyrst. Hér má sjá opnunardaga á Öxi síðastliðin ár.2012 28. febrúar2013 10. apríl2014 23. apríl2015 17. apríl2016 20. apríl2017 29. mars2018 23. mars2019 7. apríl2020 8. maí2021 19.3 (lokaði aftur 26. mars og opnaði aftur 31. mars)2022 25. mars2023 8. apríl2024 8. mars
Samgöngur Múlaþing Snjómokstur Tengdar fréttir Axarvegi frestað um óákveðinn tíma vegna þensluniðurskurðar Uppbygging heilsársvegar um Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, sem til stóð að hefja í vor, er komin í salt vegna niðurskurðar í vegagerð. Hvenær ráðist verður í verkið skýrist væntanlega í vor við gerð næstu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. 4. janúar 2023 22:33 Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Axarvegi frestað um óákveðinn tíma vegna þensluniðurskurðar Uppbygging heilsársvegar um Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, sem til stóð að hefja í vor, er komin í salt vegna niðurskurðar í vegagerð. Hvenær ráðist verður í verkið skýrist væntanlega í vor við gerð næstu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. 4. janúar 2023 22:33
Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12