Vorboði Austurlands óvenju snemma í ár Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. mars 2024 10:24 Snjóblásari að störfum á Öxi. Vegagerðin Vegurinn um Öxi var opnaður þann 8. mars og umferð hleypt um veginn. Óvenju lítill snjór var á veginum, en vegurinn hefur ekki verið opnaður svona snemma síðan 2012. Sveinn Sveinsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar sagði við Austurfrétt að snjólétt hefði verið á Öxi og því hafi verið hægt að opna um mánuði fyrr en í meðalári. Næst hafi þurft að rífa svellin af honum og hálkuverja, sem lauk á föstudaginn og vegurinn hafi verið opinn um helgina. Svo byrjaði að rigna og veita þurfti vatni í burtu. Ánægð en vilja meiri mokstur Björn Ingimarsson sveitastjóri Múlaþings er vitaskuld ánægður að Öxi skuli hafa opnast fyrr en venjulega, það sé vorboði á Austurlandi. Hann vilji þó fá meiri mokstur yfir veturinn, en vetrarþjónusta á Öxi fellur eins og er undir G-snjómokstursreglu, sem þýðir að heimilt sé að moka tvo daga í viku vor og haust meðan snjólétt er. Björn vill að viðmiðunarstigið verði hækkað, enda mikil lífsbót fyrir Austurlandsbúa að stytta leið sína um Öxi, frekar en að keyra firðina. Ferðalagið til Egilsstaða styttist um 70 km. Breiðdalsheiði hefur ekki verið opnuð enn, og ekki Mjóafjarðarheiði heldur. Björn telur að Breiðdalsheiðin opnist fyrr, en Mjóifjörður sé klárlega ekki klár. Það verði vonandi bara sem fyrst. Hér má sjá opnunardaga á Öxi síðastliðin ár.2012 28. febrúar2013 10. apríl2014 23. apríl2015 17. apríl2016 20. apríl2017 29. mars2018 23. mars2019 7. apríl2020 8. maí2021 19.3 (lokaði aftur 26. mars og opnaði aftur 31. mars)2022 25. mars2023 8. apríl2024 8. mars Samgöngur Múlaþing Snjómokstur Tengdar fréttir Axarvegi frestað um óákveðinn tíma vegna þensluniðurskurðar Uppbygging heilsársvegar um Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, sem til stóð að hefja í vor, er komin í salt vegna niðurskurðar í vegagerð. Hvenær ráðist verður í verkið skýrist væntanlega í vor við gerð næstu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. 4. janúar 2023 22:33 Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Sveinn Sveinsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar sagði við Austurfrétt að snjólétt hefði verið á Öxi og því hafi verið hægt að opna um mánuði fyrr en í meðalári. Næst hafi þurft að rífa svellin af honum og hálkuverja, sem lauk á föstudaginn og vegurinn hafi verið opinn um helgina. Svo byrjaði að rigna og veita þurfti vatni í burtu. Ánægð en vilja meiri mokstur Björn Ingimarsson sveitastjóri Múlaþings er vitaskuld ánægður að Öxi skuli hafa opnast fyrr en venjulega, það sé vorboði á Austurlandi. Hann vilji þó fá meiri mokstur yfir veturinn, en vetrarþjónusta á Öxi fellur eins og er undir G-snjómokstursreglu, sem þýðir að heimilt sé að moka tvo daga í viku vor og haust meðan snjólétt er. Björn vill að viðmiðunarstigið verði hækkað, enda mikil lífsbót fyrir Austurlandsbúa að stytta leið sína um Öxi, frekar en að keyra firðina. Ferðalagið til Egilsstaða styttist um 70 km. Breiðdalsheiði hefur ekki verið opnuð enn, og ekki Mjóafjarðarheiði heldur. Björn telur að Breiðdalsheiðin opnist fyrr, en Mjóifjörður sé klárlega ekki klár. Það verði vonandi bara sem fyrst. Hér má sjá opnunardaga á Öxi síðastliðin ár.2012 28. febrúar2013 10. apríl2014 23. apríl2015 17. apríl2016 20. apríl2017 29. mars2018 23. mars2019 7. apríl2020 8. maí2021 19.3 (lokaði aftur 26. mars og opnaði aftur 31. mars)2022 25. mars2023 8. apríl2024 8. mars
Samgöngur Múlaþing Snjómokstur Tengdar fréttir Axarvegi frestað um óákveðinn tíma vegna þensluniðurskurðar Uppbygging heilsársvegar um Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, sem til stóð að hefja í vor, er komin í salt vegna niðurskurðar í vegagerð. Hvenær ráðist verður í verkið skýrist væntanlega í vor við gerð næstu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. 4. janúar 2023 22:33 Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Axarvegi frestað um óákveðinn tíma vegna þensluniðurskurðar Uppbygging heilsársvegar um Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, sem til stóð að hefja í vor, er komin í salt vegna niðurskurðar í vegagerð. Hvenær ráðist verður í verkið skýrist væntanlega í vor við gerð næstu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. 4. janúar 2023 22:33
Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12