Áætla að hækka þurfi leigu hjá Félagsbústöðum um 6,5 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2024 10:39 Stjórn Félagsbústaða lagði til að leiga yrði hækkuð um 1,1 prósent en því var hafnað af velferðarráði borgarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Félagsbústaða Reykjavíkur segir að hækka þurfi húsaleigu um 6,5 prósent til að standa undir aukinni greiðslubyrði lána sem tekin voru til að fjármagna endurbætur og viðhald á húsnæði í eigu félagsins. Frá þessu greinir RÚV. Vitnað er í ársskýrslu Félagsbústaða þar sem segir í skýrslu stjórnar að tæpar 400 milljónir króna hafi vantað upp á í árslok 2023 til að veltufé frá rekstri nægði fyrir afborgunum langtímalána. Félagsbústaðir hf. eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, sem sér um að „tryggja framboð og uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis í borginni, kaupa, byggja og selja húsnæði, annast útleigu íbúða, veita leigjendum viðeigandi þjónustu, annast viðhald og almennan rekstur félagsins“. Félagið leigir nú út um 3.100 íbúðir en í árslok 2023 töldust 71 prósent íbúða til almenns félagslegs leiguhúsnæðis, 15 prósent til íbúða fyrir fatlað fólk, 12 prósent til íbúða fyrir aldraða og tæplega 2 prósent íbúða fyrir þá sem skráðir eru heimilislausir. RÚV hefur eftir Haraldi Flosa Tryggvasyni, fráfarandi stjórnarformanni, að ófyrirséð frávik vegna viðhalds skýrðu þá stöðu sem upp væri komin. Félagið hefði ekki í neinn varasjóð að sækja, enda væri það óhagnaðardrifið. Hann segir að áætlanir geri ráð fyrir að hækka þurfi leigu um 6,5 prósent til að mæta fjárþörf Félagsbústaða en í ársreikningnum segir að stjórn félagsins hafi lagt það til fyrri hluta árs 2023 að hækka leiguverð um 1,1 prósent en að tillögunni hefði verið hafnað af velferðarráði. „Stjórn og stjórnendur hafa lýst áhyggjum af stöðunni og brugðist við með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Fengnir voru óháðir sérfræðingar til þess að leggja mat á rekstrar- og fjárfestingagetu Félagsbústaða til næstu ára með hliðsjón af núverandi skuldbindingum og viðhalds- og uppbyggingaráætlunum eignasafnsins. Niðurstaðan leiddi í ljós að tekjur þurfi að aukast umtalsvert umfram almennar verðlagshækkanir til að sjálfbærniviðmiðum sé náð,“ segir í skýrslu stjórnar. Reykjavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV. Vitnað er í ársskýrslu Félagsbústaða þar sem segir í skýrslu stjórnar að tæpar 400 milljónir króna hafi vantað upp á í árslok 2023 til að veltufé frá rekstri nægði fyrir afborgunum langtímalána. Félagsbústaðir hf. eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, sem sér um að „tryggja framboð og uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis í borginni, kaupa, byggja og selja húsnæði, annast útleigu íbúða, veita leigjendum viðeigandi þjónustu, annast viðhald og almennan rekstur félagsins“. Félagið leigir nú út um 3.100 íbúðir en í árslok 2023 töldust 71 prósent íbúða til almenns félagslegs leiguhúsnæðis, 15 prósent til íbúða fyrir fatlað fólk, 12 prósent til íbúða fyrir aldraða og tæplega 2 prósent íbúða fyrir þá sem skráðir eru heimilislausir. RÚV hefur eftir Haraldi Flosa Tryggvasyni, fráfarandi stjórnarformanni, að ófyrirséð frávik vegna viðhalds skýrðu þá stöðu sem upp væri komin. Félagið hefði ekki í neinn varasjóð að sækja, enda væri það óhagnaðardrifið. Hann segir að áætlanir geri ráð fyrir að hækka þurfi leigu um 6,5 prósent til að mæta fjárþörf Félagsbústaða en í ársreikningnum segir að stjórn félagsins hafi lagt það til fyrri hluta árs 2023 að hækka leiguverð um 1,1 prósent en að tillögunni hefði verið hafnað af velferðarráði. „Stjórn og stjórnendur hafa lýst áhyggjum af stöðunni og brugðist við með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Fengnir voru óháðir sérfræðingar til þess að leggja mat á rekstrar- og fjárfestingagetu Félagsbústaða til næstu ára með hliðsjón af núverandi skuldbindingum og viðhalds- og uppbyggingaráætlunum eignasafnsins. Niðurstaðan leiddi í ljós að tekjur þurfi að aukast umtalsvert umfram almennar verðlagshækkanir til að sjálfbærniviðmiðum sé náð,“ segir í skýrslu stjórnar.
Reykjavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira