Úkraínumenn hafi fundið fyrir miklum stuðningi hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 18:19 Olga Strepochenko, yfirmaður alþjóðasamskipta og Evrópusamvinnu hjá úkraínska þinginu. Vísir/Vilhelm Sendinefnd þingmanna frá Úkraínu sem skipa vinahóp Íslands á Úkraínuþingi kom til landsins í gær. Tilgangur heimsóknarinnar er meðal annars að efla tvíhliða samskipti landanna og ræða þann stuðning sem íslensk stjórnvöld hafa veitt úkraínsku þjóðinni. Á dagskrá heimsóknarinnar eru fundir með stjórnmálamönnum landsins auk þess sem fyrirhugað er að heimsækja fyrirtæki og stofnanir. Þingmennirnir heimsóttu Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og ítrekuðu þakklæti sitt. „Við erum afar þakklát fyrir að Ísland tók þátt í söfnuninni sem fór fram 8. desember í fyrra. Söfnunin var til hjálpar úkraínskum börnum. Ísland skrifaði einnig undir yfirlýsinguna um söfnunina. Við vonum að sama góða niðurstaðan náist við að ná aftur þeim úkraínsku borgurum sem Rússland nam ólöglega á brott,“ sagði Olga Strepochenko, yfirmaður alþjóðasamskipta og Evrópusamvinnu hjá úkraínska þinginu, á Bessastöðum í dag. „Þeir leita eftir frekari stuðning hvar sem hann er hugsanlega að fá. Sú er sannarlega raunin hér á Íslandi, ég heyrði það á máli þeirra. Þeim hefur þótt vænt um að finna það meðal ráðamanna og almennings,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti úkraínskum þingmönnum í dag.Vísir/Vilhelm „Nú er brýnt að við sem unnum friði, öryggi, jafnréttindum og mannréttindum látum það í ljós og gerum það sem í okkar valdi stendur til að sá ráðamaður og það ríki sem beitir ofbeldi af þessu tagi fái ekki að komast upp með það.“ Inntur eftir því hvort Íslendingar séu að gera nóg segir Guðni stuðningur Íslendinga við Úkraínu augljós, hér hafi fólki verið veitt skjól. „Ég veit ekki betur en að upp til hópa þyki Úkraínumönnum sem Íslendingar hafi tekið vel á móti þeim. Við höfum líka reynt að styðja við bakið á Úkraínumönnum að ýmsu leiti þannig að ég finn ekki fyrir öðru en þakklæti í huga þessara góðu gesta sem komu við á Bessastöðum í dag.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forseti Íslands Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Á dagskrá heimsóknarinnar eru fundir með stjórnmálamönnum landsins auk þess sem fyrirhugað er að heimsækja fyrirtæki og stofnanir. Þingmennirnir heimsóttu Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og ítrekuðu þakklæti sitt. „Við erum afar þakklát fyrir að Ísland tók þátt í söfnuninni sem fór fram 8. desember í fyrra. Söfnunin var til hjálpar úkraínskum börnum. Ísland skrifaði einnig undir yfirlýsinguna um söfnunina. Við vonum að sama góða niðurstaðan náist við að ná aftur þeim úkraínsku borgurum sem Rússland nam ólöglega á brott,“ sagði Olga Strepochenko, yfirmaður alþjóðasamskipta og Evrópusamvinnu hjá úkraínska þinginu, á Bessastöðum í dag. „Þeir leita eftir frekari stuðning hvar sem hann er hugsanlega að fá. Sú er sannarlega raunin hér á Íslandi, ég heyrði það á máli þeirra. Þeim hefur þótt vænt um að finna það meðal ráðamanna og almennings,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti úkraínskum þingmönnum í dag.Vísir/Vilhelm „Nú er brýnt að við sem unnum friði, öryggi, jafnréttindum og mannréttindum látum það í ljós og gerum það sem í okkar valdi stendur til að sá ráðamaður og það ríki sem beitir ofbeldi af þessu tagi fái ekki að komast upp með það.“ Inntur eftir því hvort Íslendingar séu að gera nóg segir Guðni stuðningur Íslendinga við Úkraínu augljós, hér hafi fólki verið veitt skjól. „Ég veit ekki betur en að upp til hópa þyki Úkraínumönnum sem Íslendingar hafi tekið vel á móti þeim. Við höfum líka reynt að styðja við bakið á Úkraínumönnum að ýmsu leiti þannig að ég finn ekki fyrir öðru en þakklæti í huga þessara góðu gesta sem komu við á Bessastöðum í dag.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forseti Íslands Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira