Stál í stál í Karphúsinu Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2024 19:20 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari (til vinstri) hefur verið í því undanfarna sólarhringa að bera skilaboð á milli deiluaðila. Vísir/Vilhelm Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. „Þetta eru ofsafengin viðbrögð svo vægt sé til orða tekið miðað við þær hófstilltu kröfur sem við höfum sett fram gagnvart 150 manna hópi uppi á Keflavíkurflugvelli. Sem vinnur á lágmarks kjörum,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR skömmu eftir að hafa komist að því í fjölmiðlum að SA hygðist boða til verkbanns. Hér má sjá hvernig verkfallsaðgerðir VR myndu dreifast í aðdraganda páska, yfir páskana og eftir páska.Grafík/Sara Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta eðlileg viðbrögð að hálfu samtakanna. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir verkbannið vera varnaraðgerð.Stöð 2/Arnar „Þetta eru auðvitað fyrst og fremst varnaraðgerð að okkar hálfu til að mæta þeim fyrirhuguðu verkföllum sem VR hefur boðað vegna þeirra kjaraviðræðna sem eru í gangi hérna. Við erum með þessu að setja þrýsting á forystu VR til að ljúka þessum kjaraviðræðum hratt og vel. Sem ég veit að við eigum að geta gert,“ sagði Sigríður Margrét um miðjan dag í dag. „Það veltur auðvitað allt á því að við náum samningum. Við teljum okkur enn þá vera í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Ég veit ekki til þess að þeirra viðhorf hafi breyst hvað það varðar,“ sagði Ragnar Þór. Verkfallsaðgerðir VR sem eiga að hefjast helgina fyrir páska og halda svo áfram með hléum í páskavikunni og dagana þar á eftir, hefðu mikil áhrif á áætlanir Icelandair. Flug hjá þúsundum farþega flugfélagsins og annarra félaga sem Icelandair þjónustar, sem og útflutningur á fiski og öðrum vörum myndu raskast. Verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi síðan senda þúsundir og jafnvel tugþúsundir skrifstofufólks heim án launa og án réttar til atvinnuleysisbóta. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðbrögð SA með verkbanni vera ofsafengin.Vísir/Vilhelm „Við erum með mjög öfluga sjóði, mjög öfluga sjóði. Þannig að þeir eru vel í stakk búnir til að takast á við ýmislegt," segir formaður VR. Verkbanni hafði nánast ekki verið beitt í áratugi þegar Samtök atvinnulífsins boðuðu verkbann í harðri deilu við Eflingu í byrjun síðasta árs. Það varð til þess að hnúturinn í þeirri deilu hertist enn frekar. Sigríður Margrét segir vinnulöggjöfina samhverfa varðandi vinnustöðvanir. „Á nákvæmlega sama hátt og stéttarfélögin geta boðað til verkfalla til að þrýsta á um sínar kröfur, geta Samtök atvinnulífsins boðað til verkbanns til þess einmitt að þrýsta á um sínar kröfur,“ sagði Sigríður Margrét. Nú skipti máli að nýta einstakt tækifæri til að ná efnahagslegun stöðugleika. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu VR félaga um verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli liggur fyrir á hádegi á fimmtudag. „Það er ljóst miðað við þátttökuna í atkvæðagreiðslunni hjá okkur að hún er gríðarlega góð. Það voru yfir 90 prósent búin að greiða atkvæði núna í morgun. Þá var atkvæðagreiðslan búin að standa í rúman sólarhring. Þannig að mér finnst það benda til að fólkið uppi á velli er tilbúið til að standa þétt á bakvið sínar kröfur og sínar aðgerðir,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag ASÍ Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. 12. mars 2024 12:30 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Fleiri fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sjá meira
„Þetta eru ofsafengin viðbrögð svo vægt sé til orða tekið miðað við þær hófstilltu kröfur sem við höfum sett fram gagnvart 150 manna hópi uppi á Keflavíkurflugvelli. Sem vinnur á lágmarks kjörum,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR skömmu eftir að hafa komist að því í fjölmiðlum að SA hygðist boða til verkbanns. Hér má sjá hvernig verkfallsaðgerðir VR myndu dreifast í aðdraganda páska, yfir páskana og eftir páska.Grafík/Sara Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta eðlileg viðbrögð að hálfu samtakanna. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir verkbannið vera varnaraðgerð.Stöð 2/Arnar „Þetta eru auðvitað fyrst og fremst varnaraðgerð að okkar hálfu til að mæta þeim fyrirhuguðu verkföllum sem VR hefur boðað vegna þeirra kjaraviðræðna sem eru í gangi hérna. Við erum með þessu að setja þrýsting á forystu VR til að ljúka þessum kjaraviðræðum hratt og vel. Sem ég veit að við eigum að geta gert,“ sagði Sigríður Margrét um miðjan dag í dag. „Það veltur auðvitað allt á því að við náum samningum. Við teljum okkur enn þá vera í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Ég veit ekki til þess að þeirra viðhorf hafi breyst hvað það varðar,“ sagði Ragnar Þór. Verkfallsaðgerðir VR sem eiga að hefjast helgina fyrir páska og halda svo áfram með hléum í páskavikunni og dagana þar á eftir, hefðu mikil áhrif á áætlanir Icelandair. Flug hjá þúsundum farþega flugfélagsins og annarra félaga sem Icelandair þjónustar, sem og útflutningur á fiski og öðrum vörum myndu raskast. Verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi síðan senda þúsundir og jafnvel tugþúsundir skrifstofufólks heim án launa og án réttar til atvinnuleysisbóta. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðbrögð SA með verkbanni vera ofsafengin.Vísir/Vilhelm „Við erum með mjög öfluga sjóði, mjög öfluga sjóði. Þannig að þeir eru vel í stakk búnir til að takast á við ýmislegt," segir formaður VR. Verkbanni hafði nánast ekki verið beitt í áratugi þegar Samtök atvinnulífsins boðuðu verkbann í harðri deilu við Eflingu í byrjun síðasta árs. Það varð til þess að hnúturinn í þeirri deilu hertist enn frekar. Sigríður Margrét segir vinnulöggjöfina samhverfa varðandi vinnustöðvanir. „Á nákvæmlega sama hátt og stéttarfélögin geta boðað til verkfalla til að þrýsta á um sínar kröfur, geta Samtök atvinnulífsins boðað til verkbanns til þess einmitt að þrýsta á um sínar kröfur,“ sagði Sigríður Margrét. Nú skipti máli að nýta einstakt tækifæri til að ná efnahagslegun stöðugleika. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu VR félaga um verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli liggur fyrir á hádegi á fimmtudag. „Það er ljóst miðað við þátttökuna í atkvæðagreiðslunni hjá okkur að hún er gríðarlega góð. Það voru yfir 90 prósent búin að greiða atkvæði núna í morgun. Þá var atkvæðagreiðslan búin að standa í rúman sólarhring. Þannig að mér finnst það benda til að fólkið uppi á velli er tilbúið til að standa þétt á bakvið sínar kröfur og sínar aðgerðir,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag ASÍ Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. 12. mars 2024 12:30 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Fleiri fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sjá meira
Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06
„Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28
Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. 12. mars 2024 12:30
Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25
Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31