Fyrst og fremst varnaraðgerð Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 12. mars 2024 16:06 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er yfirvofandi verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði skömmu eftir tilkynningu SA að um ofsafengin viðbrögð við raunhæfum kröfum VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir boðun vinnibanns fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA til þess að mæta fyrirhöguðum verkföllum, sem VR hefur boðað vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. „Við erum með þessu að setja þrýsting á forystu VR til að ljúka þessum kjaraviðræðum hratt og vel. Sem ég veit að við eigum að geta gert,“ segir Sigríður Margrét. Fréttamaður ræddi við hana í Karphúsinu síðdegis. Ekki til marks um aukna hörku Afar sjaldgæft er að vinnubanni sé beitt í kjaradeilum. Því var hótað í upphafi síðasta árs en ekki kom til framkvæmdar. Einhverjir áratugir eru síðan vinnubann var framkvæmt. Er þetta til marks um að harka í samningaviðræðum og kjaraviðræðum sé að aukast? „Ég held alls ekki. En staðreyndin er hins vegar sú að þegar kemur að vinnulöggjöfinni þá er hún samhverf hvað varðar vinnustöðvanir. Á nákvæmlega sama hátt og stéttarfélög geta boðað til verkfalla til að þrýsta á um sínar kröfur, geta Samtök atvinnulífsins boðað til verkbanns þess einmitt að þrýsta á um sínar kröfur og í þessu tilfelli þá skiptir mjög miklu máli að við nýtum þetta einstaka tækifæri sem við höfum til að ná efnahagslegum stöðugleika. Þess vegna erum við að setja þennan þrýsting á forystu VR til að ljúka málum.“ Sjálfsagt að semja um sérstakar kröfur Sem áður segir stendur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna á Keflavíkurflugvelli helst í vegi fyrir samningum. Er hægt að semja um eitthvað varðandi kröfur VR uppi á Keflavíkurflugvelli eða hafnið þið þeim alfarið? „Að sjálfsögðu er hægt að semja um tiltekin atriði og tiltekna þætti sem snúa að sérstökum kröfum viðsemjanda okkar, sem lúta að starfsmönnum upp á Keflavíkurflugvelli. Það er svo sannarlega þannig. En varðandi launastefnuna sjálfa, sem við höfum markað, þá munum við svo sannarlega fylgja henni eftir.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira
Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er yfirvofandi verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði skömmu eftir tilkynningu SA að um ofsafengin viðbrögð við raunhæfum kröfum VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir boðun vinnibanns fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA til þess að mæta fyrirhöguðum verkföllum, sem VR hefur boðað vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. „Við erum með þessu að setja þrýsting á forystu VR til að ljúka þessum kjaraviðræðum hratt og vel. Sem ég veit að við eigum að geta gert,“ segir Sigríður Margrét. Fréttamaður ræddi við hana í Karphúsinu síðdegis. Ekki til marks um aukna hörku Afar sjaldgæft er að vinnubanni sé beitt í kjaradeilum. Því var hótað í upphafi síðasta árs en ekki kom til framkvæmdar. Einhverjir áratugir eru síðan vinnubann var framkvæmt. Er þetta til marks um að harka í samningaviðræðum og kjaraviðræðum sé að aukast? „Ég held alls ekki. En staðreyndin er hins vegar sú að þegar kemur að vinnulöggjöfinni þá er hún samhverf hvað varðar vinnustöðvanir. Á nákvæmlega sama hátt og stéttarfélög geta boðað til verkfalla til að þrýsta á um sínar kröfur, geta Samtök atvinnulífsins boðað til verkbanns þess einmitt að þrýsta á um sínar kröfur og í þessu tilfelli þá skiptir mjög miklu máli að við nýtum þetta einstaka tækifæri sem við höfum til að ná efnahagslegum stöðugleika. Þess vegna erum við að setja þennan þrýsting á forystu VR til að ljúka málum.“ Sjálfsagt að semja um sérstakar kröfur Sem áður segir stendur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna á Keflavíkurflugvelli helst í vegi fyrir samningum. Er hægt að semja um eitthvað varðandi kröfur VR uppi á Keflavíkurflugvelli eða hafnið þið þeim alfarið? „Að sjálfsögðu er hægt að semja um tiltekin atriði og tiltekna þætti sem snúa að sérstökum kröfum viðsemjanda okkar, sem lúta að starfsmönnum upp á Keflavíkurflugvelli. Það er svo sannarlega þannig. En varðandi launastefnuna sjálfa, sem við höfum markað, þá munum við svo sannarlega fylgja henni eftir.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira