Besta sætið: Engar afsakanir lengur hjá Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2024 09:00 Valur mætir ÍA í 1. umferð Bestu deildar karla sunnudaginn 7. apríl. vísir/hulda margrét Ekkert annað en Íslandsmeistaratitill kemur til greina hjá Valsmönnum í sumar. Þetta segja Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson. Atli Viðar og Baldur voru gestir í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem fjallað var um Bestu deild karla. Valur endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, á því fyrsta undir stjórn Arnars Grétarssonar, en stefnir á að stíga stærsta skrefið í sumar og verða Íslandsmeistarar. Og ekkert annað er í boði fyrir lið með þennan leikmannahóp. „Þetta er annar séns og í raun lokaséns fyrir þetta lið til að vinna því þessu er púslað saman til að ná árangri strax. Auðvitað eru þeir með allt til alls. Þetta er frábærlega mannað lið. Það eru í raun engar afsakanir lengur. Þetta lið þarf að ná árangri og sækja titil,“ sagði Atli Viðar. „Mér fannst það mjög áhugavert að í þættinum hans Baldurs [Lengsta undirbúningstímabil í heimi] er Arnar Grétarsson mjög hreinskilinn með það að hann langar í titil og vantar titil. Það að hann hafi minnst á það er áhugavert. Það er í raun ekkert en titill sem kemur til greina á Hlíðarenda.“ Vantar varnarmiðjumann Hlynur Freyr Karlsson átti stórgott tímabil með Val í fyrra en er farinn til Haugasunds í Noregi. Valsmenn seldu einnig Birki Heimisson til Þórs, Haukur Páll Sigurðsson er hættur og eru þunnskipaðir í stöðu aftasta miðjumanns. „Þeir eru 3-0 undir í þessari stöðu. Við skulum gefa Hauki Páli virðingu, hann er hættur og hefur verið þeirra besti maður í þessari stöðu í hundrað ár,“ sagði Baldur. „Þetta er áhyggjuefnið. Það er búið að ræða þetta í allan vetur. Þá er búið að vanta þetta lengi og sérstaklega eftir að Birkir fór, þá urðu raddirnar enn háværari. Ef Gylfi [Þór Sigurðsson] kemur - sem væri frábært fyrir Val og deildina - er fjármagnið þá búið? Ætla þeir þá að gera það besta með þeim miðjumönnum sem þeir eru með?“ Baldur sagði að Arnar gæti einnig notað Elfar Frey Helgason á miðjunni sem og Jakob Franz Pálsson sem lék með KR í fyrra. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Atli Viðar og Baldur voru gestir í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem fjallað var um Bestu deild karla. Valur endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, á því fyrsta undir stjórn Arnars Grétarssonar, en stefnir á að stíga stærsta skrefið í sumar og verða Íslandsmeistarar. Og ekkert annað er í boði fyrir lið með þennan leikmannahóp. „Þetta er annar séns og í raun lokaséns fyrir þetta lið til að vinna því þessu er púslað saman til að ná árangri strax. Auðvitað eru þeir með allt til alls. Þetta er frábærlega mannað lið. Það eru í raun engar afsakanir lengur. Þetta lið þarf að ná árangri og sækja titil,“ sagði Atli Viðar. „Mér fannst það mjög áhugavert að í þættinum hans Baldurs [Lengsta undirbúningstímabil í heimi] er Arnar Grétarsson mjög hreinskilinn með það að hann langar í titil og vantar titil. Það að hann hafi minnst á það er áhugavert. Það er í raun ekkert en titill sem kemur til greina á Hlíðarenda.“ Vantar varnarmiðjumann Hlynur Freyr Karlsson átti stórgott tímabil með Val í fyrra en er farinn til Haugasunds í Noregi. Valsmenn seldu einnig Birki Heimisson til Þórs, Haukur Páll Sigurðsson er hættur og eru þunnskipaðir í stöðu aftasta miðjumanns. „Þeir eru 3-0 undir í þessari stöðu. Við skulum gefa Hauki Páli virðingu, hann er hættur og hefur verið þeirra besti maður í þessari stöðu í hundrað ár,“ sagði Baldur. „Þetta er áhyggjuefnið. Það er búið að ræða þetta í allan vetur. Þá er búið að vanta þetta lengi og sérstaklega eftir að Birkir fór, þá urðu raddirnar enn háværari. Ef Gylfi [Þór Sigurðsson] kemur - sem væri frábært fyrir Val og deildina - er fjármagnið þá búið? Ætla þeir þá að gera það besta með þeim miðjumönnum sem þeir eru með?“ Baldur sagði að Arnar gæti einnig notað Elfar Frey Helgason á miðjunni sem og Jakob Franz Pálsson sem lék með KR í fyrra. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira