TF Besta á suðrænar slóðir: Ekki vildu allir fara um borð Aron Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 10:00 Opnuð hefur verið loftbrú fyrir TF-Besta yfir til Spánar Vísir Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Ekki fara þó öll lið Bestu deildar kvenna erlendis í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Einu liði hentaði ekki að fara núna, öðru stóð það til boða en ákvað að fara ekki. Þau sem fara þó út halda til Spánar. Þór/KA: 5. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Jóhann K. Gunnarsson Norðankonur ætla að halda til Kanaríeyja. Þar mun lið Þór/KA, sem endaði í 5.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, dvelja á Koala Garden sem er afar hentugt þar sem að æfingasvæði liðsins verður við hlið dvalarstaðarins. Mun án efa fara vel um lið Þór/KA á Koala Gardan á Kanaríeyjum Þór/KA hefur farið með himinskautum í Lengjubikarnum undanfarnar vikur þar sem liðið hefur unnið alla sína leiki og því ætti mórallinn innan leikmannahópsins að vera orðinn ansi góður nú þegar. Valur: 1. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Pétur Pétursson Íslandsmeistarar Vals munu yfir sex daga tímabil stilla sig saman á Campoamor á Spáni og undirbúa sig fyrir titilvörnina. Það styttist í að Valskonur hefji titilvörn sína í Bestu deildinniVísir/Díego FH: 6. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Hlynur Svan Eiríksson Lið svarthvíta liðsins í Hafnarfirði, FH, mun ekki fara út í æfingaferð erlendis fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. Í svari frá Davíð Þór Viðarssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá FH, segir að liðinu hafi staðið það til boða en að það hafi ákveðið að fara ekki. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Stjarnan: 4. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Kristján Guðmundsson Lið Stjörnunnar í Bestu deild kvenna ætlar að fara sömu leið og karlalið ÍA og Vestra hvað æfingaferð varðar. Stjarnan heldur til Íslendingaeyjunnar Tenerife um miðbik aprílmánaðar og mun þar dvelja á Hotel Jardín Caleta. Þar munu án efa nokkrir Íslendingar verða á þeirra vegi. Stjarnan mun dvelja á Hotel Jardín Caleta á Íslendingaeyjunni Tenerife Breiðablik: 2. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Nik Chamberlain Liðið sem endaði í 2.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, Breiðablik, mun ekki fara í æfingaferð út fyrir landsteinana fyrir þetta tímabil. Í svari frá félaginu segir að æfingaferð hafi ekki hentað á þessum tímapunkti. Liðið hafi skipt um þjálfara, inn var fenginn Nik Chamberlain frá Þrótti, og það hafi því miður ekki fundist tími sem hentaði hópnum og passaði inn í æfingaáætlarnir liðsins. Keflavík: 8. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Jonathan Ricardo Glenn Eftir upp og niður tímabil í fyrra, sem endaði með því að liðið endaði í 8. sæti Bestu deildarinnar, mun lið Keflavíkur stilla saman strengi á Salou á Spáni, rétt sunnan við Barcelona, fyrir komandi tímabil. Þar munu Suðurnesjakonur dvelja yfir viku tímabil. Salou rétt sunnan við Barcelona. Þar mun lið Keflavíkur dvelja í æfingarferð sinni Tindastóll: 7. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Halldór Jón Sigurðsson Lið Tindastóls kom inn sem nýliði í Bestu deildina á síðasta tímabili og endaði í sjöunda sæti og munu stefna að því að gera betur í ár. Sem liður í undirbúningi fyrir það ætlar liðið að halda til Campoamor á Torrevieja svæðinu á austurhluta Spánar. Fylkir: 2. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili - Þjálfari: Gunnar M. Jónsson Og líkt og Valskonur og lið Tindastóls mun lið Fylkis einnig dvelja á Hotel Campoamor á Torrevieja svæðinu yfir sjö daga tímabil. Fylkir kemur inn sem nýliði í deildina þetta tímabilið eftir að hafa háð harða baráttu við lið Víkings Reykjavíkur um toppsæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili. Hotel Golf Campoamor. Dvalarstaður Fylkis Þróttur R: 3. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Ólafur Kristjánsson Líkt og Breiðablik og FH mun lið Þróttar Reykjavíkur ekki halda út í æfingaferð fyrir komandi tímabil. Þróttur er að halda inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn hins reynslumikla Ólafs Kristjánssonar sem tók við þjálfarastöðunni af Nik Chamberlain sem hélt yfir til Breiðabliks. Þróttur endaði í 3.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Víkingur R: 1. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili - Þjálfari: John Andrews Spútniklið síðasta tímabils. Lið ríkjandi bikarmeistarar Víkings Reykjavíkur halda, eftir nokkra daga, út til Salou á austurströnd Spánar. Þar munu Víkingskonur dvelja yfir viku tímabil á Cambrils Park og stilla strengi enn betur saman fyrir sitt fyrsta tímabil í efstu deild í langan tíma. Víkingur bar sigur úr býtum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili. Cambrils Park á Salou Besta deild kvenna Tengdar fréttir TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingarferð, halda út til Spánar þetta árið. 11. mars 2024 09:01 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Þór/KA: 5. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Jóhann K. Gunnarsson Norðankonur ætla að halda til Kanaríeyja. Þar mun lið Þór/KA, sem endaði í 5.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, dvelja á Koala Garden sem er afar hentugt þar sem að æfingasvæði liðsins verður við hlið dvalarstaðarins. Mun án efa fara vel um lið Þór/KA á Koala Gardan á Kanaríeyjum Þór/KA hefur farið með himinskautum í Lengjubikarnum undanfarnar vikur þar sem liðið hefur unnið alla sína leiki og því ætti mórallinn innan leikmannahópsins að vera orðinn ansi góður nú þegar. Valur: 1. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Pétur Pétursson Íslandsmeistarar Vals munu yfir sex daga tímabil stilla sig saman á Campoamor á Spáni og undirbúa sig fyrir titilvörnina. Það styttist í að Valskonur hefji titilvörn sína í Bestu deildinniVísir/Díego FH: 6. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Hlynur Svan Eiríksson Lið svarthvíta liðsins í Hafnarfirði, FH, mun ekki fara út í æfingaferð erlendis fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. Í svari frá Davíð Þór Viðarssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá FH, segir að liðinu hafi staðið það til boða en að það hafi ákveðið að fara ekki. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Stjarnan: 4. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Kristján Guðmundsson Lið Stjörnunnar í Bestu deild kvenna ætlar að fara sömu leið og karlalið ÍA og Vestra hvað æfingaferð varðar. Stjarnan heldur til Íslendingaeyjunnar Tenerife um miðbik aprílmánaðar og mun þar dvelja á Hotel Jardín Caleta. Þar munu án efa nokkrir Íslendingar verða á þeirra vegi. Stjarnan mun dvelja á Hotel Jardín Caleta á Íslendingaeyjunni Tenerife Breiðablik: 2. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Nik Chamberlain Liðið sem endaði í 2.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, Breiðablik, mun ekki fara í æfingaferð út fyrir landsteinana fyrir þetta tímabil. Í svari frá félaginu segir að æfingaferð hafi ekki hentað á þessum tímapunkti. Liðið hafi skipt um þjálfara, inn var fenginn Nik Chamberlain frá Þrótti, og það hafi því miður ekki fundist tími sem hentaði hópnum og passaði inn í æfingaáætlarnir liðsins. Keflavík: 8. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Jonathan Ricardo Glenn Eftir upp og niður tímabil í fyrra, sem endaði með því að liðið endaði í 8. sæti Bestu deildarinnar, mun lið Keflavíkur stilla saman strengi á Salou á Spáni, rétt sunnan við Barcelona, fyrir komandi tímabil. Þar munu Suðurnesjakonur dvelja yfir viku tímabil. Salou rétt sunnan við Barcelona. Þar mun lið Keflavíkur dvelja í æfingarferð sinni Tindastóll: 7. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Halldór Jón Sigurðsson Lið Tindastóls kom inn sem nýliði í Bestu deildina á síðasta tímabili og endaði í sjöunda sæti og munu stefna að því að gera betur í ár. Sem liður í undirbúningi fyrir það ætlar liðið að halda til Campoamor á Torrevieja svæðinu á austurhluta Spánar. Fylkir: 2. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili - Þjálfari: Gunnar M. Jónsson Og líkt og Valskonur og lið Tindastóls mun lið Fylkis einnig dvelja á Hotel Campoamor á Torrevieja svæðinu yfir sjö daga tímabil. Fylkir kemur inn sem nýliði í deildina þetta tímabilið eftir að hafa háð harða baráttu við lið Víkings Reykjavíkur um toppsæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili. Hotel Golf Campoamor. Dvalarstaður Fylkis Þróttur R: 3. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Ólafur Kristjánsson Líkt og Breiðablik og FH mun lið Þróttar Reykjavíkur ekki halda út í æfingaferð fyrir komandi tímabil. Þróttur er að halda inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn hins reynslumikla Ólafs Kristjánssonar sem tók við þjálfarastöðunni af Nik Chamberlain sem hélt yfir til Breiðabliks. Þróttur endaði í 3.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Víkingur R: 1. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili - Þjálfari: John Andrews Spútniklið síðasta tímabils. Lið ríkjandi bikarmeistarar Víkings Reykjavíkur halda, eftir nokkra daga, út til Salou á austurströnd Spánar. Þar munu Víkingskonur dvelja yfir viku tímabil á Cambrils Park og stilla strengi enn betur saman fyrir sitt fyrsta tímabil í efstu deild í langan tíma. Víkingur bar sigur úr býtum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili. Cambrils Park á Salou
Besta deild kvenna Tengdar fréttir TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingarferð, halda út til Spánar þetta árið. 11. mars 2024 09:01 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingarferð, halda út til Spánar þetta árið. 11. mars 2024 09:01