Tónlist

Elíta ís­lenska rappsins tryllti lýðinn í Iðnó

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Það var mikil stemning á útgáfutónleikum Ízleifs síðastliðið föstudagskvöld.
Það var mikil stemning á útgáfutónleikum Ízleifs síðastliðið föstudagskvöld. Markús Orri

„Þetta var bara ótrúlegt kvöld og fór alveg vonum framar,“ segir tónlistarmaðurinn og rapparinn Ízleifur. Hann stóð fyrir stöppuðum útgáfutónleikum í Iðnó síðastliðið föstudagskvöld þar sem úrvalslið rappara steig á svið með honum.

„Þessi plata er búin að vera svo lengi í bígerð og það að sjá fólk taka svona vel í hana og í kjölfarið upplifa tónleikana er ótrúleg tilfinning. Mig langar bara að segja takk kærlega allir fyrir að koma og takk allir frábæru gestirnir sem komu og spiluðu með mér,“ bætir Ízleifur við.

Var um að ræða útgáfutónleikar plötunnar Þetta er Ízleifur en uppselt var á viðburðinn og komust færri að en vildu.

„Upphitun var í höndum rapparans Big Joe og hins eina sanna Sturlu Atlas. Einnig stigu GDRN, Yung Nigo, ISSI, Birnir, Joey Christ og Daniil á svið með Ízleifi.

Beðið var eftir fyrstu plötu tónlistarmannsins með eftirvæntingu og hafa viðtökurnar verið eftir því,“ segir í fréttatilkynningu.

Ízleifur, sem heitir réttu nafni Ísleifur Eldur Illugason, vann að plötunni nú í rúm þrjú ár og hefur um hríð verið einn afkastamesti pródusent íslensku rappsenunnar.

„Setur platan fortíð íslensku hiphop senunnar í mikið samhengi samhliða því að leggja leiðarsteina í átt að framtíðinni. 

Platan er gefin út af plötuútgáfufyrirtæki Priksins, Sticky. Viðburðurinn markar einnig ákveðin tímamót fyrir viðburðarhald undir hatti Priksins, utan þeirra rýmis.“

Það er svo ýmislegt á döfinni hjá Ízleifi:

„Nú tekur bara við er gigg törn, nóg um að vera og ég mun spila um allt land. Svo er það bara að hella sér aftur í stúdíoið og vinna í nýju stöffi.“

Hér má sjá nokkrar myndir frá kvöldinu: 

Ungstirnið Danjel flutti lagið SWAGGED OUT. Markús Orri
Það var mikið líf og fjör í Iðnó á föstudaginn. Markús Orri
Ízleifur hlakkar til komandi tíma. Markús Orri
Rapparinn Joey Christ tók lagið. Óli Þorbjörn Guðbjartsson
Tónlistargyðjan GDRN var meðal þeirra sem fram komu. Óli Þorbjörn Guðbjartsson
Ungi rapparinn Daniil lét sig ekki vanta á sviðið. Óli Þorbjörn Guðbjartsson
Ízleifur var í essinu sínu á föstudaginn. Markús Orri
Birnir var í góðum gír á sviðinu. Óli Þorbjörn Guðbjartsson
Tónleikagestir nutu íslenska rappsins í Iðnó. Markús Orri

Tengdar fréttir

Ferskur andblær í hlustunarpartýi Ízleifs

Beðið er eftir fyrstu plötu tónlistarmannsins Ízleifs með eftirvæntingu. Ízleifur, sem er bæði pródúsent og rappari, hélt hlustunarpartý fyrir vini og vandamenn í Þjóðleikhúsinu í vikunni. 

Segir dýpsta sannleikann koma fram í flæði

„Ég var alltaf að fela mig fyrir aftan einhvern annan í tónlistinni,“ segir Ísleifur Eldur Illugason tónlistarmaður, sem notast við listamannsnafnið Izleifur. Hann var að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag, Á Heilanum, en hefur í gegnum tíðina unnið með ýmsum tónlistarmönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×