Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala hafnar gagnrýni stjórnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. mars 2024 15:11 Gunnar Svavarsson segir áhyggjur hennar af duldum kostnaði og töfum ekki eiga við rök að styðjast. Vísir/Vilhelm Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala hafnar gagnrýni stjórnar Landspítalans og segir Landspítalann ekki hafa neitt fram að færa á meðan framkvæmdir eru „ofan í holunni.“ Á fundi stjórnar Landspítalans frá 26. janúar síðastliðnum var lögð fram bókun þar sem tekið var fram að Landspítalinn hafi ekki næga aðkomu að uppbyggingu spítalans. Þar að auki kemur fram að stjórnin telji kostnaðareftirlit með framkvæmdinni hafa brugðist sem og að fagþekkingu af rekstri og uppbyggingu sjúkrahúsa hafi skort innan verkefnisins. Gunnar segir ekki vera mikið til í þessari bókun þar sem hundruðir starfsmanna spítalans taki þátt í uppbyggingunni á hverjum degi. Þar að auki sé sérstakur ráðgjafarsamningur við Landspítalann til staðar og forstjóri Landspítalans sitji í stýrihóp. Upplýsingarnar séu til staðar Honum finnst skjóta skökku við að stjórnin hafi annars vegar áhyggjur af upplýsingagjöf og hins vegar kostnaði. Málið snúist í raun frekar um það að stjórnarmenn Landspítalans vilji komast í stjórn Nýs Landspítala eða verkefnastjórnina. „Þetta að vera að tjá sig um kostnaðarmál og slíkt og segja síðan í hinu orðinu við höfum ekki upplýsingarnar. Þessar upplýsingar eru til staðar. Landspítalinn er upplýstur um þær og fylgist vel með. Hann er ekki að bera ábyrgð á þessu,“ segir Gunnar. Hann segir að þess sé að vænta að samstarf við Landspítalann sé minna á meðan verklegum framkvæmdum stendur. Landspítalinn hafi ekkert fram að færa varðandi steypumál. Samt sem áður hafi Landspítalinn komið mikið að á hönnunarstigi, forhönnunarstigi og muni koma mikið að við yfirtöku bygginganna. „Hann hefur mikið fram að færa varðandi tækjamál og hugbúnaðarmál, upplýsingakerfin og allar tengingar. En á meðan við erum ofan í holunni þá hefur hann eðlilega ekkert fram að færa,“ segir Gunnar. Innri starfsemin það sem skiptir máli Hann segir einnig að það vanti að Landspítalinn segi sínu fólki og þjóðinni allri frá því sem muni gerast inni í húsinu. Það sé það sem skipti mestu máli. „Ég hef stundum sagt eins og með skólabyggingar og þetta. Húsið er eitt, göturnar eru eitt, tengigangarnir eru eitt og jafnvel tæki eru eitt. en það er innri starfsemin. Það er hún sem skiptir auðvitað máli. Þar er að verða ótrúlega mikil breyting til framtiðar,“ segir Gunnar. Gunnar segir Landspítala koma að uppbyggingu þar sem það á við.Vísir/Vilhelm Hann bendir á sjúkrahótelið við Hringbraut sem var tekið í notkun árið 2019. Áður en sjúkrahótelið kom til sögunnar hafi ekki verið hægt að hýsa nema lítið brot þess hóps sem hefði á slíkri þjónustu að halda. „Það eru 75 herbergi, þau eru fullnýtt allan daginn. Og þetta er mjög mikið landsbyggðin sem er að koma. Þetta eru konur sem eru að bíða eftir fæðingum út af því að það er kannski ekki hægt á þeirra stað. Þetta eru fjölskyldur sem eiga börn inni á barnaspítalanum,“ segir Gunnar. Staðlausar áhyggjur Gunnar segir jafnframt bókaðar áhyggjur stjórnarinnar af „óhóflegri frestun“ og „duldum framtíðarkostnaði“ ekki eiga við rök að styðjast. „Auðvitað einskorðast allar tölur við þau verkefni sem eru sett af stað. Þetta gerist á formlegan hátt, samanber lögin, og það má vel vera að stjórnin hafi af þessu áhyggjur en á sama tíma segir hún: „Okkur vantar upplýsingar.“ Ég held að það sé það sem Landspítalinn þarf að fara að gera er að taka upplýsingarnar frá okkur og koma þeim til þessar ágætu stjórnar.“ Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Á fundi stjórnar Landspítalans frá 26. janúar síðastliðnum var lögð fram bókun þar sem tekið var fram að Landspítalinn hafi ekki næga aðkomu að uppbyggingu spítalans. Þar að auki kemur fram að stjórnin telji kostnaðareftirlit með framkvæmdinni hafa brugðist sem og að fagþekkingu af rekstri og uppbyggingu sjúkrahúsa hafi skort innan verkefnisins. Gunnar segir ekki vera mikið til í þessari bókun þar sem hundruðir starfsmanna spítalans taki þátt í uppbyggingunni á hverjum degi. Þar að auki sé sérstakur ráðgjafarsamningur við Landspítalann til staðar og forstjóri Landspítalans sitji í stýrihóp. Upplýsingarnar séu til staðar Honum finnst skjóta skökku við að stjórnin hafi annars vegar áhyggjur af upplýsingagjöf og hins vegar kostnaði. Málið snúist í raun frekar um það að stjórnarmenn Landspítalans vilji komast í stjórn Nýs Landspítala eða verkefnastjórnina. „Þetta að vera að tjá sig um kostnaðarmál og slíkt og segja síðan í hinu orðinu við höfum ekki upplýsingarnar. Þessar upplýsingar eru til staðar. Landspítalinn er upplýstur um þær og fylgist vel með. Hann er ekki að bera ábyrgð á þessu,“ segir Gunnar. Hann segir að þess sé að vænta að samstarf við Landspítalann sé minna á meðan verklegum framkvæmdum stendur. Landspítalinn hafi ekkert fram að færa varðandi steypumál. Samt sem áður hafi Landspítalinn komið mikið að á hönnunarstigi, forhönnunarstigi og muni koma mikið að við yfirtöku bygginganna. „Hann hefur mikið fram að færa varðandi tækjamál og hugbúnaðarmál, upplýsingakerfin og allar tengingar. En á meðan við erum ofan í holunni þá hefur hann eðlilega ekkert fram að færa,“ segir Gunnar. Innri starfsemin það sem skiptir máli Hann segir einnig að það vanti að Landspítalinn segi sínu fólki og þjóðinni allri frá því sem muni gerast inni í húsinu. Það sé það sem skipti mestu máli. „Ég hef stundum sagt eins og með skólabyggingar og þetta. Húsið er eitt, göturnar eru eitt, tengigangarnir eru eitt og jafnvel tæki eru eitt. en það er innri starfsemin. Það er hún sem skiptir auðvitað máli. Þar er að verða ótrúlega mikil breyting til framtiðar,“ segir Gunnar. Gunnar segir Landspítala koma að uppbyggingu þar sem það á við.Vísir/Vilhelm Hann bendir á sjúkrahótelið við Hringbraut sem var tekið í notkun árið 2019. Áður en sjúkrahótelið kom til sögunnar hafi ekki verið hægt að hýsa nema lítið brot þess hóps sem hefði á slíkri þjónustu að halda. „Það eru 75 herbergi, þau eru fullnýtt allan daginn. Og þetta er mjög mikið landsbyggðin sem er að koma. Þetta eru konur sem eru að bíða eftir fæðingum út af því að það er kannski ekki hægt á þeirra stað. Þetta eru fjölskyldur sem eiga börn inni á barnaspítalanum,“ segir Gunnar. Staðlausar áhyggjur Gunnar segir jafnframt bókaðar áhyggjur stjórnarinnar af „óhóflegri frestun“ og „duldum framtíðarkostnaði“ ekki eiga við rök að styðjast. „Auðvitað einskorðast allar tölur við þau verkefni sem eru sett af stað. Þetta gerist á formlegan hátt, samanber lögin, og það má vel vera að stjórnin hafi af þessu áhyggjur en á sama tíma segir hún: „Okkur vantar upplýsingar.“ Ég held að það sé það sem Landspítalinn þarf að fara að gera er að taka upplýsingarnar frá okkur og koma þeim til þessar ágætu stjórnar.“
Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði