Real ekki í vandræðum með drengina hans Benitez Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2024 19:45 Vinícius Júnior braut ísinn. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Real Madríd vann Celta Vigo 4-0 í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Rafa Benítez, fyrrverandi þjálfari Liverpool og Real Madríd meðal annars, stýrir nú Celta Vigo. Vinícius Júnior kom Real yfir um miðbik fyrri hálfleiks og leiddu heimamenn með einu marki þegar gengið var til búningsherbergja. Real gekk illa að ganga frá leiknum en annað markið kom ekki fyrr en á 79. mínútu leiksins. Vicente Guaita, markvörður Celta Vigo, fékk boltann í sig eftir að skalli Antonio Rüdiger fór í slánna. Þaðan fór boltinn í netið og staðan orðin 2-0. Carlos Dominguez, leikmaður Celta Vigo, varð svo einnig fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar skammt var til leiksloka. Hann stýrði þá fyrirgjöf í eigið net og staðan orðin 3-0 Real í vil. Hinn 19 ára gamli Arda Güler bætti svo fjórða markinu við í uppbótartíma. Real er nú með sjö stiga forystu á toppi La Liga. Girona er í 2. sæti með 62 stig og Barcelona er sæti neðar með stigi minna. Fótbolti Spænski boltinn
Real Madríd vann Celta Vigo 4-0 í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Rafa Benítez, fyrrverandi þjálfari Liverpool og Real Madríd meðal annars, stýrir nú Celta Vigo. Vinícius Júnior kom Real yfir um miðbik fyrri hálfleiks og leiddu heimamenn með einu marki þegar gengið var til búningsherbergja. Real gekk illa að ganga frá leiknum en annað markið kom ekki fyrr en á 79. mínútu leiksins. Vicente Guaita, markvörður Celta Vigo, fékk boltann í sig eftir að skalli Antonio Rüdiger fór í slánna. Þaðan fór boltinn í netið og staðan orðin 2-0. Carlos Dominguez, leikmaður Celta Vigo, varð svo einnig fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar skammt var til leiksloka. Hann stýrði þá fyrirgjöf í eigið net og staðan orðin 3-0 Real í vil. Hinn 19 ára gamli Arda Güler bætti svo fjórða markinu við í uppbótartíma. Real er nú með sjö stiga forystu á toppi La Liga. Girona er í 2. sæti með 62 stig og Barcelona er sæti neðar með stigi minna.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti