Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2024 11:41 Slökkvistarfi lauk um klukkan eitt í nótt. Jakub Kopecký Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. Eldur kviknaði í Hafnartúnshúsinu á áttunda tímanum í gærkvöldi og var allt tiltækt slökkvilið kallað til. Húsið stendur við suðurenda nýja miðbæjarins á Selfossi og stóð til að byggja það upp á næstu árum. Útkall barst Brunavörnum Árnessýslu rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. „Við sendum strax út stórt útkall á Selfossstöðina okkar. Slökkvistarf gekk vel, var lokið um eitt. Húsið er mjög skemmt en stendur enn uppi,“ segir Lárus Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu. „Við vorum með slökkviliðsmenn þarna til að verða þrjú í nótt. Síðasti maður var að fara þá. Síðan vaktaði lögreglan húsið.“ Húsið var byggt árið 1947 af Sigurði Ó. Ólafssyni, sem var alþingismaður Árnesinga frá 1959 til 1967. Í húsinu var kaupfélagið Höfn starfrækt en síðustu árin hefur ekki verið föst búseta í því. „Það er alltaf vont þegar svona sögufræg og merkileg hús brenna. Þetta er gamalt hús, sem var einangrað með sagi og öðru þannig að þetta geta oft reynst mjög erfiðir eldsvoðar í þessum gömlu húsum,“ segir Lárus. Íbúar Selfoss voru í gærkvöldi hvattir til að loka gluggum vegna mikils reyks sem lagði frá eldinum. „Það var talsvert mikill eldur þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á staðinn. Það tókst vel að slá á mesta eldinn í upphafi. Mikinn reyk lagði yfir Selfoss á tímabili,“ segir Lárus. Vettvangurinn hefur nú verið afhentur lögreglu til rannsóknar og er von á tilkynningu frá henni síðar í dag. Árborg Slökkvilið Tengdar fréttir Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11 „Mikil menningarverðmæti farin“ „Það stóð til að gera þetta hús upp sem hluta af nýjum miðbæ. Þetta er sögufrægt hús og þess vegna mikil menningarverðmæti farin,“ segir Leó Árnason stjórnarformaður Sigtúns sem á Gamla Hafnartúns-húsið á Selfossi, þar sem eldur kviknaði í kvöld. Slökkvistörf standa enn yfir en ljóst er að tjónið er mikið. 9. mars 2024 20:46 Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Eldur kviknaði í Hafnartúnshúsinu á áttunda tímanum í gærkvöldi og var allt tiltækt slökkvilið kallað til. Húsið stendur við suðurenda nýja miðbæjarins á Selfossi og stóð til að byggja það upp á næstu árum. Útkall barst Brunavörnum Árnessýslu rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. „Við sendum strax út stórt útkall á Selfossstöðina okkar. Slökkvistarf gekk vel, var lokið um eitt. Húsið er mjög skemmt en stendur enn uppi,“ segir Lárus Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu. „Við vorum með slökkviliðsmenn þarna til að verða þrjú í nótt. Síðasti maður var að fara þá. Síðan vaktaði lögreglan húsið.“ Húsið var byggt árið 1947 af Sigurði Ó. Ólafssyni, sem var alþingismaður Árnesinga frá 1959 til 1967. Í húsinu var kaupfélagið Höfn starfrækt en síðustu árin hefur ekki verið föst búseta í því. „Það er alltaf vont þegar svona sögufræg og merkileg hús brenna. Þetta er gamalt hús, sem var einangrað með sagi og öðru þannig að þetta geta oft reynst mjög erfiðir eldsvoðar í þessum gömlu húsum,“ segir Lárus. Íbúar Selfoss voru í gærkvöldi hvattir til að loka gluggum vegna mikils reyks sem lagði frá eldinum. „Það var talsvert mikill eldur þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á staðinn. Það tókst vel að slá á mesta eldinn í upphafi. Mikinn reyk lagði yfir Selfoss á tímabili,“ segir Lárus. Vettvangurinn hefur nú verið afhentur lögreglu til rannsóknar og er von á tilkynningu frá henni síðar í dag.
Árborg Slökkvilið Tengdar fréttir Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11 „Mikil menningarverðmæti farin“ „Það stóð til að gera þetta hús upp sem hluta af nýjum miðbæ. Þetta er sögufrægt hús og þess vegna mikil menningarverðmæti farin,“ segir Leó Árnason stjórnarformaður Sigtúns sem á Gamla Hafnartúns-húsið á Selfossi, þar sem eldur kviknaði í kvöld. Slökkvistörf standa enn yfir en ljóst er að tjónið er mikið. 9. mars 2024 20:46 Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11
„Mikil menningarverðmæti farin“ „Það stóð til að gera þetta hús upp sem hluta af nýjum miðbæ. Þetta er sögufrægt hús og þess vegna mikil menningarverðmæti farin,“ segir Leó Árnason stjórnarformaður Sigtúns sem á Gamla Hafnartúns-húsið á Selfossi, þar sem eldur kviknaði í kvöld. Slökkvistörf standa enn yfir en ljóst er að tjónið er mikið. 9. mars 2024 20:46
Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48