Mikilvægt fyrir sálrænan bata að fá góðar móttökur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2024 19:30 Rauði krossinn býðst til þess að veita öllum sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum sem var bjargað út úr Gasasvæðinu á dögunum áfallahjálp. Vísir/sigurjón Rauði krossinn býðst til þess að veita öllum sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum sem var bjargað út úr Gasasvæðinu á dögunum áfallahjálp. Sérfræðingur hjá samtökunum segir að geri megi ráð fyrir að flestir þeirra beri mörg áföll á bakinu og því sé mikilvægt fyrir sálrænan bata þeirra að Íslendingar taki vel á móti þeim. Mannúðarástandið á Gasa eftir langvarandi árásir er með versta móti. Óbreyttir borgarar hafa þurft að flýja sprengjuregn og hafist við í tjaldbúðum í nær algerum skorti á nauðsynjum. „Ég held þetta séu aðstæður sem við getum varla ímyndað okkur og sem hafa farið versnandi dag frá degi og fólk hefur þurft að flýja margoft og upplifað mögulega ýmiss konar áföll og ofbeldi og yfir langt tímabil,“ segir Sóley Ómarsdóttir sem er sérfræðingur hjá Rauða krossinum í sálfélagslegum stuðningi. „Við getum gert ráð fyrir að þau hafi ýmis áföll að baki og yfir langt tímabil og sum með áfallastreitu sem getur þróast í áfallastreituröskun, sum með flókna áfallastreitu.“ Með mörg áföll á bakinu Nú taki við langt og mögulega flókið bataferli en Rauði krossinn býður hópnum upp á sálfélagslegan stuðning. Sóley segir áfallasögu flóttafólks yfirleitt skiptast í þrjú tímabil; áföllin sem eiga sér stað áður það flýr, áföll tengd flóttanum sjálfum og svo áföll í móttökulandinu. „Það er bara svo mikilvægt fyrir sálrænan bata að móttakan sé góð og að fólk upplifi öryggi og ró í móttökulandinu og upplifi ekki of mikið mótlæti og erfiðleika og áföll hér og það virðist skipta mjög miklu máli fyrir sálrænan bata er hvernig þetta þriðja stig er, að þau komist í þetta öryggi og að þau geti farið að byggja sig upp.“ Harkaleg umræða á netinu endurspegli ekki viðhorf þjóðar Undanfarið hefur borið harkalegri umræðu á samfélagsmiðlum í garð fólks á flótta. Sóley telur þessi viðhorf almennt ekki endurspegla afstöðu þjóðarinnar, það kristallist í fjölda sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum sem vinnur með innflytjendum. Þá finnst henni einnig jákvæð viðhorf endurspeglast í því hversu hratt landsmönnum tókst að safna háum fjárhæðum í fjársöfnun Solaris samtakanna sem gekk út á það að koma dvalarleyfishöfum út af Gasa. „Við upplifum mjög mikla velvild til flóttafólks almennt og sérstaklega þessa hóps sem er aðallega konur og börn sem eru að flýja mjög erfiðar aðstæður og ég held að flestir Íslendingar hafi bara beðið með öndina í hálsinum að fá þetta fólk til Íslands.“ Í palestínska hópnum sem kom til landsins síðdegis í gær eru fjörutíu og níu börn. Sóley er ekki í nokkrum vafa um að íslensk börn muni taka vel á móti þeim. „Við sáum nú hvernig íslenskir krakkar stóðu að mótmælum fyrir önnur börn í Palestínu, svo ég hef alla trú á því að þau taki vel á móti þeim.“ Mikilvægt að fá að tilheyra Sóley var spurð hvað felst í sálfélagslegum stuðningi Rauða krossins. „Við bjóðum upp á sálfélagslegan stuðning bæði í hópastarfi, félagsstarfi og með einstaklingsviðtölum en ég minni á að það er grunnurinn í heilbrigðisþjónustu þannig að þetta er ekki meðferð. Þeir sem þurfa á áfallameðferð að halda þá fer hún fram með fagaðilum en þessi sálfélagslegi stuðningur skiptir rosalega miklu máli. Það hefur svo mikla þýðingu að tilheyra, vera í hópi þar sem þú ert velkominn og rödd þín fær að heyrast,“ segir Sóley. Nú eigi eftir að meta stöðu hópsins og verið er að skoða hvernig hægt sé að styðja hann sem best. Þau muni bjóða upp á hópastarf sem sé sérstaklega sérsniðið að þeim og með arabískumælandi sjálfboðaliðum. Hún undirstrikar að þeim verði ekki ýtt út í neitt sem þau eru ekki tilbúin í. Fyrst verði hlustað á það sem þau vilji og þurfi áður en nokkur skref eru stigin. „Mestu máli skiptir að þau komist í þessa ró og öryggi svo þau geti farið að byggja sig upp að nýju,“ segir Sóley. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32 Hjartnæmar myndir af endurfundum palestínskra fjölskyldna Á áttunda tug palestínskra flóttamanna komu í dag til landsins í dag eftir að hafa hlotið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau komu með rútu frá Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld og tóku fjölskyldur þeirra við þeim með faðmlögum, kossum og gleðitárum. 8. mars 2024 19:57 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Mannúðarástandið á Gasa eftir langvarandi árásir er með versta móti. Óbreyttir borgarar hafa þurft að flýja sprengjuregn og hafist við í tjaldbúðum í nær algerum skorti á nauðsynjum. „Ég held þetta séu aðstæður sem við getum varla ímyndað okkur og sem hafa farið versnandi dag frá degi og fólk hefur þurft að flýja margoft og upplifað mögulega ýmiss konar áföll og ofbeldi og yfir langt tímabil,“ segir Sóley Ómarsdóttir sem er sérfræðingur hjá Rauða krossinum í sálfélagslegum stuðningi. „Við getum gert ráð fyrir að þau hafi ýmis áföll að baki og yfir langt tímabil og sum með áfallastreitu sem getur þróast í áfallastreituröskun, sum með flókna áfallastreitu.“ Með mörg áföll á bakinu Nú taki við langt og mögulega flókið bataferli en Rauði krossinn býður hópnum upp á sálfélagslegan stuðning. Sóley segir áfallasögu flóttafólks yfirleitt skiptast í þrjú tímabil; áföllin sem eiga sér stað áður það flýr, áföll tengd flóttanum sjálfum og svo áföll í móttökulandinu. „Það er bara svo mikilvægt fyrir sálrænan bata að móttakan sé góð og að fólk upplifi öryggi og ró í móttökulandinu og upplifi ekki of mikið mótlæti og erfiðleika og áföll hér og það virðist skipta mjög miklu máli fyrir sálrænan bata er hvernig þetta þriðja stig er, að þau komist í þetta öryggi og að þau geti farið að byggja sig upp.“ Harkaleg umræða á netinu endurspegli ekki viðhorf þjóðar Undanfarið hefur borið harkalegri umræðu á samfélagsmiðlum í garð fólks á flótta. Sóley telur þessi viðhorf almennt ekki endurspegla afstöðu þjóðarinnar, það kristallist í fjölda sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum sem vinnur með innflytjendum. Þá finnst henni einnig jákvæð viðhorf endurspeglast í því hversu hratt landsmönnum tókst að safna háum fjárhæðum í fjársöfnun Solaris samtakanna sem gekk út á það að koma dvalarleyfishöfum út af Gasa. „Við upplifum mjög mikla velvild til flóttafólks almennt og sérstaklega þessa hóps sem er aðallega konur og börn sem eru að flýja mjög erfiðar aðstæður og ég held að flestir Íslendingar hafi bara beðið með öndina í hálsinum að fá þetta fólk til Íslands.“ Í palestínska hópnum sem kom til landsins síðdegis í gær eru fjörutíu og níu börn. Sóley er ekki í nokkrum vafa um að íslensk börn muni taka vel á móti þeim. „Við sáum nú hvernig íslenskir krakkar stóðu að mótmælum fyrir önnur börn í Palestínu, svo ég hef alla trú á því að þau taki vel á móti þeim.“ Mikilvægt að fá að tilheyra Sóley var spurð hvað felst í sálfélagslegum stuðningi Rauða krossins. „Við bjóðum upp á sálfélagslegan stuðning bæði í hópastarfi, félagsstarfi og með einstaklingsviðtölum en ég minni á að það er grunnurinn í heilbrigðisþjónustu þannig að þetta er ekki meðferð. Þeir sem þurfa á áfallameðferð að halda þá fer hún fram með fagaðilum en þessi sálfélagslegi stuðningur skiptir rosalega miklu máli. Það hefur svo mikla þýðingu að tilheyra, vera í hópi þar sem þú ert velkominn og rödd þín fær að heyrast,“ segir Sóley. Nú eigi eftir að meta stöðu hópsins og verið er að skoða hvernig hægt sé að styðja hann sem best. Þau muni bjóða upp á hópastarf sem sé sérstaklega sérsniðið að þeim og með arabískumælandi sjálfboðaliðum. Hún undirstrikar að þeim verði ekki ýtt út í neitt sem þau eru ekki tilbúin í. Fyrst verði hlustað á það sem þau vilji og þurfi áður en nokkur skref eru stigin. „Mestu máli skiptir að þau komist í þessa ró og öryggi svo þau geti farið að byggja sig upp að nýju,“ segir Sóley.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32 Hjartnæmar myndir af endurfundum palestínskra fjölskyldna Á áttunda tug palestínskra flóttamanna komu í dag til landsins í dag eftir að hafa hlotið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau komu með rútu frá Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld og tóku fjölskyldur þeirra við þeim með faðmlögum, kossum og gleðitárum. 8. mars 2024 19:57 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32
Hjartnæmar myndir af endurfundum palestínskra fjölskyldna Á áttunda tug palestínskra flóttamanna komu í dag til landsins í dag eftir að hafa hlotið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau komu með rútu frá Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld og tóku fjölskyldur þeirra við þeim með faðmlögum, kossum og gleðitárum. 8. mars 2024 19:57