Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. mars 2024 11:40 Jóhanna Guðrún segir ekkert lag hafa staðið upp úr í Söngvakeppninni um fram önnur. Sigga Ózk og Aníta hafi þó verið flottar og þá er Hera í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Vísir/Vilhelm Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. Þetta segir Jóhanna Guðrún í hlaðvarpinu Götustrákar. Tilefnið er nýleg Söngvakeppni RÚV þar sem Hera Björk hafði sigur eftir harða baráttu við Bashar Murad. Bashar var með nokkuð forskot eftir símakosningu og niðurstöðu dómaranefndar og fór í einvígið gegn Heru Björk. Þar kusu töluvert fleiri Heru og hafði hún sigur með rúmlega þrjú þúsund atkvæðum. „Þessi bráðabani ruglar rosalega í kosningunni og mér hefur fundist það undanfarin ár oft brengla kosninguna,“ segir Jóhanna Guðrún. Fyrir tveimur árum höfðu Reykjavíkurdætur forskot gegn Systrum áður en farið var í einvígið. Í einvíginu, þegar almenningi gefst kostur á að kjósa aftur, höfðu Systur betur. Sama var uppi á teningnum þegar María Ólafsdóttir hafði betur gegn Friðriki Dór Jónssyni árið 2015. „Ég væri til í að sjá þennan bráðabana bara ekki eiga sér stað. Bara ein kosning og bara lagið sem vinnur, vinnur. Vegna þess að það hefur sýnt sig, ekki bara núna heldur líka mörg önnur ár að útkoman er önnur,“ segir Jóhanna Guðrún. Einvígið var reyndar orðið nokkuð umdeilt á því herrans ári 2015, eins og lesa má um í fréttaskýringunni hér að neðan. Annars er það að frétta af sigurlagi Söngvakeppninnar að RÚV hefur enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision í ár. Frestur til að skila inn gögnum og ganga frá skráningu er til 11. mars. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 4. mars 2024 15:04 „Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17 Myndaveisla: Rafmögnuð stemning á Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppninnar fóru fram á laugardag í Laugardalshöll þar sem Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision 2024. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari með laginu Scared of Heights. 4. mars 2024 11:53 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Þetta segir Jóhanna Guðrún í hlaðvarpinu Götustrákar. Tilefnið er nýleg Söngvakeppni RÚV þar sem Hera Björk hafði sigur eftir harða baráttu við Bashar Murad. Bashar var með nokkuð forskot eftir símakosningu og niðurstöðu dómaranefndar og fór í einvígið gegn Heru Björk. Þar kusu töluvert fleiri Heru og hafði hún sigur með rúmlega þrjú þúsund atkvæðum. „Þessi bráðabani ruglar rosalega í kosningunni og mér hefur fundist það undanfarin ár oft brengla kosninguna,“ segir Jóhanna Guðrún. Fyrir tveimur árum höfðu Reykjavíkurdætur forskot gegn Systrum áður en farið var í einvígið. Í einvíginu, þegar almenningi gefst kostur á að kjósa aftur, höfðu Systur betur. Sama var uppi á teningnum þegar María Ólafsdóttir hafði betur gegn Friðriki Dór Jónssyni árið 2015. „Ég væri til í að sjá þennan bráðabana bara ekki eiga sér stað. Bara ein kosning og bara lagið sem vinnur, vinnur. Vegna þess að það hefur sýnt sig, ekki bara núna heldur líka mörg önnur ár að útkoman er önnur,“ segir Jóhanna Guðrún. Einvígið var reyndar orðið nokkuð umdeilt á því herrans ári 2015, eins og lesa má um í fréttaskýringunni hér að neðan. Annars er það að frétta af sigurlagi Söngvakeppninnar að RÚV hefur enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision í ár. Frestur til að skila inn gögnum og ganga frá skráningu er til 11. mars.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 4. mars 2024 15:04 „Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17 Myndaveisla: Rafmögnuð stemning á Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppninnar fóru fram á laugardag í Laugardalshöll þar sem Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision 2024. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari með laginu Scared of Heights. 4. mars 2024 11:53 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 4. mars 2024 15:04
„Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17
Myndaveisla: Rafmögnuð stemning á Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppninnar fóru fram á laugardag í Laugardalshöll þar sem Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision 2024. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari með laginu Scared of Heights. 4. mars 2024 11:53