Getur ekki horft á myndir af sjálfri sér frá því í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2024 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin til baka eftir erfitt ár. Það verður gaman að sjá hvort henni takist að tryggja sig inn á Ólympíuleikanna í París. @eddahannesd Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir fór í gegnum erfiða tíma á síðasta ári en hún lærði líka margt á því. Hún deilir nú ráðum fyrir fólk í svipaðri stöðu. Guðlaug Edda er í hópi þeirra níu íslensku íþróttamanna sem voru valin í Ólympíuhóp Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands en þeir eiga alla raunhæfa möguleika á því að verða meðal keppanda á Ólympíuleikunum í París í sumar. Mikið mótlæti Það er óhætt að segja að Guðlaug Edda hafi fengið vænan skammt af mótlæti síðustu ár þar sem hún þurfti að yfirvinna mjög erfið mjaðmarmeiðsli, stóra aðgerð og krefjandi endurhæfingu. Allt horfir nú til betri vegar og Guðlaug Edda er farinn að æfa að fullu á nýjan leik. Hún hefur ákveðið að gefa af sér til að hjálpa öðrum sem þurfa að yfirvinna þunga og erfiða tíma. Guðlaug Edda ákvað því að taka saman sex mikilvæg ráð sem hjálpuðu henni að komast i gegnum þessa erfiðleika á síðasta ári. Verið hikandi „Ég hef verið hikandi að tala um endurhæfinguna mína á síðasta ári af því að þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Ég hef umfram allt verið skynsöm til að geta komið mér á þann stað sem ég er á nú. Það er frábær áminning um að þú getur gert erfiða hluti og þeir þurfa ekki að brjóta þig,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég hef tekið saman ráð með því sem hjálpaði mér mest undanfarið ár og vonandi getur það hjálpað ykkur líka,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hér fyrir neðan má sjá ráðin en hún útskýrir þau líka betur í pistli sínum sem má finna allan hér fyrir neðan. 1. Umkringdu þig með fólki sem elskar þig og vill þér allt það besta. 2. Taktu skref til baka, náðu jarðtengingu og ekki trúa öllu sem þér dettur í hug. 3. Ekki gera of mikið í endurhæfingunni. 4. Gerðu hluti sem gleðja þig sjálfa. 5. Lærðu eitthvað nýtt. 6. Mikilvægast. Farðu í meðferð. Guðlaug segist einnig sjá sársaukann í augum sínum á myndum af sér frá þessum tíma. Sér sársaukann í augunum „Mig verkjar í hjartað að sjá stelpuna í fyrstu klippunni því þú getur virkilega séð sársaukann í augum hennar og þess vegna skoða ég ekki myndir frá síðasta sumri,“ skrifaði Guðlaug Edda. Myndbandið sem hún talar um sýnir hana ganga um með hækjur nýkominn úr þessari stóru aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir (@eddahannesd) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Sjá meira
Guðlaug Edda er í hópi þeirra níu íslensku íþróttamanna sem voru valin í Ólympíuhóp Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands en þeir eiga alla raunhæfa möguleika á því að verða meðal keppanda á Ólympíuleikunum í París í sumar. Mikið mótlæti Það er óhætt að segja að Guðlaug Edda hafi fengið vænan skammt af mótlæti síðustu ár þar sem hún þurfti að yfirvinna mjög erfið mjaðmarmeiðsli, stóra aðgerð og krefjandi endurhæfingu. Allt horfir nú til betri vegar og Guðlaug Edda er farinn að æfa að fullu á nýjan leik. Hún hefur ákveðið að gefa af sér til að hjálpa öðrum sem þurfa að yfirvinna þunga og erfiða tíma. Guðlaug Edda ákvað því að taka saman sex mikilvæg ráð sem hjálpuðu henni að komast i gegnum þessa erfiðleika á síðasta ári. Verið hikandi „Ég hef verið hikandi að tala um endurhæfinguna mína á síðasta ári af því að þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Ég hef umfram allt verið skynsöm til að geta komið mér á þann stað sem ég er á nú. Það er frábær áminning um að þú getur gert erfiða hluti og þeir þurfa ekki að brjóta þig,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég hef tekið saman ráð með því sem hjálpaði mér mest undanfarið ár og vonandi getur það hjálpað ykkur líka,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hér fyrir neðan má sjá ráðin en hún útskýrir þau líka betur í pistli sínum sem má finna allan hér fyrir neðan. 1. Umkringdu þig með fólki sem elskar þig og vill þér allt það besta. 2. Taktu skref til baka, náðu jarðtengingu og ekki trúa öllu sem þér dettur í hug. 3. Ekki gera of mikið í endurhæfingunni. 4. Gerðu hluti sem gleðja þig sjálfa. 5. Lærðu eitthvað nýtt. 6. Mikilvægast. Farðu í meðferð. Guðlaug segist einnig sjá sársaukann í augum sínum á myndum af sér frá þessum tíma. Sér sársaukann í augunum „Mig verkjar í hjartað að sjá stelpuna í fyrstu klippunni því þú getur virkilega séð sársaukann í augum hennar og þess vegna skoða ég ekki myndir frá síðasta sumri,“ skrifaði Guðlaug Edda. Myndbandið sem hún talar um sýnir hana ganga um með hækjur nýkominn úr þessari stóru aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir (@eddahannesd)
1. Umkringdu þig með fólki sem elskar þig og vill þér allt það besta. 2. Taktu skref til baka, náðu jarðtengingu og ekki trúa öllu sem þér dettur í hug. 3. Ekki gera of mikið í endurhæfingunni. 4. Gerðu hluti sem gleðja þig sjálfa. 5. Lærðu eitthvað nýtt. 6. Mikilvægast. Farðu í meðferð.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Sjá meira