Sigurgeir: Ekki það fallegasta en geggjuð úrslit Andri Már Eggertsson skrifar 7. mars 2024 22:48 Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Stjarnan hafði betur gegn Selfyssingum með minnsta mun í framlengdum leik 26-25. Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að hans lið muni mæta Val í úrslitum Powerade-bikarsins. „Þetta var ekki það fallegasta en þetta var geggjað. Varnarleikurinn var helvíti flottur í seinni hluta síðari hálfleiks eftir að við breyttum. En að sama skapi var erfitt hjá okkur sóknarlega og við þurfum að skoða það fyrir laugardaginn,“ sagði Sigurgeir sem var strax kominn með hugann á bikarúrslitaleikinn. Leikurinn var kaflaskiptur og að mati Sigurgeirs var leikur Stjörnunnar upp og ofan en hann var svekktastur með hvernig Stjarnan spilaði undir lok síðari hálfleiks. „Við lentum 2-3 mörkum undir og náðum að vinna það upp og komast yfir. Svona var leikurinn og þetta var sennilega skemmtilegasti undanúrslitaleikurinn í Powerade-bikarnum. Við vildum hafa þetta öruggara en þetta var geggjað svona.“ „Það vantaði klókindi hjá okkur en mér fannst við í góðum málum þegar við fórum inn í klefa fyrir framlenginguna. Við vorum að spila góða vörn en þurftum að finna lausnir sóknarlega.“ Sigurgeir var ánægður með að Stjarnan tók frumkvæðið í framlengingunni og að hans mati gerði það útslagið. „Það var gríðarlega mikilvægt. Það var ekki bara að komast tveimur mörkum yfir heldur líka þetta andlega sem kom með. Það var gríðarlega mikilvægt að byrja sterkt.“ Stjarnan mætir Val í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn en hvaða áhrif mun það hafa að Stjarnan spilaði framlengdan leik. „Ég ætla ekki að væla yfir því. Við fáum einn dag í hvíld og við ætlum að taka góða endurheimt. Það verður allt öðruvísi leikur en það er stutt síðan við spiluðum við þær og við stóðum okkur ágætlega,“ sagði Sigurgeir Jónsson að lokum Stjarnan Powerade-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
„Þetta var ekki það fallegasta en þetta var geggjað. Varnarleikurinn var helvíti flottur í seinni hluta síðari hálfleiks eftir að við breyttum. En að sama skapi var erfitt hjá okkur sóknarlega og við þurfum að skoða það fyrir laugardaginn,“ sagði Sigurgeir sem var strax kominn með hugann á bikarúrslitaleikinn. Leikurinn var kaflaskiptur og að mati Sigurgeirs var leikur Stjörnunnar upp og ofan en hann var svekktastur með hvernig Stjarnan spilaði undir lok síðari hálfleiks. „Við lentum 2-3 mörkum undir og náðum að vinna það upp og komast yfir. Svona var leikurinn og þetta var sennilega skemmtilegasti undanúrslitaleikurinn í Powerade-bikarnum. Við vildum hafa þetta öruggara en þetta var geggjað svona.“ „Það vantaði klókindi hjá okkur en mér fannst við í góðum málum þegar við fórum inn í klefa fyrir framlenginguna. Við vorum að spila góða vörn en þurftum að finna lausnir sóknarlega.“ Sigurgeir var ánægður með að Stjarnan tók frumkvæðið í framlengingunni og að hans mati gerði það útslagið. „Það var gríðarlega mikilvægt. Það var ekki bara að komast tveimur mörkum yfir heldur líka þetta andlega sem kom með. Það var gríðarlega mikilvægt að byrja sterkt.“ Stjarnan mætir Val í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn en hvaða áhrif mun það hafa að Stjarnan spilaði framlengdan leik. „Ég ætla ekki að væla yfir því. Við fáum einn dag í hvíld og við ætlum að taka góða endurheimt. Það verður allt öðruvísi leikur en það er stutt síðan við spiluðum við þær og við stóðum okkur ágætlega,“ sagði Sigurgeir Jónsson að lokum
Stjarnan Powerade-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn