Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2024 17:00 Samningar breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulfsins ná til mikils meirihluta launafólks á almenna markaðnum og leggja línurnar fyrir aðra samninga. Vísir/Vilhelm Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. Samkvæmt samningunum hækka laun árlega að lágmarki um 23.750 krónur og í hlutfalli við það upp launflokka. Almenn launahækkun er 3,25 prósent á þessu ári en 3,5 prósent á næstu þremur árum þar á eftir. Samningarnir eru afturvirkir frá 1. febrúar og aðrar hækkanir koma 1. janúar hvert ár. Þá verður desemberuppbót á þessu ári 106 þúsund krónur og hækkar um 12 þúsund krónur á samningstímanum. Orlofsuppbót tekur svipuðum breytingum og hækkar um sex þúsund krónur á samningstímanum. Orlofsdögum fjölgar Til viðbótar getur komið til greiðslu kauptaxtaauka hækki launavísitala meira en viðmiðunartaxi . Einnig getur komið til framleiðniauka á samningstímanum. Lágmarks orlof verður 25 dagar hafi starfsmaður unnið í sex mánuði hjá sama fyrirtæki og náð 22 ára aldri. Eftir fimm ár verða orlofsdagarnir 28. Það ríkti mikil gleði við undirritun samningana enda marka þeir tímamót. Hér má sjá fulltrúa Breiðfylkingarinnar, Villa Birgis, Sólveigu Önnu og Hilmar Harðarson.Vísir/Vilhelm Samningurinn endurskoðaður reglulega Einnig náðist fram töluverð lagfæring á kjörum ræstingarfólks, sem oftast skrapar botninn í launum. Það fær tveggja launaflokka hækkun auk 19.500 krónur á mánuði aukalega ofan á aðrar launahækkanir samninga miðað við fullt starf Í samningunum eru síðan ákveðin forsenduákvæði um þróun verðbólgu og verða samningar endurskoðaðir 1. september á næsta ári og 1. september árið 2026 í því samhengi. Samningarnir gilda til 31. janúar 2028. Þessum samningum er beinlínis ætlað að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Ef það nær fram að ganga yrði það ein mesta kjarabót samninganna. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, skrifar undir á meðan aðrir fylgjast með.Vísir/Vilhelm Sigríður Margrét og Vilhjálmur Birgisson takast hér í hendur þegar búið er að undirrita samninginn.Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari var heldur betur í stuði í dag enda ekki á hverjum degi sem skrifað er undir samninga til fjögurra ára.Vísir/Vilhelm Kjaraviðræður 2023-24 ASÍ Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7. mars 2024 14:00 Einstakt tækifæri fyrir samfélagið og vonar að skrifað verði undir í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bindur vonir við að sveitarfélögin komi í sameiningu að aðgerðapakka til að greiða fyrir undirritun kjarasamninga. Hún bindur vonir við að gengið verði frá síðustu lausu endum samninganna í dag. 7. mars 2024 11:08 Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Samkvæmt samningunum hækka laun árlega að lágmarki um 23.750 krónur og í hlutfalli við það upp launflokka. Almenn launahækkun er 3,25 prósent á þessu ári en 3,5 prósent á næstu þremur árum þar á eftir. Samningarnir eru afturvirkir frá 1. febrúar og aðrar hækkanir koma 1. janúar hvert ár. Þá verður desemberuppbót á þessu ári 106 þúsund krónur og hækkar um 12 þúsund krónur á samningstímanum. Orlofsuppbót tekur svipuðum breytingum og hækkar um sex þúsund krónur á samningstímanum. Orlofsdögum fjölgar Til viðbótar getur komið til greiðslu kauptaxtaauka hækki launavísitala meira en viðmiðunartaxi . Einnig getur komið til framleiðniauka á samningstímanum. Lágmarks orlof verður 25 dagar hafi starfsmaður unnið í sex mánuði hjá sama fyrirtæki og náð 22 ára aldri. Eftir fimm ár verða orlofsdagarnir 28. Það ríkti mikil gleði við undirritun samningana enda marka þeir tímamót. Hér má sjá fulltrúa Breiðfylkingarinnar, Villa Birgis, Sólveigu Önnu og Hilmar Harðarson.Vísir/Vilhelm Samningurinn endurskoðaður reglulega Einnig náðist fram töluverð lagfæring á kjörum ræstingarfólks, sem oftast skrapar botninn í launum. Það fær tveggja launaflokka hækkun auk 19.500 krónur á mánuði aukalega ofan á aðrar launahækkanir samninga miðað við fullt starf Í samningunum eru síðan ákveðin forsenduákvæði um þróun verðbólgu og verða samningar endurskoðaðir 1. september á næsta ári og 1. september árið 2026 í því samhengi. Samningarnir gilda til 31. janúar 2028. Þessum samningum er beinlínis ætlað að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Ef það nær fram að ganga yrði það ein mesta kjarabót samninganna. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, skrifar undir á meðan aðrir fylgjast með.Vísir/Vilhelm Sigríður Margrét og Vilhjálmur Birgisson takast hér í hendur þegar búið er að undirrita samninginn.Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari var heldur betur í stuði í dag enda ekki á hverjum degi sem skrifað er undir samninga til fjögurra ára.Vísir/Vilhelm
Kjaraviðræður 2023-24 ASÍ Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7. mars 2024 14:00 Einstakt tækifæri fyrir samfélagið og vonar að skrifað verði undir í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bindur vonir við að sveitarfélögin komi í sameiningu að aðgerðapakka til að greiða fyrir undirritun kjarasamninga. Hún bindur vonir við að gengið verði frá síðustu lausu endum samninganna í dag. 7. mars 2024 11:08 Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7. mars 2024 14:00
Einstakt tækifæri fyrir samfélagið og vonar að skrifað verði undir í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bindur vonir við að sveitarfélögin komi í sameiningu að aðgerðapakka til að greiða fyrir undirritun kjarasamninga. Hún bindur vonir við að gengið verði frá síðustu lausu endum samninganna í dag. 7. mars 2024 11:08
Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37