Bein útsending: Skrifað undir fjögurra ára kjarasamning Kolbeinn Tumi Daðason, Magnús Jochum Pálsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 7. mars 2024 15:35 Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson hafa farið hönd í hönd í stafni breiðfylkingarinnar í samningaviðræðunum. Hér eru þau brosandi rétt fyrir klukkan fimm. vísir/vilhelm Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni. Fulltrúar félaganna þriggja funduðu í morgun með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðild ríkisstjórnar að samningunum. Heimir Már Pétursson ræddi við fulltrúa félaganna þriggja sem voru allir mjög vongóðir um undirritun í dag. Um leið væru svör frá sveitarfélögunum ekki nógu skýr varðandi fríar skólamáltíðir í grunnskólum sem er meðal samningsatriða. Vilja fulltrúar félaganna skýrari svör hvernig sveitarfélögin, sem reka grunnskólana, ætla að koma að útfærslu frírra skólamáltíða. Misjafnt er milli sveitarfélaga varðandi mótstöðu í því málefni. Eru það helst sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta sem efasemda gætir. Svo sem í stærsta sveitarfélaginu Reykjavík þar sem fulltrúar flokksins í borgarráði leggjast gegn fríum skólamáltíðum. Visir verður í beinni útsendingu úr húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni um fimmleytið. Í framhaldinu mun ríkisstjórn kynna aðkomu sína að samningunum á blaðamannafundi klukkan sex. Allt í beinni á Vísi með Heimi Má Péturssyni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki um leið.
Fulltrúar félaganna þriggja funduðu í morgun með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðild ríkisstjórnar að samningunum. Heimir Már Pétursson ræddi við fulltrúa félaganna þriggja sem voru allir mjög vongóðir um undirritun í dag. Um leið væru svör frá sveitarfélögunum ekki nógu skýr varðandi fríar skólamáltíðir í grunnskólum sem er meðal samningsatriða. Vilja fulltrúar félaganna skýrari svör hvernig sveitarfélögin, sem reka grunnskólana, ætla að koma að útfærslu frírra skólamáltíða. Misjafnt er milli sveitarfélaga varðandi mótstöðu í því málefni. Eru það helst sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta sem efasemda gætir. Svo sem í stærsta sveitarfélaginu Reykjavík þar sem fulltrúar flokksins í borgarráði leggjast gegn fríum skólamáltíðum. Visir verður í beinni útsendingu úr húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni um fimmleytið. Í framhaldinu mun ríkisstjórn kynna aðkomu sína að samningunum á blaðamannafundi klukkan sex. Allt í beinni á Vísi með Heimi Má Péturssyni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki um leið.
Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira