„Ekki alltaf gott að prjóna yfir sig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. mars 2024 13:31 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, er klár í slaginn í kvöld. Vísir/Arnar Hlynur Bæringsson er fullmeðvitaður um mikilvægi leiks liðs hans Stjörnunnar gegn Hetti í Subway-deild karla í kvöld. Stjarnan þarf sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Höttur er í áttunda sæti deildarinnar, neðsta sætinu sem veitir keppnisrétt í úrslitakeppninni, en Stjarnan er sæti neðar og hefur unnið einum leik minna. Stjarnan getur því jafnað Hött að stigum með sigri. „Þetta er bara augljóslega risaleikur. Þetta er ekkert búið þó við töpum, það eru alveg þrír leikir eftir fyrir liðið. Við yrðum samt fjórum stigum á eftir þeim og undir á innbyrðis viðureignum. Þannig að við erum alveg meðvitaðir um það að þetta er mikilvægur leikur og við ætlum að vinna hann,“ segir Hlynur. Búnir að hreinsa út Stjarnan hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni en mæta nú til leiks eftir þriggja vikna pásu vegna landsleikja. Hlynur segir að Stjörnumenn hafi nýtt þann tíma vel. „Við förum í einhverjar smá taktískar breytingar og við höfðum haft ágætis tíma. Það er bara sama gamla, lykilmenn hjá okkur þurfa að eiga góðan leik og það er pressa á okkur öllum. Við þurfum að spila af aðeins meiri krafti og aðeins meira áhyggjuleysi heldur en við höfum gert, það hefur eitthvað legið á okkur og ég held við séum búnir að hreinsa ýmislegt,“ „Við vorum dálítið þungir fyrir hléið en ég held við mætum sprækari,“ segir Hlynur. Frítt á völlinn Frítt er á völlinn í kvöld í boði vængjastaðarins Just Wingin' It og má því búast við fjölmenni á þessum mikilvæga leik. „Ég held það verði fjölmennt og verði góð stemning og mikið undir hjá báðum liðum.“ Mætið þið þá ekki dýrvitlausir til leiks? „Dýrvitlausir, já, já. Vonandi rétt stemmdir, það er ekki alltaf gott að prjóna yfir sig. Bara rétt stemmdir, eigum við ekki orða það þannig frekar.“ Leikur Stjörnunnar og Hattar hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt er að fylgjast með öllum fimm leikjum kvöldsins samtímis í Subway Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Subway-deild karla Stjarnan Höttur Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Höttur er í áttunda sæti deildarinnar, neðsta sætinu sem veitir keppnisrétt í úrslitakeppninni, en Stjarnan er sæti neðar og hefur unnið einum leik minna. Stjarnan getur því jafnað Hött að stigum með sigri. „Þetta er bara augljóslega risaleikur. Þetta er ekkert búið þó við töpum, það eru alveg þrír leikir eftir fyrir liðið. Við yrðum samt fjórum stigum á eftir þeim og undir á innbyrðis viðureignum. Þannig að við erum alveg meðvitaðir um það að þetta er mikilvægur leikur og við ætlum að vinna hann,“ segir Hlynur. Búnir að hreinsa út Stjarnan hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni en mæta nú til leiks eftir þriggja vikna pásu vegna landsleikja. Hlynur segir að Stjörnumenn hafi nýtt þann tíma vel. „Við förum í einhverjar smá taktískar breytingar og við höfðum haft ágætis tíma. Það er bara sama gamla, lykilmenn hjá okkur þurfa að eiga góðan leik og það er pressa á okkur öllum. Við þurfum að spila af aðeins meiri krafti og aðeins meira áhyggjuleysi heldur en við höfum gert, það hefur eitthvað legið á okkur og ég held við séum búnir að hreinsa ýmislegt,“ „Við vorum dálítið þungir fyrir hléið en ég held við mætum sprækari,“ segir Hlynur. Frítt á völlinn Frítt er á völlinn í kvöld í boði vængjastaðarins Just Wingin' It og má því búast við fjölmenni á þessum mikilvæga leik. „Ég held það verði fjölmennt og verði góð stemning og mikið undir hjá báðum liðum.“ Mætið þið þá ekki dýrvitlausir til leiks? „Dýrvitlausir, já, já. Vonandi rétt stemmdir, það er ekki alltaf gott að prjóna yfir sig. Bara rétt stemmdir, eigum við ekki orða það þannig frekar.“ Leikur Stjörnunnar og Hattar hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt er að fylgjast með öllum fimm leikjum kvöldsins samtímis í Subway Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Subway-deild karla Stjarnan Höttur Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira