Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 08:11 Vel hefur gengið í kjaraviðræðum stéttarfélaga breiðfylkingarinnar innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins undanfarna daga. Samningar gætu jafnvel legið fyrir í dag. Stöð 2/Einar Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. Sveitarstjórnarráð Framsóknar styður að ríki og sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafi samþykkt. Enda setji Framsókn barnafjölskyldur í forgang. Jafnframt styðji ráðið að dregið verði úr gjaldskrárhækkunum sem snúa að barnafjölskyldum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins sagði í kvöldfréttum okkar í gær að samningaviðræður breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins væru á lokametrunum og þeim gæti jafnvel lokið í dag. Sátt væri um aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlaði að grípa til í tengslum við samningana. Hins vegar stæði á sveitarfélögunum. Yfirlýsing þeirra væri allt of loðin og ekkert fast í hendi í henni um að sveitarfélögin ætli að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þá hefðu sveitarfélögin ekki heldur útfært hvernig þaug hyggðust draga hluta gækkana á gjaldskrám þeirra frá áramótum til baka, sem væri forsenda þess að skrifað yrði undir nýja kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sveitarfélögin hefðu ekki gefið út afgerandi sameiginlega yfirlýsingu um aðkomu þeirra að kjarasamningum til fjögurra ára.Stöð 2/Einar Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði borgina ætla að ganga að kröfum verkalýðshreyfingarinnar bæði varðandi gjaldskrárlækkanir og skólamáltíðir. Sveitarfélögin myndu hagnast mikið á hóflegum kjarasamningum, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Hann vonaði að sveitarfélögin muni almennt taka þátt í þessum aðgerðum. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er mikil andstaða við það meðal sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi að samþykkja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Jafnvel í Hafnarfirði þar sem það var þó í meirihlutasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Verðlag Grunnskólar Tengdar fréttir Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21 Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sveitarstjórnarráð Framsóknar styður að ríki og sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafi samþykkt. Enda setji Framsókn barnafjölskyldur í forgang. Jafnframt styðji ráðið að dregið verði úr gjaldskrárhækkunum sem snúa að barnafjölskyldum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins sagði í kvöldfréttum okkar í gær að samningaviðræður breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins væru á lokametrunum og þeim gæti jafnvel lokið í dag. Sátt væri um aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlaði að grípa til í tengslum við samningana. Hins vegar stæði á sveitarfélögunum. Yfirlýsing þeirra væri allt of loðin og ekkert fast í hendi í henni um að sveitarfélögin ætli að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þá hefðu sveitarfélögin ekki heldur útfært hvernig þaug hyggðust draga hluta gækkana á gjaldskrám þeirra frá áramótum til baka, sem væri forsenda þess að skrifað yrði undir nýja kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sveitarfélögin hefðu ekki gefið út afgerandi sameiginlega yfirlýsingu um aðkomu þeirra að kjarasamningum til fjögurra ára.Stöð 2/Einar Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði borgina ætla að ganga að kröfum verkalýðshreyfingarinnar bæði varðandi gjaldskrárlækkanir og skólamáltíðir. Sveitarfélögin myndu hagnast mikið á hóflegum kjarasamningum, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Hann vonaði að sveitarfélögin muni almennt taka þátt í þessum aðgerðum. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er mikil andstaða við það meðal sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi að samþykkja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Jafnvel í Hafnarfirði þar sem það var þó í meirihlutasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Verðlag Grunnskólar Tengdar fréttir Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21 Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21
Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45
Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent