Mascherano um viðræður við Messi: Ekki auðvelt fyrir hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 13:00 Javier Mascherano talar við Lionel Messi þegar þeir léku saman á HM í Rússlandi 2018. Getty/Chris Brunskill Javier Mascherano, þjálfari Ólympíuliðs Argentínumanna, segist hafa rætt við Lionel Messi um að Messi spili með liðinu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Mascherano staðfestir vissulega viðræðurnar en segir að staðan sé langt frá því að vera einföld. Félög eru ekki skuldbundin til að sleppa leikmönnum á Ólympíuleikana. Þar keppa undir 23 ára landslið en þau mega taka með sér þrjá eldri leikmenn. AHORA ME VOLVÍ A ILUSIONARJavier Mascherano CONFIRMÓ que invitó a Lionel Messi para que sea parte del plantel de los Juegos Olímpicos de París.Incluso, dijo que volverán a charlar en unos meses para resolver su posible presencia pic.twitter.com/qYF22CEMdf— TNT Sports Argentina (@TNTSportsAR) March 5, 2024 Það er almennt búist við því að Messi spili með Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni fyrr um sumarið. Sú keppni fer fram 20. júní til 10. júlí en Ólympíuleikarnir eru síðan frá 24. júlí til 10. ágúst. „Ég hef talað við Leo og við ákváðum að halda áfram að tala saman,“ sagði Mascherano sem var liðsfélagi Messi hjá bæði Barcelona og argentínska landsliðinu. „Hann var að byrja tímabilið með Inter Miami og við höfum enn tíma fram að Ólympíuleikunum. Við verðum líka að taka tillit til þess að Copa América er í sumar. Þetta er ekki auðvelt fyrir hann,“ sagði Mascherano. „Við verðum bara að sjá til hvort hann hafi orkuna í þetta. Þetta er ekki okkar ætlun að trufla hann eða setja pressu á hann. Við buðum honum þennan möguleika að fyrra bragði og gáfum honum allar upplýsingarnar sem hann þarf að hugsa um og tala um við félagið sitt,“ sagði Mascherano. „Það er ekki auðvelt fyrir hann að útskýra enn frekari fjarveru fyrir Inter Miami. Hann mun taka þetta ákvörðun þegar rétti tíminn rennur upp,“ sagði Mascherano. Mascherano og Messi urðu Ólympíumeistarar saman á leikunum í Peking fyrir sextán árum síðan. Mascherano: "I spoke with Messi and we sent him an invitation to participate in the Olympics, and we agreed to talk again later." pic.twitter.com/eUS3GTwdYI— Messi Updates (@M10Update) March 5, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Mascherano staðfestir vissulega viðræðurnar en segir að staðan sé langt frá því að vera einföld. Félög eru ekki skuldbundin til að sleppa leikmönnum á Ólympíuleikana. Þar keppa undir 23 ára landslið en þau mega taka með sér þrjá eldri leikmenn. AHORA ME VOLVÍ A ILUSIONARJavier Mascherano CONFIRMÓ que invitó a Lionel Messi para que sea parte del plantel de los Juegos Olímpicos de París.Incluso, dijo que volverán a charlar en unos meses para resolver su posible presencia pic.twitter.com/qYF22CEMdf— TNT Sports Argentina (@TNTSportsAR) March 5, 2024 Það er almennt búist við því að Messi spili með Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni fyrr um sumarið. Sú keppni fer fram 20. júní til 10. júlí en Ólympíuleikarnir eru síðan frá 24. júlí til 10. ágúst. „Ég hef talað við Leo og við ákváðum að halda áfram að tala saman,“ sagði Mascherano sem var liðsfélagi Messi hjá bæði Barcelona og argentínska landsliðinu. „Hann var að byrja tímabilið með Inter Miami og við höfum enn tíma fram að Ólympíuleikunum. Við verðum líka að taka tillit til þess að Copa América er í sumar. Þetta er ekki auðvelt fyrir hann,“ sagði Mascherano. „Við verðum bara að sjá til hvort hann hafi orkuna í þetta. Þetta er ekki okkar ætlun að trufla hann eða setja pressu á hann. Við buðum honum þennan möguleika að fyrra bragði og gáfum honum allar upplýsingarnar sem hann þarf að hugsa um og tala um við félagið sitt,“ sagði Mascherano. „Það er ekki auðvelt fyrir hann að útskýra enn frekari fjarveru fyrir Inter Miami. Hann mun taka þetta ákvörðun þegar rétti tíminn rennur upp,“ sagði Mascherano. Mascherano og Messi urðu Ólympíumeistarar saman á leikunum í Peking fyrir sextán árum síðan. Mascherano: "I spoke with Messi and we sent him an invitation to participate in the Olympics, and we agreed to talk again later." pic.twitter.com/eUS3GTwdYI— Messi Updates (@M10Update) March 5, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira