Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2024 19:30 Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í morgun um að tekist hefði að koma þessum stóra hópi yfir Rafah-landamærin í gærkvöldi og í örugga höfn í Kaíró. Sendinefnd á vegum utanríkisráðuneytisins hafði reynt í þónokkrar vikur að greiða leið fólksins en skriður komst á málið þegar Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, óskaði eftir liðsinni Israels Katz, utanríkisráðherra Ísrael. „Drjúgur meirihluti allra á listanum var á endanum samþykktur þótt það hafi ekki átt við um alla og okkar fólk, sem unnið alveg ótrúlega og merkilega og mikilvæga vinnu á svæðinu, tók þá við keflinu og hjálpaði til við að sækja fólkið og koma því í örugga höfn í Egyptalandi sem verður eins og millilending áður en fólkið kemur alla leið til Íslands,“ sagði Bjarni í símaviðtali sem staddur er á Ítalíu. Tár og geðshræring eftir langa bið Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) mun sjá til þess að fólkið fái heilbrigðisskoðun til að ganga úr skugga um að það sé ferðafært í ljósi alls sem gengið hefur á á Gasa. Ferðaáætlun til Íslands mun liggja fyrir í síðasta lagi á morgun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra gladdist þegar hann heyrði fréttirnar um að árangur hefði náðst í málinu. „Það var nú bara mikil geðshræring og ég viðurkenni það nú bara fúslega að ég bara táraðist enda einstaklega gleðilegt að þetta skuli hafa gerst og þessi fjöldi bætist þá við þann fjölda sem sjálfboðaliðar hafa aðstoðað. Allt fólkið sem hefur komið að því að koma öllu þessu fólki út af Gasa; sjálfboðaliðar, fólk í stjórnkerfinu hjá okkur, hjá Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni og svo framvegis á allt einstaklega miklar þakkir skildar.“ Munu vinna með sveitarfélögunum að því að finna húsnæði Guðmundur segir að dvalarleyfishafarnir muni koma til með að setjast að í því sveitarfélagi sem viðkomandi fjölskyldumeðlimur á Íslandi býr í. Sumir úr hópum munu geta flutt beint inn til fjölskyldumeðlima sinna en Guðmundur gerir ráð fyrir að aðrir muni líka dvelja á hóteli á meðan yfirvöld greiða úr húsnæðismálum en finna þarf húsnæði með sveitarfélögunum sem hentar hverri og einni fjölskyldu. „Við munum að sjálfsögðu aðstoða sveitarfélögin núna til að byrja með varðandi húsnæði því þetta er stór hópur sem kemur. Þótt við höfum búist við honum eða vonast til þess að hann kæmi í alllangan tíma, þá gerist þetta samt hratt.“ Áfallahjálp frá Rauða krossinum Fólkið hefur mátt búa við skelfilegar aðstæður á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Guðmundur segir ráðuneytið í góðu sambandi við heilsugæsluna og Barnaspítala hringsins. „Síðan höfum við verið í sambandi við Rauða kross íslands um að taka að sér sálgæslu og veita fólki áfallahjálp og annan sálrænan stuðning sem það vissulega þarf á að halda. Þau eru tilbúin til þess að taka það að sér þannig að það er mjög ánægjulegt.“ Allt kapp sé lagt á að taka vel á móti fólkinu og að stjórnkerfið sé meðvitað um hvers lags aðstæður fólkið er að flýja. „Við leggjum ríka áherslu á að öll þessi stoðþjónusta sé sem best úr garði gerð því við vitum að fólkið er að koma úr skelfilegum aðstæðum.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 „Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. 4. mars 2024 08:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í morgun um að tekist hefði að koma þessum stóra hópi yfir Rafah-landamærin í gærkvöldi og í örugga höfn í Kaíró. Sendinefnd á vegum utanríkisráðuneytisins hafði reynt í þónokkrar vikur að greiða leið fólksins en skriður komst á málið þegar Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, óskaði eftir liðsinni Israels Katz, utanríkisráðherra Ísrael. „Drjúgur meirihluti allra á listanum var á endanum samþykktur þótt það hafi ekki átt við um alla og okkar fólk, sem unnið alveg ótrúlega og merkilega og mikilvæga vinnu á svæðinu, tók þá við keflinu og hjálpaði til við að sækja fólkið og koma því í örugga höfn í Egyptalandi sem verður eins og millilending áður en fólkið kemur alla leið til Íslands,“ sagði Bjarni í símaviðtali sem staddur er á Ítalíu. Tár og geðshræring eftir langa bið Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) mun sjá til þess að fólkið fái heilbrigðisskoðun til að ganga úr skugga um að það sé ferðafært í ljósi alls sem gengið hefur á á Gasa. Ferðaáætlun til Íslands mun liggja fyrir í síðasta lagi á morgun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra gladdist þegar hann heyrði fréttirnar um að árangur hefði náðst í málinu. „Það var nú bara mikil geðshræring og ég viðurkenni það nú bara fúslega að ég bara táraðist enda einstaklega gleðilegt að þetta skuli hafa gerst og þessi fjöldi bætist þá við þann fjölda sem sjálfboðaliðar hafa aðstoðað. Allt fólkið sem hefur komið að því að koma öllu þessu fólki út af Gasa; sjálfboðaliðar, fólk í stjórnkerfinu hjá okkur, hjá Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni og svo framvegis á allt einstaklega miklar þakkir skildar.“ Munu vinna með sveitarfélögunum að því að finna húsnæði Guðmundur segir að dvalarleyfishafarnir muni koma til með að setjast að í því sveitarfélagi sem viðkomandi fjölskyldumeðlimur á Íslandi býr í. Sumir úr hópum munu geta flutt beint inn til fjölskyldumeðlima sinna en Guðmundur gerir ráð fyrir að aðrir muni líka dvelja á hóteli á meðan yfirvöld greiða úr húsnæðismálum en finna þarf húsnæði með sveitarfélögunum sem hentar hverri og einni fjölskyldu. „Við munum að sjálfsögðu aðstoða sveitarfélögin núna til að byrja með varðandi húsnæði því þetta er stór hópur sem kemur. Þótt við höfum búist við honum eða vonast til þess að hann kæmi í alllangan tíma, þá gerist þetta samt hratt.“ Áfallahjálp frá Rauða krossinum Fólkið hefur mátt búa við skelfilegar aðstæður á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Guðmundur segir ráðuneytið í góðu sambandi við heilsugæsluna og Barnaspítala hringsins. „Síðan höfum við verið í sambandi við Rauða kross íslands um að taka að sér sálgæslu og veita fólki áfallahjálp og annan sálrænan stuðning sem það vissulega þarf á að halda. Þau eru tilbúin til þess að taka það að sér þannig að það er mjög ánægjulegt.“ Allt kapp sé lagt á að taka vel á móti fólkinu og að stjórnkerfið sé meðvitað um hvers lags aðstæður fólkið er að flýja. „Við leggjum ríka áherslu á að öll þessi stoðþjónusta sé sem best úr garði gerð því við vitum að fólkið er að koma úr skelfilegum aðstæðum.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 „Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. 4. mars 2024 08:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28
Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39
„Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. 4. mars 2024 08:00