Vill hafa nærbuxurnar sínar víðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2024 15:44 Fannar viðurkennir að það hafi verið erfitt að taka saman lista yfir þá hluti sem honum þyki ómissandi. Víðar nærbuxur, íslenskur snúður með karamelluglassúr og minningarkassi eru meðal hluta sem tónlistarmaðurinn Fannar Ingi Friðþjófsson, forsprakki Hipsumhaps gæti vart lifað án. Hann segist eiga erfitt með að henda ólíklegasta dóti, jafnvel skrám í tölvum. Hipsumhaps er tilnefnd til Hlustendaverðlauna í flokknum Plata ársins fyrir plötuna Ást og Praktík. Í tilefni hátíðarinnar fengum við að kynnast tónlistarmanninum aðeins betur og heyra hvaða tíu hluta hann gæti vart lifað án. Klippa: Hipsumhaps - Hlustendaverðlaunin Snúðar, sundskýlan og pizza sem konsept „Fyrsti hluturinn sem mér þykir ómissandi, eða hlutirnir, þetta gengur sem einn right? Sokkar og nærbuxur. Ég er með minn preference á sokkum og nærbuxum, það eru víðar boxers. Ég fæ mikið lof frá kærustunni minni fyrir að ganga í svona víðum nærbuxum,“ segir Fannar Ingi léttur í bragði. Þá nefnir Fannar einnig sundskýluna sína. Hann segist fara reglulega í sund og helst á Álftanesi en Fannar vill sem minnst segja um laugina þar því hann vill ekki of mikið af fólki þangað. Svo nefnir hann líka íslenska snúðinn og pizzu sem konsept. „Ég fæ mér alltaf snúð á föstudögum. Bara venjulegan íslenskan snúð með karamelluglassúr. Ég hef búið erlendis nokkrum sinnum og þetta er einn af þremur hlutunum sem ég sakna frá Íslandi. Góður snúður, sundlaugar og svo kannski fjölskyldan eða eitthvað,“ segir Fannar. Listinn frá Fannari í heild sinni: 1. Sokkar og nærbuxur. Víðar nærbuxur í formi boxers. 2. Íslenskur snúður með karamelluglassúr. 3. Sundskýla. Sundskýla númer tvö er týnd. 4. Teikning litla frænda Fannars af ástinni. Á henni eru tvö ástfangin vélmenni og vélmennahundur. 5. Pizza sem matur. Sem gæðastund með fólki og fjölskyldunni. 6. Golfsettið. Fannar segist gera fátt annað en að spila golf. 7. Snyrtitaskan. Þar er rakakremið mikilvægast. Lesgleraugun. „Ekki margir sem vita þetta en ég myndi ekki sjá neitt ef ég væri eki með þau.“ 8. Mynd af hundinum Samma. Fannar segist aldrei hafa fengið að eiga hund. Myndin af Samma var tekin í leyfisleysi. 9. Fyrsti gítarinn. Sex strengir sálarinnar. Gítarinn fékk Fannar að gjöf frá afa sínum, Ingimar sem hann var einmitt nefndur í höfuðið á. Fannar segist hafa samið helming sinna laga á gítarinn, þar með talið stórsmellinn Lífið sem mig langar í. 10. Kassi fullur af minningum. „Ég og Þórunn við söfnum í þennan kassa allskonar drasli. Dauðum hlutum, sem við tengjum við í gegnum minningar,“ segir Fannar. Þar er meðal annars að finna valentínusardrasl og armband af Coldplay tónleikum. Kassinn fer að verða of lítill og Fannar segist eiga erfitt með að henda, meira að segja tölvuskrám. Hlustendaverðlaunin Tónlist FM957 Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Fleiri fréttir Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Sjá meira
Hipsumhaps er tilnefnd til Hlustendaverðlauna í flokknum Plata ársins fyrir plötuna Ást og Praktík. Í tilefni hátíðarinnar fengum við að kynnast tónlistarmanninum aðeins betur og heyra hvaða tíu hluta hann gæti vart lifað án. Klippa: Hipsumhaps - Hlustendaverðlaunin Snúðar, sundskýlan og pizza sem konsept „Fyrsti hluturinn sem mér þykir ómissandi, eða hlutirnir, þetta gengur sem einn right? Sokkar og nærbuxur. Ég er með minn preference á sokkum og nærbuxum, það eru víðar boxers. Ég fæ mikið lof frá kærustunni minni fyrir að ganga í svona víðum nærbuxum,“ segir Fannar Ingi léttur í bragði. Þá nefnir Fannar einnig sundskýluna sína. Hann segist fara reglulega í sund og helst á Álftanesi en Fannar vill sem minnst segja um laugina þar því hann vill ekki of mikið af fólki þangað. Svo nefnir hann líka íslenska snúðinn og pizzu sem konsept. „Ég fæ mér alltaf snúð á föstudögum. Bara venjulegan íslenskan snúð með karamelluglassúr. Ég hef búið erlendis nokkrum sinnum og þetta er einn af þremur hlutunum sem ég sakna frá Íslandi. Góður snúður, sundlaugar og svo kannski fjölskyldan eða eitthvað,“ segir Fannar. Listinn frá Fannari í heild sinni: 1. Sokkar og nærbuxur. Víðar nærbuxur í formi boxers. 2. Íslenskur snúður með karamelluglassúr. 3. Sundskýla. Sundskýla númer tvö er týnd. 4. Teikning litla frænda Fannars af ástinni. Á henni eru tvö ástfangin vélmenni og vélmennahundur. 5. Pizza sem matur. Sem gæðastund með fólki og fjölskyldunni. 6. Golfsettið. Fannar segist gera fátt annað en að spila golf. 7. Snyrtitaskan. Þar er rakakremið mikilvægast. Lesgleraugun. „Ekki margir sem vita þetta en ég myndi ekki sjá neitt ef ég væri eki með þau.“ 8. Mynd af hundinum Samma. Fannar segist aldrei hafa fengið að eiga hund. Myndin af Samma var tekin í leyfisleysi. 9. Fyrsti gítarinn. Sex strengir sálarinnar. Gítarinn fékk Fannar að gjöf frá afa sínum, Ingimar sem hann var einmitt nefndur í höfuðið á. Fannar segist hafa samið helming sinna laga á gítarinn, þar með talið stórsmellinn Lífið sem mig langar í. 10. Kassi fullur af minningum. „Ég og Þórunn við söfnum í þennan kassa allskonar drasli. Dauðum hlutum, sem við tengjum við í gegnum minningar,“ segir Fannar. Þar er meðal annars að finna valentínusardrasl og armband af Coldplay tónleikum. Kassinn fer að verða of lítill og Fannar segist eiga erfitt með að henda, meira að segja tölvuskrám.
Hlustendaverðlaunin Tónlist FM957 Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Fleiri fréttir Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Sjá meira