Hefur ekki raunverulegan áhuga á Bessastöðum þrátt fyrir falleg orð Hallgríms Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2024 18:36 Hvalveiðar Vísir/Arnar Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, væri prýðilegur forsetaframbjóðandi að mati Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Hann talar fyrir því að Katrín fari fram í færslu á Facebook-síðu sinni. Sjálf segist Katrín ekki hafa hugleitt möguleitt framboð af neinni alvöru, en þakkar fyrir falleg orð í sinn garð. Hallgrímur er ekki fyrsti þjóðþekkti listamaðurinn sem hvetur annan þjóðþekktan einstakling til að fara í forsetaframboð. Á dögunum birti tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens færslu á Facebook þar sem hann sagðist vilja sjá rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson á Bessastöðum. Hallgrímur segir, með fullri virðingu fyrir Bubba og Ólafi, að það sé kominn tími á að kona sitji í forsetastól, og að þá sé Katrín ofarlega í huga. „Katrín Oddsdóttir hefur allt í djobbið, gáfuð, skelegg, geðgóð, óþreytandi, réttsýn, hjartahlý, málgóð, jákvæð, fögur og glæsileg. Sannur kvenskörungur á hárréttum aldri. Hún hefur sterkan bakgrunn í réttindabaráttu, réttlætisbaráttu og umhverfisvernd fyrir utan að hafa sýnt ódrepandi elju í stjórnarskrármálinu. Þá hefur hún viðamikla reynslu af viðburðum ýmiskonar, sem skipuleggjandi og hjónavígslukona. Og sjálfsagt er ég að gleyma einhverju mikilvægu,“ segir Hallgrímur. „Í raun hefur hún starfað við það undanfarin ár að vera samviska þjóðarinnar. Við yrðum stolt þjóð með þessa glæstu og víðsýnu réttlætishetju á Bessastöðum.“ Í samtali við fréttastofu segist Katrín ekki vera að hugleiða forsetaframboð. „Nei, ekki af einhverri alvöru, en ég hef oft heyrt einhvern nefna það. Mér þykir ótrúlega vænt um það að einhverjum þyki ég frambærileg til að fara fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Katrín. Hún segist lifa mjög skemmtilegu lífi og telur sig vera að gera mikið gagn þar sem hún starfi í dag. „Ég held ég hafi því ekki raunverulegan áhuga á að taka þetta skref, en mér þykir mjög vænt um þetta, og þetta voru falleg orð sem hann Hallgrímur hafði um mig.“ Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
Sjálf segist Katrín ekki hafa hugleitt möguleitt framboð af neinni alvöru, en þakkar fyrir falleg orð í sinn garð. Hallgrímur er ekki fyrsti þjóðþekkti listamaðurinn sem hvetur annan þjóðþekktan einstakling til að fara í forsetaframboð. Á dögunum birti tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens færslu á Facebook þar sem hann sagðist vilja sjá rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson á Bessastöðum. Hallgrímur segir, með fullri virðingu fyrir Bubba og Ólafi, að það sé kominn tími á að kona sitji í forsetastól, og að þá sé Katrín ofarlega í huga. „Katrín Oddsdóttir hefur allt í djobbið, gáfuð, skelegg, geðgóð, óþreytandi, réttsýn, hjartahlý, málgóð, jákvæð, fögur og glæsileg. Sannur kvenskörungur á hárréttum aldri. Hún hefur sterkan bakgrunn í réttindabaráttu, réttlætisbaráttu og umhverfisvernd fyrir utan að hafa sýnt ódrepandi elju í stjórnarskrármálinu. Þá hefur hún viðamikla reynslu af viðburðum ýmiskonar, sem skipuleggjandi og hjónavígslukona. Og sjálfsagt er ég að gleyma einhverju mikilvægu,“ segir Hallgrímur. „Í raun hefur hún starfað við það undanfarin ár að vera samviska þjóðarinnar. Við yrðum stolt þjóð með þessa glæstu og víðsýnu réttlætishetju á Bessastöðum.“ Í samtali við fréttastofu segist Katrín ekki vera að hugleiða forsetaframboð. „Nei, ekki af einhverri alvöru, en ég hef oft heyrt einhvern nefna það. Mér þykir ótrúlega vænt um það að einhverjum þyki ég frambærileg til að fara fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Katrín. Hún segist lifa mjög skemmtilegu lífi og telur sig vera að gera mikið gagn þar sem hún starfi í dag. „Ég held ég hafi því ekki raunverulegan áhuga á að taka þetta skref, en mér þykir mjög vænt um þetta, og þetta voru falleg orð sem hann Hallgrímur hafði um mig.“
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda