Biðin eftir jarðgöngum óásættanleg Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. mars 2024 22:17 Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir mikilvægt fyrir öryggi íbúa á svæðinu að jarðgöngin verði að veruleika fyrr en til stendur. Vísir/Einar Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys. Vegurinn sem liggur frá Ísafirði til Súðavíkur liggur um tvær hlíðar, Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð og falla snjóflóð reglulega á veginn. „Þetta eru eitthvað á milli þrjátíu og fjörutíu snjóflóð á vetri sem að fara yfir veginn hérna á milli þessara tveggja þéttbýlisstaða og það er svona með því allra mesta sem að er á Íslandi. Þetta er sá vegur sem að fær á sig flest snjóflóð af svona vegum sem eru með einhverja alvöru umferð og eru vegir á milli þéttbýlisstaða,“ segir Harpa Grímsdóttir deildarstjóri ofanflóða á Veðurstofu Íslands. Tíðar lokanir í vetur vegna snjóflóða og snjóflóðahættu „Það hafa verið miklar lokanir og fólk hefur verið lokað inni sem er hreint ekki gott. Þetta er náttúrulega bara stórhættuleg hlíð og fólk er þarna í hættu að keyra þarna. Það er mikið eftirlit með hlíðinni þannig að henni er mjög oft lokað og þetta hefur auðvitað áhrif á allt líf okkar. Þá sérstaklega Súðvíkinga sem sækja auðvitað mikla þjónustu til okkar. Svo er þetta aðal samgönguleið okkar til annarra landshluta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Arna Lára segir biðina eftir göngum óásættanlega.Vísir/Einar Vestfirðingar hafa lengi barist fyrir því að fá jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna hættunnar sem fylgir því að aka veginn þarna á milli. Göngin sem hafa verið nefnd Álftafjarðargöng eru komin á jarðgangaáætlun. „Við erum þar númer fimm í röðinni af hérna tíu jarðgangakostalista og við hefðum viljað komast ofar af því að hér er bara fólk í hættu. Þetta er bara öryggismál og það er í raun alveg ótrúlegt að hér hafi ekki orðið stórslys,“ segir hún. Þá segir Arna að ef ekkert breytist sé langt í að göngin verði að veruleika. „Miðað við áætlunina þáer þetta eftir einhver tuttugu ár eða eitthvað og þaðer náttúrulega óásættanlegt.“ Jarðgöng á Íslandi Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00 Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar opinn á ný Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 30. janúar 2024 10:40 Lokað milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðs Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokað eftir að stórt snjófljóð féll úr Súðavíkurhlíð. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. 29. janúar 2024 21:16 Eitt snjóflóðið féll fram hjá varnargarði og út á veg Snjóflóð féllu í nótt á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Flóðin hafa ekki valdið neinu tjóni svo vitað sé. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við fleiri flóðum þar til dregur úr veðri. 24. desember 2023 11:07 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Vegurinn sem liggur frá Ísafirði til Súðavíkur liggur um tvær hlíðar, Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð og falla snjóflóð reglulega á veginn. „Þetta eru eitthvað á milli þrjátíu og fjörutíu snjóflóð á vetri sem að fara yfir veginn hérna á milli þessara tveggja þéttbýlisstaða og það er svona með því allra mesta sem að er á Íslandi. Þetta er sá vegur sem að fær á sig flest snjóflóð af svona vegum sem eru með einhverja alvöru umferð og eru vegir á milli þéttbýlisstaða,“ segir Harpa Grímsdóttir deildarstjóri ofanflóða á Veðurstofu Íslands. Tíðar lokanir í vetur vegna snjóflóða og snjóflóðahættu „Það hafa verið miklar lokanir og fólk hefur verið lokað inni sem er hreint ekki gott. Þetta er náttúrulega bara stórhættuleg hlíð og fólk er þarna í hættu að keyra þarna. Það er mikið eftirlit með hlíðinni þannig að henni er mjög oft lokað og þetta hefur auðvitað áhrif á allt líf okkar. Þá sérstaklega Súðvíkinga sem sækja auðvitað mikla þjónustu til okkar. Svo er þetta aðal samgönguleið okkar til annarra landshluta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Arna Lára segir biðina eftir göngum óásættanlega.Vísir/Einar Vestfirðingar hafa lengi barist fyrir því að fá jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna hættunnar sem fylgir því að aka veginn þarna á milli. Göngin sem hafa verið nefnd Álftafjarðargöng eru komin á jarðgangaáætlun. „Við erum þar númer fimm í röðinni af hérna tíu jarðgangakostalista og við hefðum viljað komast ofar af því að hér er bara fólk í hættu. Þetta er bara öryggismál og það er í raun alveg ótrúlegt að hér hafi ekki orðið stórslys,“ segir hún. Þá segir Arna að ef ekkert breytist sé langt í að göngin verði að veruleika. „Miðað við áætlunina þáer þetta eftir einhver tuttugu ár eða eitthvað og þaðer náttúrulega óásættanlegt.“
Jarðgöng á Íslandi Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00 Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar opinn á ný Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 30. janúar 2024 10:40 Lokað milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðs Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokað eftir að stórt snjófljóð féll úr Súðavíkurhlíð. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. 29. janúar 2024 21:16 Eitt snjóflóðið féll fram hjá varnargarði og út á veg Snjóflóð féllu í nótt á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Flóðin hafa ekki valdið neinu tjóni svo vitað sé. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við fleiri flóðum þar til dregur úr veðri. 24. desember 2023 11:07 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00
Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar opinn á ný Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 30. janúar 2024 10:40
Lokað milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðs Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokað eftir að stórt snjófljóð féll úr Súðavíkurhlíð. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. 29. janúar 2024 21:16
Eitt snjóflóðið féll fram hjá varnargarði og út á veg Snjóflóð féllu í nótt á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Flóðin hafa ekki valdið neinu tjóni svo vitað sé. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við fleiri flóðum þar til dregur úr veðri. 24. desember 2023 11:07