Langar að breyta senunni og koma inn með jákvæðnina Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. mars 2024 13:38 Daníel Dagur Hermannsson skaust upp í fyrsta sæti á Spotify í síðustu viku með nýtt lag. Vísir/Vilhelm „Ég hef aldrei staðið jafn hratt upp til að segja pabba að ég væri kominn í fyrsta sæti,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Dagur Hermannsson, jafnan þekktur sem Danjel. Daníel er sautján ára gamall og stefnir langt í tónlistarbransanum en lagið hans SWAGGED OUT skaust á toppinn á streymisveitunni Spotify í síðustu viku. Blaðamaður tók púlsinn á Daníel. „Lagið kom út 29. febrúar og fór á toppinn 24 tímum síðar,“ segir Daníel og bætir við að síðustu dagar hafi verið mjög svo viðburðaríkir. „Ég er búin að vera að gera tónlist í fimm ár en ég myndi segja að þetta lag sé fyrsta svona alvöru dæmið. Þetta er fyrsti síngúll sem ég gef út af væntanlegri plötu sem heitir 4jórir og kemur út fyrir sumarið. Hér má hlusta á lagið SWAGGED OUT: Klippa: Danjel - SWAGGED OUT „Byrjaði að rúlla eftir að það kviknaði í Skeifunni“ Lagið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok áður en það kom út. Daníel segist ekki hafa planað þetta mikið heldur meira fylgt flæðinu. „Þetta er stórt og grípandi lag en ég vissi ekki hversu hratt þetta myndi gerast. Ef ég hefði ekki verið á réttum stað á réttum tíma þá hefði þetta ekki virkað. Ég byrjaði nokkrum vikum áður að tísa laginu og það var eiginlega bara þegar það kviknaði í Skeifunni sem þetta byrjaði að rúlla. Í textanum syng ég meðal annars: Ég er með hópnum uppi í Skeifunni. Við vorum einmitt að keyra fram hjá Skeifunni þegar það kviknar í og ég tók upp myndband. Þetta var eiginlega fullkomið tækifæri sem vakti mjög fljótt athygli.“ @ekkidanjel original sound - danjel Draumur frá tólf ára aldri Tónlistin hefur lengi heillað Daníel sem langar að fara inn í bransann af fullum krafti. „Þetta hefur verið draumur hjá mér síðan að ég var tólf ára. Ég er sautján ára núna, ég veit að ég er ungur en ég er samt nú þegar búinn að vera í fimm ár í tónlistarbransanum. Mig langar líka ekki að setja fókusinn á aldurinn minn og vil ekki heyra: Þetta er gott, miðað við að hann sé sautján ára.“ Daníel tók sér pásu í eina önn úr skóla fyrir ári og ákvað að einbeita sér algjörlega að tónlistinni. „Mig langaði að vinna að því að gera góða tónlist sem virkaði. Ég sagði fyrst alltaf að markaðssetningin mín væri ekki nógu góð en aðalmálið var að ég var ekki sáttur með tónlistina sem ég var að gera. Ég er því búinn að vera mjög lengi á bak við tjöldin að æfa mig í að verða betri. Mér finnst tónlistin verða að tala sínu frekar en að markaðssetningin sé eitthvað klikkuð. Tónlistin er númer eitt, tvö og þrjú. Ég vildi alls ekki verða að einhverri TikTok stjörnu heldur vil ég bara geta notað platformið þar fyrir tónlistina mína.“ Tónlistin er númer eitt, tvö og þrjú hjá Daníel. Vísir/Vilhelm Gat ekki beðið eftir að segja pabba Aðspurður hvernig tilfinningin hafi verið að ná toppnum á Spotify svarar Daníel: „Þetta var mjög skemmtilegt. Það er búið að vera svo mikið í gangi og ég hef aldrei verið jafn upptekinn en ég var að gista með vinum mínum á fimmtudaginn og vakna svo á föstudagsmorgun við að Ólafur Jóhann, sem er mjög vinsæll á TikTok, sendir mér skilaboð og segir: Til hamingju. Ég fór beint inn á Spotify og sá að ég var kominn í fyrsta sætið. Ég hef aldrei staðið jafn hratt upp til þess að fara og segja pabba. Ég stóð upp og hljóp til hans með bros á vör og endurtók bara: Ég er í fyrsta sætið! Hann var mjög stoltur,“ segir Daníel brosandi. Daníel stefnir langt í tónlistinni.Aðsend Þykir of vænt um íslensku tunguna til að syngja á ensku Ásamt tónlistinni stundar Daníel nám á nýsköpunar-og hönnunarbraut við Tækniskólann. „Það hefur þó verið mjög erfitt að einblína á námið síðustu vikur.“ Hann stefnir langt í tónlistarheiminum og segist ætla að gera út heilmikið af lögum. „Mig langar líka að breyta senunni aðeins, koma með fjölbreytnina inn og gera þetta spennandi. Það er allt á uppleið núna í tónlistarsenunni eftir Covid og svona. Textalega séð langar mig líka að koma inn með jákvæðnina. Það er mikið af neikvæðri tónlist í gangi núna sem er góð en það vantar fjölbreytnina.“ @ekkidanjel Eru ekki allir jákvæðnir #positivevibes #swaggedout #fyrirþig SWAGGED OUT - danjel Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að stefna á erlendan markað svarar hann: „Það væri þá eftir að ég væri búinn að taka yfir Ísland. En ég veit ekki hvort ég hafi áhuga vegna þess að þá þyrfti ég að skipta yfir í enskuna. Mér þykir allt of vænt um tungumálið okkar til að gera það.“ Daníel þykir vænt um íslenska tungu og vill helst flytja tónlist sína á íslensku. Aðsend Hér má hlusta á Danjel á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Blaðamaður tók púlsinn á Daníel. „Lagið kom út 29. febrúar og fór á toppinn 24 tímum síðar,“ segir Daníel og bætir við að síðustu dagar hafi verið mjög svo viðburðaríkir. „Ég er búin að vera að gera tónlist í fimm ár en ég myndi segja að þetta lag sé fyrsta svona alvöru dæmið. Þetta er fyrsti síngúll sem ég gef út af væntanlegri plötu sem heitir 4jórir og kemur út fyrir sumarið. Hér má hlusta á lagið SWAGGED OUT: Klippa: Danjel - SWAGGED OUT „Byrjaði að rúlla eftir að það kviknaði í Skeifunni“ Lagið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok áður en það kom út. Daníel segist ekki hafa planað þetta mikið heldur meira fylgt flæðinu. „Þetta er stórt og grípandi lag en ég vissi ekki hversu hratt þetta myndi gerast. Ef ég hefði ekki verið á réttum stað á réttum tíma þá hefði þetta ekki virkað. Ég byrjaði nokkrum vikum áður að tísa laginu og það var eiginlega bara þegar það kviknaði í Skeifunni sem þetta byrjaði að rúlla. Í textanum syng ég meðal annars: Ég er með hópnum uppi í Skeifunni. Við vorum einmitt að keyra fram hjá Skeifunni þegar það kviknar í og ég tók upp myndband. Þetta var eiginlega fullkomið tækifæri sem vakti mjög fljótt athygli.“ @ekkidanjel original sound - danjel Draumur frá tólf ára aldri Tónlistin hefur lengi heillað Daníel sem langar að fara inn í bransann af fullum krafti. „Þetta hefur verið draumur hjá mér síðan að ég var tólf ára. Ég er sautján ára núna, ég veit að ég er ungur en ég er samt nú þegar búinn að vera í fimm ár í tónlistarbransanum. Mig langar líka ekki að setja fókusinn á aldurinn minn og vil ekki heyra: Þetta er gott, miðað við að hann sé sautján ára.“ Daníel tók sér pásu í eina önn úr skóla fyrir ári og ákvað að einbeita sér algjörlega að tónlistinni. „Mig langaði að vinna að því að gera góða tónlist sem virkaði. Ég sagði fyrst alltaf að markaðssetningin mín væri ekki nógu góð en aðalmálið var að ég var ekki sáttur með tónlistina sem ég var að gera. Ég er því búinn að vera mjög lengi á bak við tjöldin að æfa mig í að verða betri. Mér finnst tónlistin verða að tala sínu frekar en að markaðssetningin sé eitthvað klikkuð. Tónlistin er númer eitt, tvö og þrjú. Ég vildi alls ekki verða að einhverri TikTok stjörnu heldur vil ég bara geta notað platformið þar fyrir tónlistina mína.“ Tónlistin er númer eitt, tvö og þrjú hjá Daníel. Vísir/Vilhelm Gat ekki beðið eftir að segja pabba Aðspurður hvernig tilfinningin hafi verið að ná toppnum á Spotify svarar Daníel: „Þetta var mjög skemmtilegt. Það er búið að vera svo mikið í gangi og ég hef aldrei verið jafn upptekinn en ég var að gista með vinum mínum á fimmtudaginn og vakna svo á föstudagsmorgun við að Ólafur Jóhann, sem er mjög vinsæll á TikTok, sendir mér skilaboð og segir: Til hamingju. Ég fór beint inn á Spotify og sá að ég var kominn í fyrsta sætið. Ég hef aldrei staðið jafn hratt upp til þess að fara og segja pabba. Ég stóð upp og hljóp til hans með bros á vör og endurtók bara: Ég er í fyrsta sætið! Hann var mjög stoltur,“ segir Daníel brosandi. Daníel stefnir langt í tónlistinni.Aðsend Þykir of vænt um íslensku tunguna til að syngja á ensku Ásamt tónlistinni stundar Daníel nám á nýsköpunar-og hönnunarbraut við Tækniskólann. „Það hefur þó verið mjög erfitt að einblína á námið síðustu vikur.“ Hann stefnir langt í tónlistarheiminum og segist ætla að gera út heilmikið af lögum. „Mig langar líka að breyta senunni aðeins, koma með fjölbreytnina inn og gera þetta spennandi. Það er allt á uppleið núna í tónlistarsenunni eftir Covid og svona. Textalega séð langar mig líka að koma inn með jákvæðnina. Það er mikið af neikvæðri tónlist í gangi núna sem er góð en það vantar fjölbreytnina.“ @ekkidanjel Eru ekki allir jákvæðnir #positivevibes #swaggedout #fyrirþig SWAGGED OUT - danjel Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að stefna á erlendan markað svarar hann: „Það væri þá eftir að ég væri búinn að taka yfir Ísland. En ég veit ekki hvort ég hafi áhuga vegna þess að þá þyrfti ég að skipta yfir í enskuna. Mér þykir allt of vænt um tungumálið okkar til að gera það.“ Daníel þykir vænt um íslenska tungu og vill helst flytja tónlist sína á íslensku. Aðsend Hér má hlusta á Danjel á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira