Viðburðurinn er hluti af fundaröðinni Rakaskemmdir og mygla og stendur milli klukkan 13 og 16:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra opnar ráðstefnuna og í lok hennar mun Kristján Kristjánsson fréttamaður stýra pallborðsumræðum.
Ólafur Wallevik, prófessor við iðn- og tæknifræðideild HR er fundarstjóri.
Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og þar fyrri neðan má sjá upplýsingar um dagskrá fundarins.
