Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 12:00 Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Sigurjón Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. Þetta kemur fram í Facebook færslu Alexöndru. Þar segist hún skilja að margir séu vonsviknir yfir úrslitunum í gær þar sem Hera fór með sigur af hólmi eftir einvígi gegn Bashar. Hún segist sjálf vera vonsvikin. „Það að senda Bashar hefðu verið sterk skilaboð og hefðu getað verið leið fyrir hluta þjóðarinnar til þess að fylgjast með keppninni í ár þrátt fyrir þátttöku Ísraels, vegna þess að framlag Íslands hefði verið að senda þeim mjög skýrt hvað okkur finnst.“ Alexandra segist sjálf ekki viss um að það hefði dugað sér miðað við það sem er í gangi í Palestínu. En hún skilur að fólki hafi fundist það ágætis lausn. Réttlætir ekki illt tal um Heru „Án þess, þá er þetta mjög einfalt. Við fylgjumst ekki með keppninni, förum ekki í Eurovisionpartý og tökum ekki þátt í símakosningu. Að öllu þessu sögðu, þá réttlætir það ekki hvernig sum hafa leyft sér að tala um Heru.“ Alexandra segir Heru vera góða söngkonu og góða manneskju. Þó svo að einhver af þeim sem kusu hana hafi haft það sérstaklega sem leiðarljós að senda ekki Bashar, eða önnur furðuleg sjónarmið, sé líka fólk sem finnist hún frábær og hafi viljað senda hana. „Hún má keppa og reyna að vinna án þess að það sé litið á það sem einhverja sérstaka stuðningsyfirlýsingu við Ísrael. Þó að ég persónulega myndi ekki vilja fara út og keppa við þessar aðstæður í hennar sporum, þá er það ekki skylda að vera sammála mér um það,“ segir Alexandra. „Við getum verið vonsvikin með að fá ekki tækifærið til að senda skilaboðin sem við vildum án þess að gera það svona hatrammt gegn henni persónulega, og það að láta þannig gegn henni grefur undan málstaðnum og lætur okkur líta illa út. Við sjáum hversu fullkomlega ógeðfellt það er hvernig verstu týpurnar hafa leyft sér að tala um Bashar, förum ekki niður á það plan. Verum betri. Það er þá bara sniðganga á keppnina, sem var hvort eð er plan A.“ Eurovision Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook færslu Alexöndru. Þar segist hún skilja að margir séu vonsviknir yfir úrslitunum í gær þar sem Hera fór með sigur af hólmi eftir einvígi gegn Bashar. Hún segist sjálf vera vonsvikin. „Það að senda Bashar hefðu verið sterk skilaboð og hefðu getað verið leið fyrir hluta þjóðarinnar til þess að fylgjast með keppninni í ár þrátt fyrir þátttöku Ísraels, vegna þess að framlag Íslands hefði verið að senda þeim mjög skýrt hvað okkur finnst.“ Alexandra segist sjálf ekki viss um að það hefði dugað sér miðað við það sem er í gangi í Palestínu. En hún skilur að fólki hafi fundist það ágætis lausn. Réttlætir ekki illt tal um Heru „Án þess, þá er þetta mjög einfalt. Við fylgjumst ekki með keppninni, förum ekki í Eurovisionpartý og tökum ekki þátt í símakosningu. Að öllu þessu sögðu, þá réttlætir það ekki hvernig sum hafa leyft sér að tala um Heru.“ Alexandra segir Heru vera góða söngkonu og góða manneskju. Þó svo að einhver af þeim sem kusu hana hafi haft það sérstaklega sem leiðarljós að senda ekki Bashar, eða önnur furðuleg sjónarmið, sé líka fólk sem finnist hún frábær og hafi viljað senda hana. „Hún má keppa og reyna að vinna án þess að það sé litið á það sem einhverja sérstaka stuðningsyfirlýsingu við Ísrael. Þó að ég persónulega myndi ekki vilja fara út og keppa við þessar aðstæður í hennar sporum, þá er það ekki skylda að vera sammála mér um það,“ segir Alexandra. „Við getum verið vonsvikin með að fá ekki tækifærið til að senda skilaboðin sem við vildum án þess að gera það svona hatrammt gegn henni persónulega, og það að láta þannig gegn henni grefur undan málstaðnum og lætur okkur líta illa út. Við sjáum hversu fullkomlega ógeðfellt það er hvernig verstu týpurnar hafa leyft sér að tala um Bashar, förum ekki niður á það plan. Verum betri. Það er þá bara sniðganga á keppnina, sem var hvort eð er plan A.“
Eurovision Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira