Dómgæsluráðgjafinn segir að dómarinn hafi gert mistök fyrir sigurmark Liverpool Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. mars 2024 11:16 Mark Clattenburg segir að dóamrinn í leik Nottingham Forest og Liverpool hafi gert mistök í aðdraganda sigurmarks gestanna. Shaun Botterill/Getty Images Mark Clattenburg, fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeildinni og nýráðinn dómgæsluráðgjafi Notteingham Forest, segir að Paul Tierney hafi gert mistök í aðdraganda sigurmarks Liverpool gegn Forest. Darwin Nunez tryggði Liverpool dramatískan 0-1 sigur gegn Nottingham Forest í gær með marki á níundi mínútu uppbótartíma, tæpri mínútu eftir að uppgefinn uppbótartími var liðinn. Eins og gefur að skilja fögnuðu leikmenn og stuðningsmenn Liverpool markinu vel og innilega, en Clattenburg segir að Tierney hafi gert afdrifarík mistök í aðdraganda marksins. Tæpum tveimur mínútum fyrir markið hlaut Ibrahima Konate, varnarmaður Liverpool, höfuðmeiðsli og þurfti aðhlynningu. Heimamenn í Nottingham Forest voru með boltann þegar leikurinn var stöðvaður, en þegar leikurinn fór af stað á ný byrjaði Caoimhin Kelleher, markvörður Liverpool með boltann. Einni mínútu og fimmtíu sekúndum síðar skoraði Nunez sigurmark Liverpool. „Nottingham Forest átti að byrja með boltann.“ sagði Clattenburg í samtali við BBC í gær. „Ef dómarinn stöðvar leikinn á liðið sem var með boltann þegar hann var stöðvaður að byrja aftur með hann. Það var Forest í þessu tilviki.“ "The owner's quite upset" 🗣️❌ Nottingham Forest sent their referee analyst Mark Clattenburg to speak to us after Liverpool's late winner📲 https://t.co/bwOLfi4Imu#BBCFootball #NFOLIV pic.twitter.com/m5ej2BS2tE— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 3, 2024 Enski boltinn Tengdar fréttir Nunez sneri aftur og sótti sigur á ögurstundu Liverpool ferðaðist til Skírisskógar í dag og sótti 1-0 sigur á ögurstundu gegn Nottingham Forest. 2. mars 2024 17:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Sjá meira
Darwin Nunez tryggði Liverpool dramatískan 0-1 sigur gegn Nottingham Forest í gær með marki á níundi mínútu uppbótartíma, tæpri mínútu eftir að uppgefinn uppbótartími var liðinn. Eins og gefur að skilja fögnuðu leikmenn og stuðningsmenn Liverpool markinu vel og innilega, en Clattenburg segir að Tierney hafi gert afdrifarík mistök í aðdraganda marksins. Tæpum tveimur mínútum fyrir markið hlaut Ibrahima Konate, varnarmaður Liverpool, höfuðmeiðsli og þurfti aðhlynningu. Heimamenn í Nottingham Forest voru með boltann þegar leikurinn var stöðvaður, en þegar leikurinn fór af stað á ný byrjaði Caoimhin Kelleher, markvörður Liverpool með boltann. Einni mínútu og fimmtíu sekúndum síðar skoraði Nunez sigurmark Liverpool. „Nottingham Forest átti að byrja með boltann.“ sagði Clattenburg í samtali við BBC í gær. „Ef dómarinn stöðvar leikinn á liðið sem var með boltann þegar hann var stöðvaður að byrja aftur með hann. Það var Forest í þessu tilviki.“ "The owner's quite upset" 🗣️❌ Nottingham Forest sent their referee analyst Mark Clattenburg to speak to us after Liverpool's late winner📲 https://t.co/bwOLfi4Imu#BBCFootball #NFOLIV pic.twitter.com/m5ej2BS2tE— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 3, 2024
Enski boltinn Tengdar fréttir Nunez sneri aftur og sótti sigur á ögurstundu Liverpool ferðaðist til Skírisskógar í dag og sótti 1-0 sigur á ögurstundu gegn Nottingham Forest. 2. mars 2024 17:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Sjá meira
Nunez sneri aftur og sótti sigur á ögurstundu Liverpool ferðaðist til Skírisskógar í dag og sótti 1-0 sigur á ögurstundu gegn Nottingham Forest. 2. mars 2024 17:00