Dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos en ekkert hægt að útiloka Magnús Jochum Pálsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. mars 2024 18:44 Magnús Tumi segir margar mögulegar sviðsmyndir í boði en ekkert sé hægt að útiloka. Stöð 2 Jarðeðlisfræðingur sem flaug yfir svæðið þar sem kvikuhlaupið fór af stað segir enga virkni sjáanlega úr lofti. Hins vegar séu dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos þegar kvika fer af stað. Hegðunin sé svipuð og í fyrri eldgosum en það sé ekkert hægt að útiloka. Fréttastofa ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, um sexleytið en hann var þá nýkominn úr útsýnisflugi í þyrlu yfir svæðið þar sem skjálftavirknin hefur verið og kvikuhlaupið fór af stað um 16 í dag. Hvað sáuði þið? „Við vorum að fljúga yfir nýja hraunið og gígana og skoða hvað væri að sjá. Það fór kvikuhlaup af stað núna klukkan fjögur. Það getur leitt til eldgoss. Við fórum af stað núna og það gaus ekki meðan við vorum á svæðinu. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Magnús Tumi. Það er í rauninni ekkert til að sjá núna? „Það er engin virkni sem sést núna. Það er ekki komið neitt gos og ekki víst að það verði gos. En þetta eru dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos, þegar kvikan fer af stað. En það er ekki alveg alltaf þannig að það endar með eldgosi. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði hann. Kvikan leiti til hliðanna Hegðunin sé svipuð og í fyrri gosum en það sé erfitt að segja á hvaða leið hraunið sé. Kvikan leiti til hliðanna. Þetta er eins og hefur verið fyrir síðustu eldgos á þessu svæði? „Þetta er mjög í þeim stíl. En þegar maður er uppi í þyrlu er maður kannski ekki með augun á skjánum að skoða öll gögn og hvernig það hefur hegðað sér síðasta klukkutímann varðandi aðlögun og annað get ég ekki alveg sagt. Við verðum að sjá hverju fram vindur. Hvort þetta endar í eldgosi eða stoppar áður. Það er ekki útilokað,“ sagði Magnús Tumi. Skjálftahrinan virðist vera að leita til suðurs, heldurðu að kvikuinnskotið sé að fara nær Grindavík? „Það er erfitt að segja hvort það er á þeirri leið. Það voru einhverjiir skjálftar þar. Það er sennilega eins og kvikan sé að leita sér leiða til hliðanna. Það er ekki hægt að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við verðum að sjá hverju fram vindur þangað til þessi atburður er búinn. Hvort hann endar með eldgosi og hvar það er,“ sagði Magnús Tumi. „Það gæti verið beint við Sýlingarfellið þar sem hraunstraumið er, það gæti verið lengra til norðurs og það gæti líka verið lengra til suðurs, meira í átt að Grindavík. Þetta eru möguleikarnir og á þessari stundu er ekkert hægt að segja um hvort það endar með gosi og hvert það leitar. Þessi lengri tími bendir til þess að kvikan sé að leita fyrir sér til hliðanna,“ sagði hann að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, um sexleytið en hann var þá nýkominn úr útsýnisflugi í þyrlu yfir svæðið þar sem skjálftavirknin hefur verið og kvikuhlaupið fór af stað um 16 í dag. Hvað sáuði þið? „Við vorum að fljúga yfir nýja hraunið og gígana og skoða hvað væri að sjá. Það fór kvikuhlaup af stað núna klukkan fjögur. Það getur leitt til eldgoss. Við fórum af stað núna og það gaus ekki meðan við vorum á svæðinu. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Magnús Tumi. Það er í rauninni ekkert til að sjá núna? „Það er engin virkni sem sést núna. Það er ekki komið neitt gos og ekki víst að það verði gos. En þetta eru dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos, þegar kvikan fer af stað. En það er ekki alveg alltaf þannig að það endar með eldgosi. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði hann. Kvikan leiti til hliðanna Hegðunin sé svipuð og í fyrri gosum en það sé erfitt að segja á hvaða leið hraunið sé. Kvikan leiti til hliðanna. Þetta er eins og hefur verið fyrir síðustu eldgos á þessu svæði? „Þetta er mjög í þeim stíl. En þegar maður er uppi í þyrlu er maður kannski ekki með augun á skjánum að skoða öll gögn og hvernig það hefur hegðað sér síðasta klukkutímann varðandi aðlögun og annað get ég ekki alveg sagt. Við verðum að sjá hverju fram vindur. Hvort þetta endar í eldgosi eða stoppar áður. Það er ekki útilokað,“ sagði Magnús Tumi. Skjálftahrinan virðist vera að leita til suðurs, heldurðu að kvikuinnskotið sé að fara nær Grindavík? „Það er erfitt að segja hvort það er á þeirri leið. Það voru einhverjiir skjálftar þar. Það er sennilega eins og kvikan sé að leita sér leiða til hliðanna. Það er ekki hægt að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við verðum að sjá hverju fram vindur þangað til þessi atburður er búinn. Hvort hann endar með eldgosi og hvar það er,“ sagði Magnús Tumi. „Það gæti verið beint við Sýlingarfellið þar sem hraunstraumið er, það gæti verið lengra til norðurs og það gæti líka verið lengra til suðurs, meira í átt að Grindavík. Þetta eru möguleikarnir og á þessari stundu er ekkert hægt að segja um hvort það endar með gosi og hvert það leitar. Þessi lengri tími bendir til þess að kvikan sé að leita fyrir sér til hliðanna,“ sagði hann að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira