Sandra María og Agla María með þrennur | Víkingar skoruðu fimm Ágúst Orri Arnarson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 2. mars 2024 21:06 Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í dag. Vísir/Hulda Margrét Fjöldinn allur af leikjum fór fram í A-deild Lengjubikar karla og kvenna í dag. Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór. Lengjubikar karla Riðill 1 FH tók á móti Gróttu í Skessunni og hafði betur, 1-0, eftir mark frá fyrirliðanum Birni Daníel Sverrissyni. FH hefur nú leikið alla fimm leiki sína og er með 9 stig á meðan Grindavík er með 10 stig á toppnum eftir fimm leiki. Bæði Keflavík og Breiðablik geta náð toppsætinu en þau eiga einn og tvo leiki eftir. Seltirningar eru hins vegar á botninum án stiga eftir fjóra leiki. Riðill 2 Fram og ÍBV skildu jöfn 2-2 en leikið var í Úlfarsárdal. Heimamenn komust tveimur yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Jannik Pohl Holmsgaard og Guðmundi Magnússyni. Þetta var fyrsta stig ÍBV sem situr neðst í riðlinum, Fram er einu sæti ofar með 4 stig. Guðmundur Magnússon skoraði fyrir Fram.vísir/Diego Riðill 3 Þór Akureyri tók á móti KR í riðli 3. Gestirnir mættu með ungt lið til Akureyrar og vantaði mörg af þeirra stærstu nöfnum. Það nýttu heimamenn sér en staðan var 3-0 Þór í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik hættu Þórsarar við einu mark til viðbótar og unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Aron Ingi Magnússon, Marc Rochester Sörensen, Fannar Daði Malmquist og Bjarki Þór Viðarsson. Bæði lið hafa leikið fjóra leiki og eru í 1. og 2. sæti riðilsins. Þór Ak. á toppnum með fullt hús stiga og KR þar á eftir með 9 stig. Riðill 4 Íslands- og bikarmeistarar Víkings voru í heimsókn á Dalvík þar sem þeir mættu heimamönnum í Dalvík/Reyni. Daði Berg Jónsson kom Víkingum yfir og Danijel Dejan Djuric - sem er enn leikmaður Víkings - tvöfaldaði forystuna, staðan 0-2 í hálfleik. Í síðari hálfleik skoraði Ari Sigurpálsson tvívegis og Pablo Punyed einu sinni. Lokatölur 5-0 Víkingum í vil. Víkingur er á toppi riðilsins með 9 stig en hefur lokið leik. ÍA og KA eiga leik til góða og geta því náð toppsætinu. Dalvík/Reynir situr á botninum án stiga. Lengjubikar kvenna Riðill 1 Þar mættust Fylkir og Breiðablik í leik sem var eign gestanna úr Kópavogi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik og Birta Georgsdóttir bætti við fjórða markinu þegar klukkustund var liðin. Lokatölur í Árbænum 0-4. Birta Georgsdóttir skoraði eitt mark í dag.Vísir/Hulda Margrét Í sama riðli tók Tindastóll á móti Íslandsmeisturum Vals. Fór það svo að gestirnir unnu þægilegan 3-0 útisigur. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir braut ísinn, Amanda Jacobsen Andradóttir tvöfaldaði forystuna og Helena Ósk Hálfdánardóttir kórónaði góðan leik Vals með marki í blálokin. Valur er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Blikar hafa leikið einum leik minna en unnið alla sína leiki. Fylkir er með fjögur stig að loknum 4 leikjum á meðan Tindastóll er með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki. Riðill 2 ÍBV sótti Víking heim en leiknum lauk með 4-2 sigri Víkings. Bergdís Sveinsdóttir kom Víkingum yfir og Sigdís Eva Bárðardóttir tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sigdís Eva kom Víking 3-0 yfir áður en Kristín Klara Óskarsdóttir minnkaði muninn. Helena Hekla Hlynsdóttir minnkaði muninn enn frekar í uppbótartíma en örskömmu síðar bætti Bergdís við öðru marki sínu og fjórða marki Víkings. Þá mættust Þór/KA og Þróttur Reykjavík í Boganum. Vann heimaliðið stórsigur, lokatölur 6-2. Bríet Jóhannsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk heimaliðsins áður en Sandra María Jessen bætti því þriðja við. Sandra María skoraði þrennu í kvöld.VÍSIR/VILHELM Angela Mary Helgadóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því 3-1 áður en Margrét Árnadóttir kom Þór/KA 4-1 yfir. Sandra María bætti við fimmta markinu og fullkomnaði þrennu sína á 81. mínútu. Freyja Karín Þorvarðardóttir minnkaði muninn skömmu síðar, lokatölur 6-2. Þór/KA er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Víkingar eru með sex stig eftir jafn marga leiki. Þróttur Reykjavík er með eitt stig og ÍBV er án stiga. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ Sjá meira
Lengjubikar karla Riðill 1 FH tók á móti Gróttu í Skessunni og hafði betur, 1-0, eftir mark frá fyrirliðanum Birni Daníel Sverrissyni. FH hefur nú leikið alla fimm leiki sína og er með 9 stig á meðan Grindavík er með 10 stig á toppnum eftir fimm leiki. Bæði Keflavík og Breiðablik geta náð toppsætinu en þau eiga einn og tvo leiki eftir. Seltirningar eru hins vegar á botninum án stiga eftir fjóra leiki. Riðill 2 Fram og ÍBV skildu jöfn 2-2 en leikið var í Úlfarsárdal. Heimamenn komust tveimur yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Jannik Pohl Holmsgaard og Guðmundi Magnússyni. Þetta var fyrsta stig ÍBV sem situr neðst í riðlinum, Fram er einu sæti ofar með 4 stig. Guðmundur Magnússon skoraði fyrir Fram.vísir/Diego Riðill 3 Þór Akureyri tók á móti KR í riðli 3. Gestirnir mættu með ungt lið til Akureyrar og vantaði mörg af þeirra stærstu nöfnum. Það nýttu heimamenn sér en staðan var 3-0 Þór í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik hættu Þórsarar við einu mark til viðbótar og unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Aron Ingi Magnússon, Marc Rochester Sörensen, Fannar Daði Malmquist og Bjarki Þór Viðarsson. Bæði lið hafa leikið fjóra leiki og eru í 1. og 2. sæti riðilsins. Þór Ak. á toppnum með fullt hús stiga og KR þar á eftir með 9 stig. Riðill 4 Íslands- og bikarmeistarar Víkings voru í heimsókn á Dalvík þar sem þeir mættu heimamönnum í Dalvík/Reyni. Daði Berg Jónsson kom Víkingum yfir og Danijel Dejan Djuric - sem er enn leikmaður Víkings - tvöfaldaði forystuna, staðan 0-2 í hálfleik. Í síðari hálfleik skoraði Ari Sigurpálsson tvívegis og Pablo Punyed einu sinni. Lokatölur 5-0 Víkingum í vil. Víkingur er á toppi riðilsins með 9 stig en hefur lokið leik. ÍA og KA eiga leik til góða og geta því náð toppsætinu. Dalvík/Reynir situr á botninum án stiga. Lengjubikar kvenna Riðill 1 Þar mættust Fylkir og Breiðablik í leik sem var eign gestanna úr Kópavogi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik og Birta Georgsdóttir bætti við fjórða markinu þegar klukkustund var liðin. Lokatölur í Árbænum 0-4. Birta Georgsdóttir skoraði eitt mark í dag.Vísir/Hulda Margrét Í sama riðli tók Tindastóll á móti Íslandsmeisturum Vals. Fór það svo að gestirnir unnu þægilegan 3-0 útisigur. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir braut ísinn, Amanda Jacobsen Andradóttir tvöfaldaði forystuna og Helena Ósk Hálfdánardóttir kórónaði góðan leik Vals með marki í blálokin. Valur er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Blikar hafa leikið einum leik minna en unnið alla sína leiki. Fylkir er með fjögur stig að loknum 4 leikjum á meðan Tindastóll er með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki. Riðill 2 ÍBV sótti Víking heim en leiknum lauk með 4-2 sigri Víkings. Bergdís Sveinsdóttir kom Víkingum yfir og Sigdís Eva Bárðardóttir tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sigdís Eva kom Víking 3-0 yfir áður en Kristín Klara Óskarsdóttir minnkaði muninn. Helena Hekla Hlynsdóttir minnkaði muninn enn frekar í uppbótartíma en örskömmu síðar bætti Bergdís við öðru marki sínu og fjórða marki Víkings. Þá mættust Þór/KA og Þróttur Reykjavík í Boganum. Vann heimaliðið stórsigur, lokatölur 6-2. Bríet Jóhannsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk heimaliðsins áður en Sandra María Jessen bætti því þriðja við. Sandra María skoraði þrennu í kvöld.VÍSIR/VILHELM Angela Mary Helgadóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því 3-1 áður en Margrét Árnadóttir kom Þór/KA 4-1 yfir. Sandra María bætti við fimmta markinu og fullkomnaði þrennu sína á 81. mínútu. Freyja Karín Þorvarðardóttir minnkaði muninn skömmu síðar, lokatölur 6-2. Þór/KA er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Víkingar eru með sex stig eftir jafn marga leiki. Þróttur Reykjavík er með eitt stig og ÍBV er án stiga.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ Sjá meira