Vinstri græn næðu ekki inn á þing Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. mars 2024 19:37 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, er vafalaust ekki sátt með fylgi flokksins í könnunum. Vísir/Arnar Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. Þetta kemur fram í frétt Rúv um Þjóðarpúls Gallúp sem unnin var 1. til 29. febrúar. Fylgi VG hefur dalað jafnt og þétt frá síðustu Alþingkosningum þegar flokkurinn fékk 12,6 prósent. Hann mælist núna í fyrsta sinn undir fimm prósentum sem er skilyrði fyrir því að flokkar fái uppbótarþingmann. Þar að auki mælist flokkurinn heldur ekki með kjördæmakjörinn þingmann og myndi því þurrkast af þingi ef útkoman yrði þessi. Flokkurinn hefur ekki mælst jafn illa í könnunum síðan hann var stofnaður í febrúar 1999. Vinstri græn mældust með 5,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi fyrir mánuði síðan sem hefði dugað til þriggja þingsæta. Hægri flokkarnir bæta við sig og Samfylking missir fylgi VG er ekki eini flokkurinn sem missir fylgi frá síðasta Þjóðarpúlsi. Samfylkingin mælist áfram með mest fylgi en fer úr 30,6 prósentum í síðasta Þjóðarpúlsi í 28,2 prósent núna. Það er svipað mikið og flokkurinn mældist með fyrir um mánuði síðan. Það er ekki ólíklegt að þar spili inn í fréttaflutningur og mikið umtal um meinta stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum í kjölfar ummæla sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, lét falla 19. febrúar síðastliðinn. Flokkarnir tveir sem eru lengst til hægri á pólitíska ásnum, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, bæta nokkuð við sig. Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 18,2 prósentum í 19,9 prósent en Miðflokkurinn fer úr 10,9 prósentum í 12,8 prósent. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með frá febrúar 2020. Fylgi annarra flokka breytist lítið og er eftirfarandi (fylgi í kosningum 2021 er innan sviga): Samfylkingin: 28,2 prósent (9,9 prósent) Sjálfstæðisflokkurinn: 19,9 prósent (24,4 prósent) Miðflokkurinn: 12,8 prósent (5,5 prósent) Framsókn: 8,8 prósent (17,3 prósent) Píratar: 8,0 prósent (8,6 prósent) Viðreisn: 7,5 prósent (8,3 prósent) Flokkur fólksins: 6,8 prósent (8,9 prósent) Vinstri græn: 4,7 prósent (12,6 prósent) Sósíalistaflokkurinn: 3,5 prósent (4,1 prósent) Samkvæmt frétt Rúv voru 9.964 í heildarúrtaki Þjóðarpúlsins og var þátttökuhlutfallið 48,1 prósent. Könnunin var unnin á netinu 1. til 29. febrúar. Vikmörk á fylgi flokka eru 0,6 til 1,5 prósent. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Skoðanakannanir Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2. febrúar 2024 10:09 Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3. janúar 2024 07:39 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Rúv um Þjóðarpúls Gallúp sem unnin var 1. til 29. febrúar. Fylgi VG hefur dalað jafnt og þétt frá síðustu Alþingkosningum þegar flokkurinn fékk 12,6 prósent. Hann mælist núna í fyrsta sinn undir fimm prósentum sem er skilyrði fyrir því að flokkar fái uppbótarþingmann. Þar að auki mælist flokkurinn heldur ekki með kjördæmakjörinn þingmann og myndi því þurrkast af þingi ef útkoman yrði þessi. Flokkurinn hefur ekki mælst jafn illa í könnunum síðan hann var stofnaður í febrúar 1999. Vinstri græn mældust með 5,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi fyrir mánuði síðan sem hefði dugað til þriggja þingsæta. Hægri flokkarnir bæta við sig og Samfylking missir fylgi VG er ekki eini flokkurinn sem missir fylgi frá síðasta Þjóðarpúlsi. Samfylkingin mælist áfram með mest fylgi en fer úr 30,6 prósentum í síðasta Þjóðarpúlsi í 28,2 prósent núna. Það er svipað mikið og flokkurinn mældist með fyrir um mánuði síðan. Það er ekki ólíklegt að þar spili inn í fréttaflutningur og mikið umtal um meinta stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum í kjölfar ummæla sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, lét falla 19. febrúar síðastliðinn. Flokkarnir tveir sem eru lengst til hægri á pólitíska ásnum, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, bæta nokkuð við sig. Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 18,2 prósentum í 19,9 prósent en Miðflokkurinn fer úr 10,9 prósentum í 12,8 prósent. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með frá febrúar 2020. Fylgi annarra flokka breytist lítið og er eftirfarandi (fylgi í kosningum 2021 er innan sviga): Samfylkingin: 28,2 prósent (9,9 prósent) Sjálfstæðisflokkurinn: 19,9 prósent (24,4 prósent) Miðflokkurinn: 12,8 prósent (5,5 prósent) Framsókn: 8,8 prósent (17,3 prósent) Píratar: 8,0 prósent (8,6 prósent) Viðreisn: 7,5 prósent (8,3 prósent) Flokkur fólksins: 6,8 prósent (8,9 prósent) Vinstri græn: 4,7 prósent (12,6 prósent) Sósíalistaflokkurinn: 3,5 prósent (4,1 prósent) Samkvæmt frétt Rúv voru 9.964 í heildarúrtaki Þjóðarpúlsins og var þátttökuhlutfallið 48,1 prósent. Könnunin var unnin á netinu 1. til 29. febrúar. Vikmörk á fylgi flokka eru 0,6 til 1,5 prósent.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Skoðanakannanir Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2. febrúar 2024 10:09 Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3. janúar 2024 07:39 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2. febrúar 2024 10:09
Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3. janúar 2024 07:39