Kláraði háskólanám meðfram atvinnumennsku: „Hefði verið synd að láta þetta sitja á hakanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2024 09:00 Viggó Kristjánsson náði sér í BA-gráðu meðfram atvinnumennsku í handbolta. vísir/vilhelm Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, útskrifaðist á dögunum úr námi í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Viggó leikur með Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni og skoraði fjórtán mörk þegar liðið sigraði Bergischer, 33-22, í fyrradag. Seltirningurinn er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 141 mark í vetur. Viggó er ýmislegt annað til lista lagt en að spila handbolta. Fótboltasaga hans er nokkuð þekkt og þá er hann búinn að klára BA-nám í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. „Eftir menntaskóla vann ég tvö ár sem stuðningsfulltrúi með handboltanum. Þar kviknaði áhuginn á sínum tíma. Yfirmaðurinn minn í skólanum hvatti mig svo til að kíkja á þetta nám sem ég og gerði,“ sagði Viggó í samtali við Vísi. „Ég byrjaði á náminu heima en fór svo út til Danmerkur í atvinnumennsku eftir fyrsta árið. Ég kláraði annað árið í fjarnámi. Svo kom smá babb í bátinn og ég fékk ekki leyfi til að halda áfram í fjarnámi. Ég reyndi að þrýsta þessu í gegn en það gekk ekki þannig ég setti þetta til hliðar í svolítinn tíma.“ Kláraði þetta litla sem eftir var Í kórónuveirufaraldrinum voru reglurnar varðandi fjarnám rýmkaðar og það gaf Viggó tækifæri á að halda áfram með námið. „Ég kannaði þetta aftur eftir covid hvort það væri möguleiki á að klára þetta litla sem eftir var. Ég fékk leyfi til þess og hef verið að dútla í því síðasta árið og það gekk vel,“ sagði Viggó sem útskrifaðist svo á dögunum. Viggó var markahæsti leikmaður Íslands á EM í janúar.vísir/vilhelm „Ég var búinn með ritgerðina og allt á sínum tíma þannig það hefði verið synd að láta þetta sitja á hakanum. Svo verður bara að koma í ljós hvort maður fylgi þessu eitthvað í framtíðinni en það er gott að vera búinn með þetta og þurfa ekki að pæla í því meira.“ Heldur öllu opnu Eins og staðan er núna kveðst Viggó þó ekki vera að hugsa um meistaranám í þroskaþjálfafræði. „Ekki alveg strax. Það er líka langt síðan ég byrjaði í þessu og margt breyst síðan þá. Maður hefði kannski farið í eitthvað allt annað í dag. Ég held öllu opnu en ég ætla að bíða aðeins með þetta. Það er nóg að gera í handboltanum og með lítil börn,“ sagði Viggó. Tilvalið að nýta tímann Hann segir að henti vel að vera í námi meðfram atvinnumennsku í íþróttum. „Sérstaklega ef fólk er barnlaust, þá er meira en nógur tími til að gera eitthvað. Það er um að gera að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt, hvort sem það er nám eða eitthvað annað. Það segir sig sjálft að það er auðveldara fyrir okkur að finna tíma en einhvern sem er í átta til fjögur vinnu fimm daga vikunnar,“ sagði Viggó. Viggó hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2016, fyrst í Danmörku, svo Austurríki og í Þýskalandi undanfarin fimm ár.getty/Jan Woitas Hann verður væntanlega í eldlínunni þegar Leipzig tekur á móti Melsungen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni á morgun. Leipzig er í 13. sæti en Melsungen í því fimmta. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Háskólar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Viggó leikur með Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni og skoraði fjórtán mörk þegar liðið sigraði Bergischer, 33-22, í fyrradag. Seltirningurinn er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 141 mark í vetur. Viggó er ýmislegt annað til lista lagt en að spila handbolta. Fótboltasaga hans er nokkuð þekkt og þá er hann búinn að klára BA-nám í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. „Eftir menntaskóla vann ég tvö ár sem stuðningsfulltrúi með handboltanum. Þar kviknaði áhuginn á sínum tíma. Yfirmaðurinn minn í skólanum hvatti mig svo til að kíkja á þetta nám sem ég og gerði,“ sagði Viggó í samtali við Vísi. „Ég byrjaði á náminu heima en fór svo út til Danmerkur í atvinnumennsku eftir fyrsta árið. Ég kláraði annað árið í fjarnámi. Svo kom smá babb í bátinn og ég fékk ekki leyfi til að halda áfram í fjarnámi. Ég reyndi að þrýsta þessu í gegn en það gekk ekki þannig ég setti þetta til hliðar í svolítinn tíma.“ Kláraði þetta litla sem eftir var Í kórónuveirufaraldrinum voru reglurnar varðandi fjarnám rýmkaðar og það gaf Viggó tækifæri á að halda áfram með námið. „Ég kannaði þetta aftur eftir covid hvort það væri möguleiki á að klára þetta litla sem eftir var. Ég fékk leyfi til þess og hef verið að dútla í því síðasta árið og það gekk vel,“ sagði Viggó sem útskrifaðist svo á dögunum. Viggó var markahæsti leikmaður Íslands á EM í janúar.vísir/vilhelm „Ég var búinn með ritgerðina og allt á sínum tíma þannig það hefði verið synd að láta þetta sitja á hakanum. Svo verður bara að koma í ljós hvort maður fylgi þessu eitthvað í framtíðinni en það er gott að vera búinn með þetta og þurfa ekki að pæla í því meira.“ Heldur öllu opnu Eins og staðan er núna kveðst Viggó þó ekki vera að hugsa um meistaranám í þroskaþjálfafræði. „Ekki alveg strax. Það er líka langt síðan ég byrjaði í þessu og margt breyst síðan þá. Maður hefði kannski farið í eitthvað allt annað í dag. Ég held öllu opnu en ég ætla að bíða aðeins með þetta. Það er nóg að gera í handboltanum og með lítil börn,“ sagði Viggó. Tilvalið að nýta tímann Hann segir að henti vel að vera í námi meðfram atvinnumennsku í íþróttum. „Sérstaklega ef fólk er barnlaust, þá er meira en nógur tími til að gera eitthvað. Það er um að gera að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt, hvort sem það er nám eða eitthvað annað. Það segir sig sjálft að það er auðveldara fyrir okkur að finna tíma en einhvern sem er í átta til fjögur vinnu fimm daga vikunnar,“ sagði Viggó. Viggó hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2016, fyrst í Danmörku, svo Austurríki og í Þýskalandi undanfarin fimm ár.getty/Jan Woitas Hann verður væntanlega í eldlínunni þegar Leipzig tekur á móti Melsungen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni á morgun. Leipzig er í 13. sæti en Melsungen í því fimmta.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Háskólar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira