Kláraði háskólanám meðfram atvinnumennsku: „Hefði verið synd að láta þetta sitja á hakanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2024 09:00 Viggó Kristjánsson náði sér í BA-gráðu meðfram atvinnumennsku í handbolta. vísir/vilhelm Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, útskrifaðist á dögunum úr námi í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Viggó leikur með Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni og skoraði fjórtán mörk þegar liðið sigraði Bergischer, 33-22, í fyrradag. Seltirningurinn er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 141 mark í vetur. Viggó er ýmislegt annað til lista lagt en að spila handbolta. Fótboltasaga hans er nokkuð þekkt og þá er hann búinn að klára BA-nám í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. „Eftir menntaskóla vann ég tvö ár sem stuðningsfulltrúi með handboltanum. Þar kviknaði áhuginn á sínum tíma. Yfirmaðurinn minn í skólanum hvatti mig svo til að kíkja á þetta nám sem ég og gerði,“ sagði Viggó í samtali við Vísi. „Ég byrjaði á náminu heima en fór svo út til Danmerkur í atvinnumennsku eftir fyrsta árið. Ég kláraði annað árið í fjarnámi. Svo kom smá babb í bátinn og ég fékk ekki leyfi til að halda áfram í fjarnámi. Ég reyndi að þrýsta þessu í gegn en það gekk ekki þannig ég setti þetta til hliðar í svolítinn tíma.“ Kláraði þetta litla sem eftir var Í kórónuveirufaraldrinum voru reglurnar varðandi fjarnám rýmkaðar og það gaf Viggó tækifæri á að halda áfram með námið. „Ég kannaði þetta aftur eftir covid hvort það væri möguleiki á að klára þetta litla sem eftir var. Ég fékk leyfi til þess og hef verið að dútla í því síðasta árið og það gekk vel,“ sagði Viggó sem útskrifaðist svo á dögunum. Viggó var markahæsti leikmaður Íslands á EM í janúar.vísir/vilhelm „Ég var búinn með ritgerðina og allt á sínum tíma þannig það hefði verið synd að láta þetta sitja á hakanum. Svo verður bara að koma í ljós hvort maður fylgi þessu eitthvað í framtíðinni en það er gott að vera búinn með þetta og þurfa ekki að pæla í því meira.“ Heldur öllu opnu Eins og staðan er núna kveðst Viggó þó ekki vera að hugsa um meistaranám í þroskaþjálfafræði. „Ekki alveg strax. Það er líka langt síðan ég byrjaði í þessu og margt breyst síðan þá. Maður hefði kannski farið í eitthvað allt annað í dag. Ég held öllu opnu en ég ætla að bíða aðeins með þetta. Það er nóg að gera í handboltanum og með lítil börn,“ sagði Viggó. Tilvalið að nýta tímann Hann segir að henti vel að vera í námi meðfram atvinnumennsku í íþróttum. „Sérstaklega ef fólk er barnlaust, þá er meira en nógur tími til að gera eitthvað. Það er um að gera að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt, hvort sem það er nám eða eitthvað annað. Það segir sig sjálft að það er auðveldara fyrir okkur að finna tíma en einhvern sem er í átta til fjögur vinnu fimm daga vikunnar,“ sagði Viggó. Viggó hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2016, fyrst í Danmörku, svo Austurríki og í Þýskalandi undanfarin fimm ár.getty/Jan Woitas Hann verður væntanlega í eldlínunni þegar Leipzig tekur á móti Melsungen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni á morgun. Leipzig er í 13. sæti en Melsungen í því fimmta. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Háskólar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Viggó leikur með Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni og skoraði fjórtán mörk þegar liðið sigraði Bergischer, 33-22, í fyrradag. Seltirningurinn er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 141 mark í vetur. Viggó er ýmislegt annað til lista lagt en að spila handbolta. Fótboltasaga hans er nokkuð þekkt og þá er hann búinn að klára BA-nám í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. „Eftir menntaskóla vann ég tvö ár sem stuðningsfulltrúi með handboltanum. Þar kviknaði áhuginn á sínum tíma. Yfirmaðurinn minn í skólanum hvatti mig svo til að kíkja á þetta nám sem ég og gerði,“ sagði Viggó í samtali við Vísi. „Ég byrjaði á náminu heima en fór svo út til Danmerkur í atvinnumennsku eftir fyrsta árið. Ég kláraði annað árið í fjarnámi. Svo kom smá babb í bátinn og ég fékk ekki leyfi til að halda áfram í fjarnámi. Ég reyndi að þrýsta þessu í gegn en það gekk ekki þannig ég setti þetta til hliðar í svolítinn tíma.“ Kláraði þetta litla sem eftir var Í kórónuveirufaraldrinum voru reglurnar varðandi fjarnám rýmkaðar og það gaf Viggó tækifæri á að halda áfram með námið. „Ég kannaði þetta aftur eftir covid hvort það væri möguleiki á að klára þetta litla sem eftir var. Ég fékk leyfi til þess og hef verið að dútla í því síðasta árið og það gekk vel,“ sagði Viggó sem útskrifaðist svo á dögunum. Viggó var markahæsti leikmaður Íslands á EM í janúar.vísir/vilhelm „Ég var búinn með ritgerðina og allt á sínum tíma þannig það hefði verið synd að láta þetta sitja á hakanum. Svo verður bara að koma í ljós hvort maður fylgi þessu eitthvað í framtíðinni en það er gott að vera búinn með þetta og þurfa ekki að pæla í því meira.“ Heldur öllu opnu Eins og staðan er núna kveðst Viggó þó ekki vera að hugsa um meistaranám í þroskaþjálfafræði. „Ekki alveg strax. Það er líka langt síðan ég byrjaði í þessu og margt breyst síðan þá. Maður hefði kannski farið í eitthvað allt annað í dag. Ég held öllu opnu en ég ætla að bíða aðeins með þetta. Það er nóg að gera í handboltanum og með lítil börn,“ sagði Viggó. Tilvalið að nýta tímann Hann segir að henti vel að vera í námi meðfram atvinnumennsku í íþróttum. „Sérstaklega ef fólk er barnlaust, þá er meira en nógur tími til að gera eitthvað. Það er um að gera að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt, hvort sem það er nám eða eitthvað annað. Það segir sig sjálft að það er auðveldara fyrir okkur að finna tíma en einhvern sem er í átta til fjögur vinnu fimm daga vikunnar,“ sagði Viggó. Viggó hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2016, fyrst í Danmörku, svo Austurríki og í Þýskalandi undanfarin fimm ár.getty/Jan Woitas Hann verður væntanlega í eldlínunni þegar Leipzig tekur á móti Melsungen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni á morgun. Leipzig er í 13. sæti en Melsungen í því fimmta.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Háskólar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira