Gísli tryggði sigurinn er Evrópumeistararnir höfðu betur í toppslagnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. febrúar 2024 21:23 Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir að marki Barcelona í leik kvöldsins. Ronny Hartmann/picture alliance via Getty Images Evrópumeistarar Magdeburg unnu dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Barcelona í toppslag B-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld, 29-28. Barcelona og Magdeburg sátu í 1. og 2. sæti riðilsins fyrir leik kvöldsins og með sigri gátu Börsungar tryggt sér beint sæti í átta liða úrslit keppninnar. Magdeburg gat hins vegar jafnað Barcelona að stigum með sigri, en efstu tvö sætin gefa sæti í átta liða úrslitum á meðan liðin sem enda í 3.-6. sæti fara í umspil. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda. Liðin skiptust á að hafa forystuna, en það voru gestirnir frá Barelona sem leiddu með einu marki í hálfleik, staðan 13-14. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og virtist ekkert geta skilið liðin að. Börsungar náðu reyndar fjögurra marka forskoti snemma í síðari hálfleik, en heimamenn voru fljótir að snúa genginu við og jafna metin í stöðunni 21-21. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og var staðan jöfn þegar heimamenn í Magdeburg héldu í seinustu sókn leiksins. Þar tryggði Gísli Þorgeir Kristjánsson liðinu dramatískan eins marks sigur með seinasta kasti leiksins, hans sjötta mark í leiknum, lokatölur 29-28. This is how you win #MOTW and the #POTM 𝐊𝐫𝐢𝐬𝐭𝐣𝐚𝐧𝐬𝐬𝐨𝐧 did it ✨#ehfcl #clm #daretorise pic.twitter.com/wFGRQ1NCs8— EHF Champions League (@ehfcl) February 29, 2024 Magdeburg og Barcelona deila nú toppsæti B-riðils með 22 stig hvort, en Börsungar verma þó 1. sætið með betri markatölu. Alls voru skoruð ellefu íslensk mörk í leiknum, en þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Magdeburg og Janus Daði Smárason skoraði eitt. Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém öruggan sex marka útisigur gegn Montpellier, 31-37. Bjarki Már komst ekki á blað fyrir gestina, en Veszprém er í harðri baráttu við Barcelona og Magdeburg um beint sæti í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið situr í þriðja sæti B-riðils með 20 stig, tveimur stigum minna en toppliðin tvö þegar ein umferð er eftir. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Barcelona og Magdeburg sátu í 1. og 2. sæti riðilsins fyrir leik kvöldsins og með sigri gátu Börsungar tryggt sér beint sæti í átta liða úrslit keppninnar. Magdeburg gat hins vegar jafnað Barcelona að stigum með sigri, en efstu tvö sætin gefa sæti í átta liða úrslitum á meðan liðin sem enda í 3.-6. sæti fara í umspil. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda. Liðin skiptust á að hafa forystuna, en það voru gestirnir frá Barelona sem leiddu með einu marki í hálfleik, staðan 13-14. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og virtist ekkert geta skilið liðin að. Börsungar náðu reyndar fjögurra marka forskoti snemma í síðari hálfleik, en heimamenn voru fljótir að snúa genginu við og jafna metin í stöðunni 21-21. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og var staðan jöfn þegar heimamenn í Magdeburg héldu í seinustu sókn leiksins. Þar tryggði Gísli Þorgeir Kristjánsson liðinu dramatískan eins marks sigur með seinasta kasti leiksins, hans sjötta mark í leiknum, lokatölur 29-28. This is how you win #MOTW and the #POTM 𝐊𝐫𝐢𝐬𝐭𝐣𝐚𝐧𝐬𝐬𝐨𝐧 did it ✨#ehfcl #clm #daretorise pic.twitter.com/wFGRQ1NCs8— EHF Champions League (@ehfcl) February 29, 2024 Magdeburg og Barcelona deila nú toppsæti B-riðils með 22 stig hvort, en Börsungar verma þó 1. sætið með betri markatölu. Alls voru skoruð ellefu íslensk mörk í leiknum, en þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Magdeburg og Janus Daði Smárason skoraði eitt. Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém öruggan sex marka útisigur gegn Montpellier, 31-37. Bjarki Már komst ekki á blað fyrir gestina, en Veszprém er í harðri baráttu við Barcelona og Magdeburg um beint sæti í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið situr í þriðja sæti B-riðils með 20 stig, tveimur stigum minna en toppliðin tvö þegar ein umferð er eftir.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira