Vill að Fulham biðjist afsökunar á TikTok-myndbandi af Bruno Fernandes Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. febrúar 2024 23:30 Bruno Fernandes virtist reyna ýmislegt til að fiska aukaspyrnu í leik Manchester United og Fulham um liðna helgi. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Fulham eigi að biðjast afsökunar á myndbandi sem birtist á TikTok-reikningi félagsins þar sem gert er grín að Bruno Fernandes, leikmanni United. Myndbandið sýnir Fernandes falla til jarðar í 2-1 tapi United gegn Fulham og halda um löppina á sér eins og hann sé meiddur áður en hann stendur fljótt upp eftir að hann sér sókn Manchester United heldur áfram. Tónlistin sem fylgir myndbandinu er nokkuð glaðleg og samfélagsmiðlateymi Fulham skrifar undir myndbandið að þau voni að það sé í lagi með leikmanninn, eða: „So glad he's ok...“ @fulhamfc So glad he s ok #fulhamfc #premierleague #brunofernandes sonido original - Ljóst er að um grín er að ræða hjá Fulham, en Erik ten Hag virðist ekki hafa mikinn húmor fyrir myndbandinu. „Þetta er ekki í lagi. Þetta er algjörlega ekki í lagi og hreint út sagt rangt. Þau ættu að biðjast afsökunar á þessu,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi þar sem hann var spurður út í myndbandið. Þá segir Hollendingurinn að leikmenn deildarinnar geri í því að brjóta á miðjumanninum Fernandes. „Mér fannst þetta klárlega vera brot. En þetta var túlkað öðruvísi í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum svo að hægt væri að kenna honum um þetta. Dómararnir ættu að hugsa um að vernda hann.“ „Hann er mjög ástríðufullur leikmaður og mjög skapandi. Hann hefur búið til flest færi í deildinni. En andstæðingarnir sjá skotmark, sérstaklega eftir þennan leik á laugardaginn. Mér finnst að dómararnir þurfi að vernda hann.“ Enski boltinn Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira
Myndbandið sýnir Fernandes falla til jarðar í 2-1 tapi United gegn Fulham og halda um löppina á sér eins og hann sé meiddur áður en hann stendur fljótt upp eftir að hann sér sókn Manchester United heldur áfram. Tónlistin sem fylgir myndbandinu er nokkuð glaðleg og samfélagsmiðlateymi Fulham skrifar undir myndbandið að þau voni að það sé í lagi með leikmanninn, eða: „So glad he's ok...“ @fulhamfc So glad he s ok #fulhamfc #premierleague #brunofernandes sonido original - Ljóst er að um grín er að ræða hjá Fulham, en Erik ten Hag virðist ekki hafa mikinn húmor fyrir myndbandinu. „Þetta er ekki í lagi. Þetta er algjörlega ekki í lagi og hreint út sagt rangt. Þau ættu að biðjast afsökunar á þessu,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi þar sem hann var spurður út í myndbandið. Þá segir Hollendingurinn að leikmenn deildarinnar geri í því að brjóta á miðjumanninum Fernandes. „Mér fannst þetta klárlega vera brot. En þetta var túlkað öðruvísi í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum svo að hægt væri að kenna honum um þetta. Dómararnir ættu að hugsa um að vernda hann.“ „Hann er mjög ástríðufullur leikmaður og mjög skapandi. Hann hefur búið til flest færi í deildinni. En andstæðingarnir sjá skotmark, sérstaklega eftir þennan leik á laugardaginn. Mér finnst að dómararnir þurfi að vernda hann.“
Enski boltinn Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira