Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tala látinna á Gasa er komin yfir þrjátíu þúsund og fjöldi lést í troðningi við matarúthlutun í morgun. Farið verður yfir stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs.
Flest börn í Grindavíkurskóla eru komin í aðra skóla um land allt. Við hittum krakka sem enn eru í skólanum sem er starfræktur á nokkrum stöðum í Reykjavík.
Við verðum einnig í beinni útsendingu víða um höfuðborgarsvæðið; heyrum meðal annars í heilbrigðiseftirlitinu um svifryk og ákall um að fólk vinni heima vegna þess, kíkjum á bókamarkað Forlagsins sem var opnaður í dag og ræðum við leikarann Gunnar Hansson í gervi Frímanns Gunnarssonar en hann frumsýnir í kvöld nýtt uppistand. Í Íslandi í dag hittum við Herbert Guðmundsson og ræðum við hann um lífið og tilveruna.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.