Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 11:51 Starfsfólk Veðurstofunnar vaktar mælana allan sólarhringinn. vísir/Baldur Enn aukast líkurnar á eldgosi á næstu dögum og fyrirvarinn gæti orðið mjög stuttur. Náttúruvársérfræðingur segir þrýstinginn sífellt byggjast upp og starfsfólk Veðurstofunnar líti ekki af mælunum. Nýjustu líkanreikningar sýna að allt að níu milljónir rúmmetra af kviku hafi nú safnast fyrir undir Svartsengi. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir líkur á gosi aukast með hverjum degi sem líður. „Við vitum að þrýstingurinn er að byggjast upp og að kvika er stöðugt að leita inn í kerfið. Það er núna að nálgast þessi mörk sem við höfum séð í fyrri eldgosum,“ segir Sigríður. Í síðasta gosi hlupu um tíu milljónir rúmmetra af kviku úr hólfinu undir Svartsengi. Um hálf milljón safnast fyrir á hverjum degi og miðað við hraðann ætti magnið að fara yfir þann þröskuld á laugardag. Ekki er þó víst að til goss komi; kvikan gæti líka endað í kvikugangi líkt og gerðist í nóvember áður en Grindavíkurbær var rýmdur. Enn er þó talið líklegast að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og fyrirvarinn gæti þá orðið mjög stuttur. Lítil skjálftavirkni var við kvikuganginn í nótt. „Það verður líklega áköf skjálftavirkni áður en kvikan leitar upp og jafnvel þó hún komi ekki upp á yfirborðið, heldur myndi bara kvikugang, að þá verði skjálftavirkni.“ Náttúruvársérfræðingur segir allt viðbragð ganga út frá því að skilaboðum um gos sé komið tafarlaust til skila en Bláa lónið og hótel þess er opið auk þess sem gist er í nokkrum húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Starfsfólk Veðurstofunnar fylgist nú grannt með slíkum merkjum og vaktar mælitækin allan sólarhringinn. „Við tökum varla augun af þeim. Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi til að sýna okkur hvað er að gerast,“ segir Sigríður. Opið er í Bláa lóninu og allt að hundrað gestir á hóteli þess. Þá er gist í tæplega tíu húsum í Grindavík. „Það gerir mann pínu órólegan en allt okkar viðbragð miðar við að koma skilaboðum sem fyrst til skila, að það sé eitthvað að byrja að gerast,“ segir Sigríður. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Nýjustu líkanreikningar sýna að allt að níu milljónir rúmmetra af kviku hafi nú safnast fyrir undir Svartsengi. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir líkur á gosi aukast með hverjum degi sem líður. „Við vitum að þrýstingurinn er að byggjast upp og að kvika er stöðugt að leita inn í kerfið. Það er núna að nálgast þessi mörk sem við höfum séð í fyrri eldgosum,“ segir Sigríður. Í síðasta gosi hlupu um tíu milljónir rúmmetra af kviku úr hólfinu undir Svartsengi. Um hálf milljón safnast fyrir á hverjum degi og miðað við hraðann ætti magnið að fara yfir þann þröskuld á laugardag. Ekki er þó víst að til goss komi; kvikan gæti líka endað í kvikugangi líkt og gerðist í nóvember áður en Grindavíkurbær var rýmdur. Enn er þó talið líklegast að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og fyrirvarinn gæti þá orðið mjög stuttur. Lítil skjálftavirkni var við kvikuganginn í nótt. „Það verður líklega áköf skjálftavirkni áður en kvikan leitar upp og jafnvel þó hún komi ekki upp á yfirborðið, heldur myndi bara kvikugang, að þá verði skjálftavirkni.“ Náttúruvársérfræðingur segir allt viðbragð ganga út frá því að skilaboðum um gos sé komið tafarlaust til skila en Bláa lónið og hótel þess er opið auk þess sem gist er í nokkrum húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Starfsfólk Veðurstofunnar fylgist nú grannt með slíkum merkjum og vaktar mælitækin allan sólarhringinn. „Við tökum varla augun af þeim. Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi til að sýna okkur hvað er að gerast,“ segir Sigríður. Opið er í Bláa lóninu og allt að hundrað gestir á hóteli þess. Þá er gist í tæplega tíu húsum í Grindavík. „Það gerir mann pínu órólegan en allt okkar viðbragð miðar við að koma skilaboðum sem fyrst til skila, að það sé eitthvað að byrja að gerast,“ segir Sigríður.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira