Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 11:51 Starfsfólk Veðurstofunnar vaktar mælana allan sólarhringinn. vísir/Baldur Enn aukast líkurnar á eldgosi á næstu dögum og fyrirvarinn gæti orðið mjög stuttur. Náttúruvársérfræðingur segir þrýstinginn sífellt byggjast upp og starfsfólk Veðurstofunnar líti ekki af mælunum. Nýjustu líkanreikningar sýna að allt að níu milljónir rúmmetra af kviku hafi nú safnast fyrir undir Svartsengi. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir líkur á gosi aukast með hverjum degi sem líður. „Við vitum að þrýstingurinn er að byggjast upp og að kvika er stöðugt að leita inn í kerfið. Það er núna að nálgast þessi mörk sem við höfum séð í fyrri eldgosum,“ segir Sigríður. Í síðasta gosi hlupu um tíu milljónir rúmmetra af kviku úr hólfinu undir Svartsengi. Um hálf milljón safnast fyrir á hverjum degi og miðað við hraðann ætti magnið að fara yfir þann þröskuld á laugardag. Ekki er þó víst að til goss komi; kvikan gæti líka endað í kvikugangi líkt og gerðist í nóvember áður en Grindavíkurbær var rýmdur. Enn er þó talið líklegast að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og fyrirvarinn gæti þá orðið mjög stuttur. Lítil skjálftavirkni var við kvikuganginn í nótt. „Það verður líklega áköf skjálftavirkni áður en kvikan leitar upp og jafnvel þó hún komi ekki upp á yfirborðið, heldur myndi bara kvikugang, að þá verði skjálftavirkni.“ Náttúruvársérfræðingur segir allt viðbragð ganga út frá því að skilaboðum um gos sé komið tafarlaust til skila en Bláa lónið og hótel þess er opið auk þess sem gist er í nokkrum húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Starfsfólk Veðurstofunnar fylgist nú grannt með slíkum merkjum og vaktar mælitækin allan sólarhringinn. „Við tökum varla augun af þeim. Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi til að sýna okkur hvað er að gerast,“ segir Sigríður. Opið er í Bláa lóninu og allt að hundrað gestir á hóteli þess. Þá er gist í tæplega tíu húsum í Grindavík. „Það gerir mann pínu órólegan en allt okkar viðbragð miðar við að koma skilaboðum sem fyrst til skila, að það sé eitthvað að byrja að gerast,“ segir Sigríður. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Nýjustu líkanreikningar sýna að allt að níu milljónir rúmmetra af kviku hafi nú safnast fyrir undir Svartsengi. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir líkur á gosi aukast með hverjum degi sem líður. „Við vitum að þrýstingurinn er að byggjast upp og að kvika er stöðugt að leita inn í kerfið. Það er núna að nálgast þessi mörk sem við höfum séð í fyrri eldgosum,“ segir Sigríður. Í síðasta gosi hlupu um tíu milljónir rúmmetra af kviku úr hólfinu undir Svartsengi. Um hálf milljón safnast fyrir á hverjum degi og miðað við hraðann ætti magnið að fara yfir þann þröskuld á laugardag. Ekki er þó víst að til goss komi; kvikan gæti líka endað í kvikugangi líkt og gerðist í nóvember áður en Grindavíkurbær var rýmdur. Enn er þó talið líklegast að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og fyrirvarinn gæti þá orðið mjög stuttur. Lítil skjálftavirkni var við kvikuganginn í nótt. „Það verður líklega áköf skjálftavirkni áður en kvikan leitar upp og jafnvel þó hún komi ekki upp á yfirborðið, heldur myndi bara kvikugang, að þá verði skjálftavirkni.“ Náttúruvársérfræðingur segir allt viðbragð ganga út frá því að skilaboðum um gos sé komið tafarlaust til skila en Bláa lónið og hótel þess er opið auk þess sem gist er í nokkrum húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Starfsfólk Veðurstofunnar fylgist nú grannt með slíkum merkjum og vaktar mælitækin allan sólarhringinn. „Við tökum varla augun af þeim. Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi til að sýna okkur hvað er að gerast,“ segir Sigríður. Opið er í Bláa lóninu og allt að hundrað gestir á hóteli þess. Þá er gist í tæplega tíu húsum í Grindavík. „Það gerir mann pínu órólegan en allt okkar viðbragð miðar við að koma skilaboðum sem fyrst til skila, að það sé eitthvað að byrja að gerast,“ segir Sigríður.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira