Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 11:51 Starfsfólk Veðurstofunnar vaktar mælana allan sólarhringinn. vísir/Baldur Enn aukast líkurnar á eldgosi á næstu dögum og fyrirvarinn gæti orðið mjög stuttur. Náttúruvársérfræðingur segir þrýstinginn sífellt byggjast upp og starfsfólk Veðurstofunnar líti ekki af mælunum. Nýjustu líkanreikningar sýna að allt að níu milljónir rúmmetra af kviku hafi nú safnast fyrir undir Svartsengi. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir líkur á gosi aukast með hverjum degi sem líður. „Við vitum að þrýstingurinn er að byggjast upp og að kvika er stöðugt að leita inn í kerfið. Það er núna að nálgast þessi mörk sem við höfum séð í fyrri eldgosum,“ segir Sigríður. Í síðasta gosi hlupu um tíu milljónir rúmmetra af kviku úr hólfinu undir Svartsengi. Um hálf milljón safnast fyrir á hverjum degi og miðað við hraðann ætti magnið að fara yfir þann þröskuld á laugardag. Ekki er þó víst að til goss komi; kvikan gæti líka endað í kvikugangi líkt og gerðist í nóvember áður en Grindavíkurbær var rýmdur. Enn er þó talið líklegast að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og fyrirvarinn gæti þá orðið mjög stuttur. Lítil skjálftavirkni var við kvikuganginn í nótt. „Það verður líklega áköf skjálftavirkni áður en kvikan leitar upp og jafnvel þó hún komi ekki upp á yfirborðið, heldur myndi bara kvikugang, að þá verði skjálftavirkni.“ Náttúruvársérfræðingur segir allt viðbragð ganga út frá því að skilaboðum um gos sé komið tafarlaust til skila en Bláa lónið og hótel þess er opið auk þess sem gist er í nokkrum húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Starfsfólk Veðurstofunnar fylgist nú grannt með slíkum merkjum og vaktar mælitækin allan sólarhringinn. „Við tökum varla augun af þeim. Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi til að sýna okkur hvað er að gerast,“ segir Sigríður. Opið er í Bláa lóninu og allt að hundrað gestir á hóteli þess. Þá er gist í tæplega tíu húsum í Grindavík. „Það gerir mann pínu órólegan en allt okkar viðbragð miðar við að koma skilaboðum sem fyrst til skila, að það sé eitthvað að byrja að gerast,“ segir Sigríður. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Nýjustu líkanreikningar sýna að allt að níu milljónir rúmmetra af kviku hafi nú safnast fyrir undir Svartsengi. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir líkur á gosi aukast með hverjum degi sem líður. „Við vitum að þrýstingurinn er að byggjast upp og að kvika er stöðugt að leita inn í kerfið. Það er núna að nálgast þessi mörk sem við höfum séð í fyrri eldgosum,“ segir Sigríður. Í síðasta gosi hlupu um tíu milljónir rúmmetra af kviku úr hólfinu undir Svartsengi. Um hálf milljón safnast fyrir á hverjum degi og miðað við hraðann ætti magnið að fara yfir þann þröskuld á laugardag. Ekki er þó víst að til goss komi; kvikan gæti líka endað í kvikugangi líkt og gerðist í nóvember áður en Grindavíkurbær var rýmdur. Enn er þó talið líklegast að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og fyrirvarinn gæti þá orðið mjög stuttur. Lítil skjálftavirkni var við kvikuganginn í nótt. „Það verður líklega áköf skjálftavirkni áður en kvikan leitar upp og jafnvel þó hún komi ekki upp á yfirborðið, heldur myndi bara kvikugang, að þá verði skjálftavirkni.“ Náttúruvársérfræðingur segir allt viðbragð ganga út frá því að skilaboðum um gos sé komið tafarlaust til skila en Bláa lónið og hótel þess er opið auk þess sem gist er í nokkrum húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Starfsfólk Veðurstofunnar fylgist nú grannt með slíkum merkjum og vaktar mælitækin allan sólarhringinn. „Við tökum varla augun af þeim. Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi til að sýna okkur hvað er að gerast,“ segir Sigríður. Opið er í Bláa lóninu og allt að hundrað gestir á hóteli þess. Þá er gist í tæplega tíu húsum í Grindavík. „Það gerir mann pínu órólegan en allt okkar viðbragð miðar við að koma skilaboðum sem fyrst til skila, að það sé eitthvað að byrja að gerast,“ segir Sigríður.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent