Dagur tekur við króatíska landsliðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. febrúar 2024 19:14 Dagur Sigurðsson þjálfaði síðast japanska landsliðið en lét af störfum í byrjun mánaðar eftir Asíumótið. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson verður kynntur sem nýr þjálfari handboltalandsliðs Króatíu á morgun. Hann verður þar með fyrsti útlendingurinn til að stýra liðinu og á ærið verkefni fyrir höndum í umspili um sæti á Ólympíuleikunum. Dagur hætti þjálfun japanska landsliðsins í byrjun þessa mánaðar. Japanska handknattleikssambandið var vonsvikið með ákvörðun Dags, sem var með samning fram yfir Ólympíuleikana sem hann tryggði Japan inn á í sumar. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015. Króatar hafa skipt tvívegis um þjálfara á rétt rúmlega ári, Hrvoje Horvat var rekinn í fyrra eftir slæman árangur á HM, Goran Perkovac tók við af honum en var látinn fara eftir EM 2024. Króatíski fjölmiðilinn 24 Sata greinir svo frá því að Dagur verði á morgun kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins. Dagur verður fyrsti þjálfari liðsins sem er af erlendu bergi brotinn. The Croatian Handball Federation have called for a press conference tomorrow at 11.00, where the new national coach will be announced.According to @24sata_HR it is the Icelandic coach Dagur Sigurdsson (as rumored for several weeks), who reportedly has signed a 4-year contract.…— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 28, 2024 Dagur á ærið verkefni fyrir höndum með Króatíu en strax um miðjan mars hefst undankeppni Ólympíuleikanna, þar er Króatía í riðli með þýskum lærisveinum Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír. Leikið verður í Þýskalandi og tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar. Handbolti Króatía Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Sjá meira
Dagur hætti þjálfun japanska landsliðsins í byrjun þessa mánaðar. Japanska handknattleikssambandið var vonsvikið með ákvörðun Dags, sem var með samning fram yfir Ólympíuleikana sem hann tryggði Japan inn á í sumar. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015. Króatar hafa skipt tvívegis um þjálfara á rétt rúmlega ári, Hrvoje Horvat var rekinn í fyrra eftir slæman árangur á HM, Goran Perkovac tók við af honum en var látinn fara eftir EM 2024. Króatíski fjölmiðilinn 24 Sata greinir svo frá því að Dagur verði á morgun kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins. Dagur verður fyrsti þjálfari liðsins sem er af erlendu bergi brotinn. The Croatian Handball Federation have called for a press conference tomorrow at 11.00, where the new national coach will be announced.According to @24sata_HR it is the Icelandic coach Dagur Sigurdsson (as rumored for several weeks), who reportedly has signed a 4-year contract.…— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 28, 2024 Dagur á ærið verkefni fyrir höndum með Króatíu en strax um miðjan mars hefst undankeppni Ólympíuleikanna, þar er Króatía í riðli með þýskum lærisveinum Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír. Leikið verður í Þýskalandi og tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar.
Handbolti Króatía Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Sjá meira