Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 20:01 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka vegna blóðmerahalds, sem kom fram í Kveik í gær ekki koma á óvart. Vísir/Arnar Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. Fjallað var um blóðmerahald á Íslandi í Kveik í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Í þættinum vændi Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, hrossabóndi í Landeyjum, Ísteka um að hafa beðið hana að þegja yfir því þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku og hafi þurft að berjast fyrir að hryssurnar yrðu krufnar. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, sem hefur barist fyrir banni blóðmerarhalds, segir þáttinn ekki hafa komið á óvart. „Ég er mjög stolt af Sæunni bónda sem stígur þarna fram og finnst hún alger hetja. Þarna kemur fram hversu ofbeldisfullt samband Ísteka við blóðmerabændurna virðist vera og hvernig Ísteka virðist ganga harkalega fram gegn þeim,“ segir Inga. Formaður Bændasamtakanna telur ekki vænlegt að takmarka atvinnufrelsi vegna einstaka tilvika. „Auðvitað hörmum við það ef menn eru að fara illa með dýr en burtséð frá því þá er þessi atvinnsutarfsemi búin að viðgangast á ÍSlandi í fjörutíu ár og með miklum sóma á langflestum stöðum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Ef menn hafa heimildir til að stunda ákveðna starfsemi á grundvelli laga sem eru í gildi í landinu undir eftirliti viðkomandi stofnana sé ég því ekkert til fyrirstöðu.“ Eftirlitsstofnun EFTA áminnti íslenska ríkið í fyrrahaust fyrir að hafa haft sérreglur um blóðmerarhald. Síðan í nóvember hefur reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, gilt um starfsemina. „Ég vona að þetta muni bara fjara út og deyja út núna að sjálfu sér og við þurfum ekki að berjast meira gegn blóðmerahaldi inni á Alþingi. En ef ekki þá munum við gera það og gefumst aldrei upp,“ segir Inga. Blóðmerahald Flokkur fólksins Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 16. febrúar 2024 09:48 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Fjallað var um blóðmerahald á Íslandi í Kveik í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Í þættinum vændi Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, hrossabóndi í Landeyjum, Ísteka um að hafa beðið hana að þegja yfir því þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku og hafi þurft að berjast fyrir að hryssurnar yrðu krufnar. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, sem hefur barist fyrir banni blóðmerarhalds, segir þáttinn ekki hafa komið á óvart. „Ég er mjög stolt af Sæunni bónda sem stígur þarna fram og finnst hún alger hetja. Þarna kemur fram hversu ofbeldisfullt samband Ísteka við blóðmerabændurna virðist vera og hvernig Ísteka virðist ganga harkalega fram gegn þeim,“ segir Inga. Formaður Bændasamtakanna telur ekki vænlegt að takmarka atvinnufrelsi vegna einstaka tilvika. „Auðvitað hörmum við það ef menn eru að fara illa með dýr en burtséð frá því þá er þessi atvinnsutarfsemi búin að viðgangast á ÍSlandi í fjörutíu ár og með miklum sóma á langflestum stöðum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Ef menn hafa heimildir til að stunda ákveðna starfsemi á grundvelli laga sem eru í gildi í landinu undir eftirliti viðkomandi stofnana sé ég því ekkert til fyrirstöðu.“ Eftirlitsstofnun EFTA áminnti íslenska ríkið í fyrrahaust fyrir að hafa haft sérreglur um blóðmerarhald. Síðan í nóvember hefur reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, gilt um starfsemina. „Ég vona að þetta muni bara fjara út og deyja út núna að sjálfu sér og við þurfum ekki að berjast meira gegn blóðmerahaldi inni á Alþingi. En ef ekki þá munum við gera það og gefumst aldrei upp,“ segir Inga.
Blóðmerahald Flokkur fólksins Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 16. febrúar 2024 09:48 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01
Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 16. febrúar 2024 09:48
„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09