„Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 16:37 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Ívar Fannar Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við breiðfylkinguna svokölluðu. Sólveig Anna sagði í samtali við fréttastofu í dag að Samtök atvinnulífsins hafi hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær með því að vilja skyndilega taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Litlar líkur á sátt fyrir vikulok Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sagði stöðuna flókna þegar fréttastofa náði af honum tali eftir fundinn í dag. Litlar líkur séu á því að samningar náist fyrir vikulok og að þær fari í raun minnkandi. Hann vilji þó ekki útiloka neitt og segist áfram hafa trú á verkefninu sem snúist um að ná niður vöxtum og verðbólgu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er sammála því að staðan sé flókin. Aðspurður um stöðu Eflingar og hvort Starfsgreinasambandið muni áfram mæta til fundar segist hann fylgja því sem ríkissáttasemjari segi honum að gera. „En við erum samstíga í að okkur er gjörsamlega misboðið yfir þeirri stöðu sem er komin upp,“ segir Vilhjálmur sem vill þó ekki útskýra nánar hvað í því felst enda eigi viðsemjendur að vera í fjölmiðlabanni. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við breiðfylkinguna svokölluðu. Sólveig Anna sagði í samtali við fréttastofu í dag að Samtök atvinnulífsins hafi hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær með því að vilja skyndilega taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Litlar líkur á sátt fyrir vikulok Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sagði stöðuna flókna þegar fréttastofa náði af honum tali eftir fundinn í dag. Litlar líkur séu á því að samningar náist fyrir vikulok og að þær fari í raun minnkandi. Hann vilji þó ekki útiloka neitt og segist áfram hafa trú á verkefninu sem snúist um að ná niður vöxtum og verðbólgu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er sammála því að staðan sé flókin. Aðspurður um stöðu Eflingar og hvort Starfsgreinasambandið muni áfram mæta til fundar segist hann fylgja því sem ríkissáttasemjari segi honum að gera. „En við erum samstíga í að okkur er gjörsamlega misboðið yfir þeirri stöðu sem er komin upp,“ segir Vilhjálmur sem vill þó ekki útskýra nánar hvað í því felst enda eigi viðsemjendur að vera í fjölmiðlabanni.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira