Aguero um orðróminn: Algjör lygi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 10:31 Pep Guardiola ræðir málin við Sergio Aguero í aðdraganda úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023. Getty/Michael Regan Sergio Aguero segir ekkert til í því að hann ætli að hefja æfingar með argentínska félaginu Independiente. Orðrómur fór af stað í vikunni um að Aguero ætlaði að taka skóna af hillunni og byrja aftur að spila fótbolta í heimalandinu. Aguero setti fótboltaskóna upp á hillu í desember 2021 en hann var þá leikmaður Barcelona. Ástæðan voru hjartsláttartruflanir sem þvinguðu hann til að hætta aðeins 33 ára gamall. „Þetta er algjör lygi. Ég er ekki að fara að æfa með Independiente,“ sagði Aguero. Góðar fréttir frá lækni hans um að hann mætti spila fótbolta á ný setti boltann af stað í fjölmiðlum í Argentínu. Sergio Aguero denied reports that he will come out of retirement to train with Carlos Teves's Independiente.Tevez recently said he would welcome Aguero with open arms "Even if it's 10 or 15 minutes." pic.twitter.com/TpWyK49eZA— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2024 „Stundum býr fólk bara til hluti. Ég vil ítreka það að hjartalæknir minn segir að allt sé í góðu með mig. Það er mikilvægt að heilsan mín sé góð. En að fara að æfa aftur með liði í efstu deild. Ég hefði þurft að fara í fjölda prófa áður en slíkt gerist,“ sagði Aguero. Aguero er markahæsti leikmaður Manchester City frá upphafi. Hann hóf hins vegar feril sinn með Independiente. Aguero hafði grínast með það á Twitch að hann þyrfti að ráðfæra sig við hjartalækninn sinn ef Carlos Tevez, þjálfari Independiente, myndi hringja í hann. Tevez svaraði því að félagið tæki á móti Aguero með opnum örmum. „Hver myndi ekki vilja hafa Kun? Fyrst sem liðsfélagi og nú sem þjálfari. Jafnvel þótt að það séu bara tíu eða fimmtán mínútur,“ sagði Carlos Tevez. Allt fór í framhaldinu á mikið flug í argentínskum miðlum en nú hefur Aguero komið hlutunum á hreint. Hann er ekki að fara að spila alvöru fótbolta aftur. Argentína Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira
Orðrómur fór af stað í vikunni um að Aguero ætlaði að taka skóna af hillunni og byrja aftur að spila fótbolta í heimalandinu. Aguero setti fótboltaskóna upp á hillu í desember 2021 en hann var þá leikmaður Barcelona. Ástæðan voru hjartsláttartruflanir sem þvinguðu hann til að hætta aðeins 33 ára gamall. „Þetta er algjör lygi. Ég er ekki að fara að æfa með Independiente,“ sagði Aguero. Góðar fréttir frá lækni hans um að hann mætti spila fótbolta á ný setti boltann af stað í fjölmiðlum í Argentínu. Sergio Aguero denied reports that he will come out of retirement to train with Carlos Teves's Independiente.Tevez recently said he would welcome Aguero with open arms "Even if it's 10 or 15 minutes." pic.twitter.com/TpWyK49eZA— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2024 „Stundum býr fólk bara til hluti. Ég vil ítreka það að hjartalæknir minn segir að allt sé í góðu með mig. Það er mikilvægt að heilsan mín sé góð. En að fara að æfa aftur með liði í efstu deild. Ég hefði þurft að fara í fjölda prófa áður en slíkt gerist,“ sagði Aguero. Aguero er markahæsti leikmaður Manchester City frá upphafi. Hann hóf hins vegar feril sinn með Independiente. Aguero hafði grínast með það á Twitch að hann þyrfti að ráðfæra sig við hjartalækninn sinn ef Carlos Tevez, þjálfari Independiente, myndi hringja í hann. Tevez svaraði því að félagið tæki á móti Aguero með opnum örmum. „Hver myndi ekki vilja hafa Kun? Fyrst sem liðsfélagi og nú sem þjálfari. Jafnvel þótt að það séu bara tíu eða fimmtán mínútur,“ sagði Carlos Tevez. Allt fór í framhaldinu á mikið flug í argentínskum miðlum en nú hefur Aguero komið hlutunum á hreint. Hann er ekki að fara að spila alvöru fótbolta aftur.
Argentína Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira