Sú besta í heimi segir að HM-titill Spánverja hafi litlu breytt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 07:30 Aitana Bonmati þykir að mati margra vera besta knattspyrnukona heims í dag. Hér er hún í landsleik með Spáni. Getty/Manu Reino Kvennafótboltinn á Spáni hefur ekki grætt neitt á heimsmeistaratitli spænska landsliðsins. Þetta er skoðun Aitana Bonmatí sem var kosin besta knattspyrnukona heims á síðasta ári. Bonmatí viðurkenndi í viðtali við franska stórblaðið L'Equipe að hún öfundaði ensku landsliðskonurnar yfir viðbrögðunum í Englandi efir sigur ensku stelpnanna á EM 2022. „Því miður verð ég að segja það að lítið hefur breyst hjá okkur,“ sagði Aitana Bonmatí þegar hún var spurð út í áhrifin af því að spænska kvennalandsliðið varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Aitana Bonmatí atendió a L Equipe y habló alto y claro sobre todo lo que ha pasado en los últimos meses en La Roja La balón de oro se quejó por el cambio de sede en las semifinales ante Países Bajos y admite que el Mundial fue en vano pic.twitter.com/N03YkQYAJC— Diario AS (@diarioas) February 27, 2024 „Við höfum þetta frábæra dæmi með Englendingana. Þegar þær unnu Evrópukeppnina þá sáum við mikla breytingu hjá öllu hjá þeim,“ sagði Bonmatí. „Það urðu fullt af hliðarverkunum. Það komu inn fjárfestingar í deildina og það voru fullir vellir þegar enska liðið spilaði. Mig langaði í það af því að ég get ekki sagt hið sama með hlutina hér á Spáni. Það er svo mikið sem þarf að gerast hér og mér finnst eins og heimsmeistaratitillinn hafi verið fyrir lítið,“ sagði Bonmatí. „Þetta þarf að byrja á því að gera alla hluti vel. Kynna leikina almennilega, spila þá á boðlegum leikvöngum og ekki breyta um leikvang viku fyrir leikinn. Það gerir allt svo miklu flóknara fyrir stuðningsfólkið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí leggur sérstaka áherslu á það að kynningarstarfið sé ekki upp á marga fiska. „Þetta er ekki á þeim stað sem við eigum skilið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí fékk bæði Gullhnöttinn og verðlaun FIFA sem besta knattspyrnukona heims á síðasta ári. Auk þess að verða heimsmeistari þá vann hún Meistaradeildina með Barcelona sem og alla titla í heimalandinu. Aitana Bonmatí habla en una entrevista con L'Equipe sobre si ha cambiado la situación en el fútbol femenino español tras la conquista del Mundial: "Desafortunadamente no puedo decir que haya cambiado mucho. Tenemos el ejemplo de Inglaterra y cuando ganó la Eurocopa. Hemos pic.twitter.com/kxTt6eLLSo— Era Fútbol Femenino (@Erafutbolfem) February 27, 2024 Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Sjá meira
Bonmatí viðurkenndi í viðtali við franska stórblaðið L'Equipe að hún öfundaði ensku landsliðskonurnar yfir viðbrögðunum í Englandi efir sigur ensku stelpnanna á EM 2022. „Því miður verð ég að segja það að lítið hefur breyst hjá okkur,“ sagði Aitana Bonmatí þegar hún var spurð út í áhrifin af því að spænska kvennalandsliðið varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Aitana Bonmatí atendió a L Equipe y habló alto y claro sobre todo lo que ha pasado en los últimos meses en La Roja La balón de oro se quejó por el cambio de sede en las semifinales ante Países Bajos y admite que el Mundial fue en vano pic.twitter.com/N03YkQYAJC— Diario AS (@diarioas) February 27, 2024 „Við höfum þetta frábæra dæmi með Englendingana. Þegar þær unnu Evrópukeppnina þá sáum við mikla breytingu hjá öllu hjá þeim,“ sagði Bonmatí. „Það urðu fullt af hliðarverkunum. Það komu inn fjárfestingar í deildina og það voru fullir vellir þegar enska liðið spilaði. Mig langaði í það af því að ég get ekki sagt hið sama með hlutina hér á Spáni. Það er svo mikið sem þarf að gerast hér og mér finnst eins og heimsmeistaratitillinn hafi verið fyrir lítið,“ sagði Bonmatí. „Þetta þarf að byrja á því að gera alla hluti vel. Kynna leikina almennilega, spila þá á boðlegum leikvöngum og ekki breyta um leikvang viku fyrir leikinn. Það gerir allt svo miklu flóknara fyrir stuðningsfólkið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí leggur sérstaka áherslu á það að kynningarstarfið sé ekki upp á marga fiska. „Þetta er ekki á þeim stað sem við eigum skilið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí fékk bæði Gullhnöttinn og verðlaun FIFA sem besta knattspyrnukona heims á síðasta ári. Auk þess að verða heimsmeistari þá vann hún Meistaradeildina með Barcelona sem og alla titla í heimalandinu. Aitana Bonmatí habla en una entrevista con L'Equipe sobre si ha cambiado la situación en el fútbol femenino español tras la conquista del Mundial: "Desafortunadamente no puedo decir que haya cambiado mucho. Tenemos el ejemplo de Inglaterra y cuando ganó la Eurocopa. Hemos pic.twitter.com/kxTt6eLLSo— Era Fútbol Femenino (@Erafutbolfem) February 27, 2024
Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Sjá meira