Í könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 18 prósenta fylgi en mældist með 17 prósent í janúar. Næst kemur Miðflokkurinn með 11 prósenta fylgi, einu prósentustigi minna en í janúar þegar það var 12 prósent.
Fylgi Viðreisnar minkar um rúmlega tvö prósentustig og Framsóknar um tæplega tvö. Viðreisn mælist með 9 prósenta fylgi en Framsóknarflokkurinn með 8 prósent.
Píratar bæta við sig einu prósenti og mælast nú með 9 prósenta fylgi. Flokkur fólksins mælist með sama fylgi og í janúar, 6 prósent fylgi. VG er sömuleiðis með 6 prósenta fylgi þriðja mánuðinn í röð. Sósíalistaflokkurinn mælist með 4 prósent.
Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna stendur í stað frá því í janúar. Ríkisstjórnin mælist með 32,8 prósenta stuðning.
Könnunin var gerð dagana 7. til 27. febrúar. 1706 svarendur tóku afstöðu til flokks. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur voru alls staðar að á landinu og á aldrinum 18 ára og eldri.