Læknar í Kópavogi fá ekki að sinna sjúklingum fyrir norðan Bjarki Sigurðsson skrifar 27. febrúar 2024 13:15 Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar. Tveimur læknum með starfstöðvar í Kópavogi verður ekki leyft að mæta til Akureyrar inn á milli og sinna sjúklingum sínum þar. Forstjóri Heilsuverndar segir að þarna sé verið að mismuna sjúklingum eftir búsetu. Læknarnir tveir eru starfsmenn Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi og eru með aðalstarfsstöðvar þar. Þeir höfðu ætlað sér að vera einnig með sjúklinga sem búsettir eru á Akureyri og ferðast norður til að sinna þeim og nýta sér aðstöðu Læknastofanna á Akureyri. Fólki er frjálst að velja sér heilsugæslustöð og heimilislækni óháð búsetu en þrátt fyrir það sendu Sjúkratryggingar Íslands bréf sem kemur í veg fyrir að læknarnir geti einnig sinnt sjúklingunum fyrir norðan. Fjöldi skjólstæðinga á Akureyri Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar sem rekur Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, segir ósamræmi ríkja hjá Sjúkratryggingum. „Við höfum einfaldlega velt því upp að það sé eðlilegt að við skoðum það að þegar margir skrá sig hjá okkur á Akureyri og vilja hitta sinn heimilislækni að okkur sé heimilt að geta komið til móts við þann skjólstæðingahóp en árétta að megin þjónustan er í Kópavogi,“ segir Teitur. Mega ekki neita fólki Hann segir fyrirkomulagið ekki skila auknum kostnaði til sjúklinga sem búa á Akureyri en vilja nýta sér þjónustu læknanna. Hann bendir á að hver sem er geti skráð sig á hvaða heilsugæslu sem er og heilsugæslurnar megi ekki neita fólki um nýskráningar. „Þá teljum við eðlilegt að reyna að koma til móts við þá á okkar eigin kostnaði og reyna að sinna þeim sem best á þeim stað sem þeir búa. Þetta er val. Við erum að horfa til þess að það val er verið að skerða með þessari nálgun Sjúkratrygginga,“ segir Teitur. Heilsuvernd fundar með Sjúkratryggingum á fimmtudag um málið. „Það eiga allir sjúklingar rétt á sömu þjónustu á sama gjaldi landið um kring. Um það snýst málið,“ segir Teitur. Heilbrigðismál Kópavogur Akureyri Stjórnsýsla Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Læknarnir tveir eru starfsmenn Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi og eru með aðalstarfsstöðvar þar. Þeir höfðu ætlað sér að vera einnig með sjúklinga sem búsettir eru á Akureyri og ferðast norður til að sinna þeim og nýta sér aðstöðu Læknastofanna á Akureyri. Fólki er frjálst að velja sér heilsugæslustöð og heimilislækni óháð búsetu en þrátt fyrir það sendu Sjúkratryggingar Íslands bréf sem kemur í veg fyrir að læknarnir geti einnig sinnt sjúklingunum fyrir norðan. Fjöldi skjólstæðinga á Akureyri Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar sem rekur Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, segir ósamræmi ríkja hjá Sjúkratryggingum. „Við höfum einfaldlega velt því upp að það sé eðlilegt að við skoðum það að þegar margir skrá sig hjá okkur á Akureyri og vilja hitta sinn heimilislækni að okkur sé heimilt að geta komið til móts við þann skjólstæðingahóp en árétta að megin þjónustan er í Kópavogi,“ segir Teitur. Mega ekki neita fólki Hann segir fyrirkomulagið ekki skila auknum kostnaði til sjúklinga sem búa á Akureyri en vilja nýta sér þjónustu læknanna. Hann bendir á að hver sem er geti skráð sig á hvaða heilsugæslu sem er og heilsugæslurnar megi ekki neita fólki um nýskráningar. „Þá teljum við eðlilegt að reyna að koma til móts við þá á okkar eigin kostnaði og reyna að sinna þeim sem best á þeim stað sem þeir búa. Þetta er val. Við erum að horfa til þess að það val er verið að skerða með þessari nálgun Sjúkratrygginga,“ segir Teitur. Heilsuvernd fundar með Sjúkratryggingum á fimmtudag um málið. „Það eiga allir sjúklingar rétt á sömu þjónustu á sama gjaldi landið um kring. Um það snýst málið,“ segir Teitur.
Heilbrigðismál Kópavogur Akureyri Stjórnsýsla Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira