Glódís Perla: Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 07:32 Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar hefja leik klukkan 14.30 í dag. Vísir/Arnar Aðstöðuleysið á Ísland þýðir mjög furðulegur leiktími í dag fyrir gríðarlega mikilvægan leik íslenska kvennalandsliðsins í baráttunni um sæti á EM 2025. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, talaði ekkert undir rós á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær þegar hún var spurð út í þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið þarf að spila úrslitaleik um sæti í A-deildinni á gervigrasvelli og klukkan 14.30 um dag. Laugardalsvöllur er ekki leikfær og þá standast flóðljósin á Kópavogsvelli ekki kröfur UEFA. Þess vegna þarf annars vegar að spila leikinn á gervigrasinu í Kópavogi og birtuskilyrði á Íslandi í febrúar kalla á það að leikurinn er spilaður rétt eftir hádegi á virkum degi. Glódís Perla segir það synd að Ísland geti ekki boðið upp á betri aðstæður en raun ber vitni. „Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð að þetta sé það sem við höfum upp á að bjóða. Að sama skapi er ég svekkt út í UEFA að standardinn sé ekki jafn hár kvennamegin og karlamegin. Að það sé í lagi að við spilum við svona aðstæður en ekki að kröfurnar séu þannig að það þurfi að finna völl og aðstæður sem uppfylla allar kröfur," sagði Glódís. Það hefur verið kallað lengi eftir nýjum þjóðarleikvangi og ár eftir ár hefur verið reynt að halda Laugardalsvellinum spilhæfum um miðjan vetur. Það var hins vegar ekki hægt að halda honum „á lífi" að þessu sinni. „Þetta er blanda af mörgu. Það væri ótrúlega gaman að geta spilað þennan leik fyrir framan fullan Laugardalsvöll og hafa þjóðina á bakinu. Auðvitað er það eitthvað sem myndi skipta okkur gríðarlega miklu máli," sagði Glódís. Það má hlusta á Glódísi frá blaðamannafundinum hér fyrir neðan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Laugardalsvöllur Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, talaði ekkert undir rós á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær þegar hún var spurð út í þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið þarf að spila úrslitaleik um sæti í A-deildinni á gervigrasvelli og klukkan 14.30 um dag. Laugardalsvöllur er ekki leikfær og þá standast flóðljósin á Kópavogsvelli ekki kröfur UEFA. Þess vegna þarf annars vegar að spila leikinn á gervigrasinu í Kópavogi og birtuskilyrði á Íslandi í febrúar kalla á það að leikurinn er spilaður rétt eftir hádegi á virkum degi. Glódís Perla segir það synd að Ísland geti ekki boðið upp á betri aðstæður en raun ber vitni. „Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð að þetta sé það sem við höfum upp á að bjóða. Að sama skapi er ég svekkt út í UEFA að standardinn sé ekki jafn hár kvennamegin og karlamegin. Að það sé í lagi að við spilum við svona aðstæður en ekki að kröfurnar séu þannig að það þurfi að finna völl og aðstæður sem uppfylla allar kröfur," sagði Glódís. Það hefur verið kallað lengi eftir nýjum þjóðarleikvangi og ár eftir ár hefur verið reynt að halda Laugardalsvellinum spilhæfum um miðjan vetur. Það var hins vegar ekki hægt að halda honum „á lífi" að þessu sinni. „Þetta er blanda af mörgu. Það væri ótrúlega gaman að geta spilað þennan leik fyrir framan fullan Laugardalsvöll og hafa þjóðina á bakinu. Auðvitað er það eitthvað sem myndi skipta okkur gríðarlega miklu máli," sagði Glódís. Það má hlusta á Glódísi frá blaðamannafundinum hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Laugardalsvöllur Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira